Óeining um ritskoðaða Kínaleitarvél Google Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. nóvember 2018 06:45 Það eru ekki allir starfsmenn sáttir við áformin. Nordicphotos/Getty Djúp gjá hefur myndast á milli þeirra starfsmanna leitarvélarrisans Google sem eru hrifnir af þróun leitarvélar fyrir Kínamarkað og þeirra sem eru andvígir. Þetta kemur fram í umfjöllun hjá bæði Techcrunch og The Verge. Verkefnið, sem kallast Dragonfly, hefur verið umdeilt alveg frá því fyrst var fjallað um það í ágúst síðastliðnum. Kínversk leitarvél Google verður nefnilega ritskoðuð í takt við stefnu stjórnvalda. Með þróun leitarvélarinnar kemst Google hins vegar aftur inn á Kínamarkað eftir átta ára útlegð. Stjórnmálamenn á borð við varaforseta Bandaríkjanna, mannréttindabaráttufólk, fyrrverandi starfsmenn og fjölmargir aðrir hafa lýst yfir efasemdum sínum um siðferði verkefnisins. Google hefur ítrekað neitað að tjá sig um Dragonfly og hefur, samkvæmt The Verge, sagt að verkefnið sé á tilraunastigi og að leitarvélin sé ekki að fara í loftið í náinni framtíð. Strax í upphafi kröfðust um 1.400 starfsmenn Google þess í bréfi að fá frekari upplýsingar um verkefnið. Nú, mánuðum síðar, hafa um 530 starfsmenn undirritað bréf þar sem lýst er yfir andstöðu við Kínaleitarvélina. Flestir sem skrifa undir eru hugbúnaðarverkfræðingar og forritarar. „Við neitum að þróa tækni sem gerir valdafólki auðveldara að kúga hina berskjölduðu. Kínverska ríkisstjórnin er ekki sú eina sem vill hindra tjáningarfrelsið og nota eftirlitstækni til þess að bæla niður andstöðu. Markaðssetning Dragonfly í Kína myndi gefa hættulegt fordæmi og gera Google erfitt að neita fleiri ríkjum um að ritskoða leitir,“ sagði meðal annars í bréfinu. Á hinn bóginn hafa um 500 undirskriftir safnast innan Google til stuðnings Dragonfly. Techcrunch fékk afrit af bréfinu og var meginstefið það að verkefnið væri í samræmi við þá hugsjón Google að auka aðgengi að upplýsingum. „Hvergi eru fleiri internetnotendur en í Kína en samt stendur þjónusta Google Kínverjum ekki til boða. Þetta ástand gengur í berhögg við verkefni okkar sem gengur út á að gera upplýsingar aðgengilegar. Google ætti að halda áfram vinnu sinni að því að komast að því hvernig hægt er að bjóða kínverskum notendum þjónustu okkar,“ sagði í því bréfi. Birtist í Fréttablaðinu Kína Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Djúp gjá hefur myndast á milli þeirra starfsmanna leitarvélarrisans Google sem eru hrifnir af þróun leitarvélar fyrir Kínamarkað og þeirra sem eru andvígir. Þetta kemur fram í umfjöllun hjá bæði Techcrunch og The Verge. Verkefnið, sem kallast Dragonfly, hefur verið umdeilt alveg frá því fyrst var fjallað um það í ágúst síðastliðnum. Kínversk leitarvél Google verður nefnilega ritskoðuð í takt við stefnu stjórnvalda. Með þróun leitarvélarinnar kemst Google hins vegar aftur inn á Kínamarkað eftir átta ára útlegð. Stjórnmálamenn á borð við varaforseta Bandaríkjanna, mannréttindabaráttufólk, fyrrverandi starfsmenn og fjölmargir aðrir hafa lýst yfir efasemdum sínum um siðferði verkefnisins. Google hefur ítrekað neitað að tjá sig um Dragonfly og hefur, samkvæmt The Verge, sagt að verkefnið sé á tilraunastigi og að leitarvélin sé ekki að fara í loftið í náinni framtíð. Strax í upphafi kröfðust um 1.400 starfsmenn Google þess í bréfi að fá frekari upplýsingar um verkefnið. Nú, mánuðum síðar, hafa um 530 starfsmenn undirritað bréf þar sem lýst er yfir andstöðu við Kínaleitarvélina. Flestir sem skrifa undir eru hugbúnaðarverkfræðingar og forritarar. „Við neitum að þróa tækni sem gerir valdafólki auðveldara að kúga hina berskjölduðu. Kínverska ríkisstjórnin er ekki sú eina sem vill hindra tjáningarfrelsið og nota eftirlitstækni til þess að bæla niður andstöðu. Markaðssetning Dragonfly í Kína myndi gefa hættulegt fordæmi og gera Google erfitt að neita fleiri ríkjum um að ritskoða leitir,“ sagði meðal annars í bréfinu. Á hinn bóginn hafa um 500 undirskriftir safnast innan Google til stuðnings Dragonfly. Techcrunch fékk afrit af bréfinu og var meginstefið það að verkefnið væri í samræmi við þá hugsjón Google að auka aðgengi að upplýsingum. „Hvergi eru fleiri internetnotendur en í Kína en samt stendur þjónusta Google Kínverjum ekki til boða. Þetta ástand gengur í berhögg við verkefni okkar sem gengur út á að gera upplýsingar aðgengilegar. Google ætti að halda áfram vinnu sinni að því að komast að því hvernig hægt er að bjóða kínverskum notendum þjónustu okkar,“ sagði í því bréfi.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira