Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. nóvember 2018 07:30 Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sem er fremst á myndinni segir að skýrslan sýni að uppsagnir Áslaugar Thelmu og Bjarna Más hafi verið réttmætar. Þá séu niðurstöður úttektar á vinnustaðamenningu OR góðar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Ég get ekki annað sagt en að ég sé sátt við niðurstöðurnar. Það sem mér finnst skipta svo miklu máli í þessu samhengi er það að við fengum innri endurskoðun til að ráðast í þessa miklu úttekt og núna munum við nota niðurstöðurnar og þær ábendingar sem koma fram í skýrslunni til að gera gott fyrirtæki enn betra,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, um úttekt innri endurskoðunar á vinnustaðamenningu og mannauðsmálum í fyrirtækinu. Tilefni úttektarinnar má rekja til uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur úr starfi hjá Orku náttúrunnar (ON) sem er dótturfélag OR. Áslaug Thelma og Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, sökuðu í kjölfarið Bjarna Má Júlíusson, framkvæmdastjóra ON, um óviðeigandi hegðun gagnvart kvenkyns starfsmönnum fyrirtækisins. Kom fram að Áslaug hefði ítrekað gert athugasemdir við þessa framkomu. Svo fór að Bjarna Má var vikið úr starfi framkvæmdastjóra ON og var vísað til óviðeigandi framkomu gagnvart samstarfsfólki. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sagði á blaðamannafundi í gær að úttekt innri endurskoðunar staðfesti að uppsagnir Áslaugar Thelmu og Bjarna Más hefðu verið réttmætar. Í þeirri útgáfu skýrslu innri endurskoðunar sem gerð hefur verið opinber er búið að fjarlægja kaflana sem snúa að Áslaugu Thelmu og Bjarna Má. „Niðurstaðan var sú að uppsagnirnar standist og það er bara ákvörðun sem búið er að taka. Menn komast ekki að niðurstöðu um að þetta sé réttmætt nema fara ítarlega í gegnum alla málavöxtu. Kjósi þessir aðilar hins vegar að tala við okkur eftir að þeir hafa farið yfir gögnin sem þeir fengu send erum við að sjálfsögðu reiðubúin til þess,“ segir Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR. Bjarni Már segist ósammála þeirri túlkun að uppsögn hans teljist réttmæt. „Innri endurskoðandi segir í raun og veru að uppsögn mín hafi verið lögmæt en ég er ekki búinn að rekast á það að hann segi að hún hafi verið réttmæt, sérstaklega ekki á þeim tíma þegar hún var framkvæmd. Það hefði verið mun eðlilegra þegar svona alvarlegar ásakanir eru bornar á fólk að gæta meðalhófs. Á þeim tímapunkti hefði mér þótt eðlilegast að stjórn ON hefði vikið mér tímabundið til hliðar meðan rannsóknin fór fram,“ segir Bjarni Már. Hann segist ekki sjá ástæðu til að gera þann hluta skýrslunnar sem snýr að honum opinberan. „Á þessari stundu er ég ekki tilbúinn til þess. Ég held það bæti engu við þessa umræðu eins og hún er í dag. Hún er svo úti um allt og verið að taka á mörgum málum.“ Aðspurður segist Bjarni Már ekki munu leita réttar síns fyrir dómstólum. „Það sem fólk gerir í svona málum þegar því finnst á æru sinni brotið, er að það fer það í meiðyrðamál. Niðurstaða slíkra mála er yfirleitt sú að orð eru dæmd dauð og ómerk. Það í raun og veru er skýrsla innri endurskoðunar búin að gera.“ Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Ég get ekki annað sagt en að ég sé sátt við niðurstöðurnar. Það sem mér finnst skipta svo miklu máli í þessu samhengi er það að við fengum innri endurskoðun til að ráðast í þessa miklu úttekt og núna munum við nota niðurstöðurnar og þær ábendingar sem koma fram í skýrslunni til að gera gott fyrirtæki enn betra,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, um úttekt innri endurskoðunar á vinnustaðamenningu og mannauðsmálum í fyrirtækinu. Tilefni úttektarinnar má rekja til uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur úr starfi hjá Orku náttúrunnar (ON) sem er dótturfélag OR. Áslaug Thelma og Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, sökuðu í kjölfarið Bjarna Má Júlíusson, framkvæmdastjóra ON, um óviðeigandi hegðun gagnvart kvenkyns starfsmönnum fyrirtækisins. Kom fram að Áslaug hefði ítrekað gert athugasemdir við þessa framkomu. Svo fór að Bjarna Má var vikið úr starfi framkvæmdastjóra ON og var vísað til óviðeigandi framkomu gagnvart samstarfsfólki. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sagði á blaðamannafundi í gær að úttekt innri endurskoðunar staðfesti að uppsagnir Áslaugar Thelmu og Bjarna Más hefðu verið réttmætar. Í þeirri útgáfu skýrslu innri endurskoðunar sem gerð hefur verið opinber er búið að fjarlægja kaflana sem snúa að Áslaugu Thelmu og Bjarna Má. „Niðurstaðan var sú að uppsagnirnar standist og það er bara ákvörðun sem búið er að taka. Menn komast ekki að niðurstöðu um að þetta sé réttmætt nema fara ítarlega í gegnum alla málavöxtu. Kjósi þessir aðilar hins vegar að tala við okkur eftir að þeir hafa farið yfir gögnin sem þeir fengu send erum við að sjálfsögðu reiðubúin til þess,“ segir Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR. Bjarni Már segist ósammála þeirri túlkun að uppsögn hans teljist réttmæt. „Innri endurskoðandi segir í raun og veru að uppsögn mín hafi verið lögmæt en ég er ekki búinn að rekast á það að hann segi að hún hafi verið réttmæt, sérstaklega ekki á þeim tíma þegar hún var framkvæmd. Það hefði verið mun eðlilegra þegar svona alvarlegar ásakanir eru bornar á fólk að gæta meðalhófs. Á þeim tímapunkti hefði mér þótt eðlilegast að stjórn ON hefði vikið mér tímabundið til hliðar meðan rannsóknin fór fram,“ segir Bjarni Már. Hann segist ekki sjá ástæðu til að gera þann hluta skýrslunnar sem snýr að honum opinberan. „Á þessari stundu er ég ekki tilbúinn til þess. Ég held það bæti engu við þessa umræðu eins og hún er í dag. Hún er svo úti um allt og verið að taka á mörgum málum.“ Aðspurður segist Bjarni Már ekki munu leita réttar síns fyrir dómstólum. „Það sem fólk gerir í svona málum þegar því finnst á æru sinni brotið, er að það fer það í meiðyrðamál. Niðurstaða slíkra mála er yfirleitt sú að orð eru dæmd dauð og ómerk. Það í raun og veru er skýrsla innri endurskoðunar búin að gera.“
Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48
Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00