Sigurður Ingi segir fortakslaust góðæri á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2018 21:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar athyglivert að meirihluti lækkunar framlaga til einstakra málaflokka í fjárlagafrumvarpinu væri í verkefnum undir ráðuneytum Framsóknarflokksins. „Ef horft er til rekstrar lenda framlög til öryrkja, samgöngumála, húsnæðisuppbyggingar, nýsköpunar og menntamála öll undir hnífnum. Öll mál Framsóknarflokksins,“ sagði Logi. Eða tæplega 90 prósent niðurskurðar milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagðist vísa orðum um niðurskurð milli umræðna út í hafsauga. „Og að það sé verið að koma í bakið á einhverjum tilteknum hópum. Þvílík fjarstæða. Við erum í fordæmalausum vexti. Við jukum útgjöld á síðast liðnu ári um 65 milljarða og við erum að auka þau aftur núna um 45 milljarða.Logi sagði breiðu bökunum hlíft en niðurskurðurinn látinn bitna á þeim sem minnst hefðu. „Það er víst verið að draga saman milli umræðna. Þetta er blaut tuska í andlitið á öryrkjum,“ sagði Logi. Ráðherra sagði menn ekki talað með þessum hætti nema þeir vildu búa til óróa og óþarfa ótta hjá fólki sem sannarlega væri að fá umtalsverða aukningu milli ára. „Í stað þess að hér verði aukning upp á 5,4 prósent á milli ára verður aukningin fjögur komma sex,“ áréttaði ráðherra. Breytingin væri svo lítil að hennar yrði varla vart til að mynda í vegaframkvæmdum þar sem um tuttugu og þriggja milljarða framlög væru minnkuð um 550 milljónir. „Við erum að tala um rekstraráætlun fyrir 900 milljarða á næsta ári og hvernig í ósköpunum geta menn ætlast til að menn hitti nákvæmlega þá krónu hér á milli umræðna. Við erum í fortakslausu góðæri á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar athyglivert að meirihluti lækkunar framlaga til einstakra málaflokka í fjárlagafrumvarpinu væri í verkefnum undir ráðuneytum Framsóknarflokksins. „Ef horft er til rekstrar lenda framlög til öryrkja, samgöngumála, húsnæðisuppbyggingar, nýsköpunar og menntamála öll undir hnífnum. Öll mál Framsóknarflokksins,“ sagði Logi. Eða tæplega 90 prósent niðurskurðar milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagðist vísa orðum um niðurskurð milli umræðna út í hafsauga. „Og að það sé verið að koma í bakið á einhverjum tilteknum hópum. Þvílík fjarstæða. Við erum í fordæmalausum vexti. Við jukum útgjöld á síðast liðnu ári um 65 milljarða og við erum að auka þau aftur núna um 45 milljarða.Logi sagði breiðu bökunum hlíft en niðurskurðurinn látinn bitna á þeim sem minnst hefðu. „Það er víst verið að draga saman milli umræðna. Þetta er blaut tuska í andlitið á öryrkjum,“ sagði Logi. Ráðherra sagði menn ekki talað með þessum hætti nema þeir vildu búa til óróa og óþarfa ótta hjá fólki sem sannarlega væri að fá umtalsverða aukningu milli ára. „Í stað þess að hér verði aukning upp á 5,4 prósent á milli ára verður aukningin fjögur komma sex,“ áréttaði ráðherra. Breytingin væri svo lítil að hennar yrði varla vart til að mynda í vegaframkvæmdum þar sem um tuttugu og þriggja milljarða framlög væru minnkuð um 550 milljónir. „Við erum að tala um rekstraráætlun fyrir 900 milljarða á næsta ári og hvernig í ósköpunum geta menn ætlast til að menn hitti nákvæmlega þá krónu hér á milli umræðna. Við erum í fortakslausu góðæri á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira