Fjölskylda týndu prinsessunnar áréttar að hún sé "heil á húfi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2018 23:30 Talið er að prinsessan hafi reynt að flýja Dubai til þess að öðlast meira frjálsræði erlendis Vísir Prinsessan Sheikha Latifa, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, er heil á húfi í faðmi fjölskyldu sinnar í Dúbaí, að því er segir í nýrri tilkynningu frá fjölskyldunni. Engar sannanir þess efnis hafa þó verið birtar en prinsessan reyndi að flýja frá fjölskyldu sinni fyrr á þessu ári.Sjá einnig: Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Í nýrri heimildarmynd breska ríkisútvarpsins BBC er sagt frá flóttatilraun Latifu, sem hún skipulagði á heilum sjö árum. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún varð uppvís að flóttanum í mars á þessu ári. Talið er að prinsessan hafi verið handsömuð er hún reyndi að flýja en vitni segja að yfirvöld í Dúbaí hafi sótt hana um borð í snekkju undan ströndum Indlands. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Latifu, sem faðir hennar forsætisráðherrann skrifar undir og send var út í vikunni, segir að prinsessan sé í öruggum höndum fjölskyldunnar í Dúbaí. Enn hefur þó ekki fengist staðfest með öðrum hætti að hún sé í raun heil á húfi. „(Latifa) og fjölskylda hennar hlakka til að fagna afmæli hennar í dag, í frið og ró, og byggja upp örugga og ánægjulega framtíð handa henni,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni en prinsessan varð 33 ára gömul í gær. Ljóst er að Latifa óttaðist hræðileg örlög, yrði hún handsömuð við flóttann. Í myndbandi sem sýnt er í heimildarmyndinni ræðir Latifa það sem hún ætti í vændum ef allt færi á versta veg. „Ef þú ert að horfa á þetta myndband þá er það ekki gott. Það þýðir að ég er annað hvort dáin eða í mjög, mjög slæmum aðstæðum,“ sagði Latifa. Myndbandið átti einungis að birta ef hún yrði handsömuð. Indland Mið-Austurlönd Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42 Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Ný heimildarmynd varpar ljósi á flóttatilraun prinsessunnar sem ekkert hefur spurst til síðan í mars á þessu ári. 4. desember 2018 23:15 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Prinsessan Sheikha Latifa, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, er heil á húfi í faðmi fjölskyldu sinnar í Dúbaí, að því er segir í nýrri tilkynningu frá fjölskyldunni. Engar sannanir þess efnis hafa þó verið birtar en prinsessan reyndi að flýja frá fjölskyldu sinni fyrr á þessu ári.Sjá einnig: Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Í nýrri heimildarmynd breska ríkisútvarpsins BBC er sagt frá flóttatilraun Latifu, sem hún skipulagði á heilum sjö árum. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún varð uppvís að flóttanum í mars á þessu ári. Talið er að prinsessan hafi verið handsömuð er hún reyndi að flýja en vitni segja að yfirvöld í Dúbaí hafi sótt hana um borð í snekkju undan ströndum Indlands. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Latifu, sem faðir hennar forsætisráðherrann skrifar undir og send var út í vikunni, segir að prinsessan sé í öruggum höndum fjölskyldunnar í Dúbaí. Enn hefur þó ekki fengist staðfest með öðrum hætti að hún sé í raun heil á húfi. „(Latifa) og fjölskylda hennar hlakka til að fagna afmæli hennar í dag, í frið og ró, og byggja upp örugga og ánægjulega framtíð handa henni,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni en prinsessan varð 33 ára gömul í gær. Ljóst er að Latifa óttaðist hræðileg örlög, yrði hún handsömuð við flóttann. Í myndbandi sem sýnt er í heimildarmyndinni ræðir Latifa það sem hún ætti í vændum ef allt færi á versta veg. „Ef þú ert að horfa á þetta myndband þá er það ekki gott. Það þýðir að ég er annað hvort dáin eða í mjög, mjög slæmum aðstæðum,“ sagði Latifa. Myndbandið átti einungis að birta ef hún yrði handsömuð.
Indland Mið-Austurlönd Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42 Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Ný heimildarmynd varpar ljósi á flóttatilraun prinsessunnar sem ekkert hefur spurst til síðan í mars á þessu ári. 4. desember 2018 23:15 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Vilja vita hvað varð um týnda prinsessu Ekkert hefur spurst til hennar frá því í mars. 5. maí 2018 22:42
Týnda prinsessan af Dúbaí hafði skipulagt flótta í sjö ár Ný heimildarmynd varpar ljósi á flóttatilraun prinsessunnar sem ekkert hefur spurst til síðan í mars á þessu ári. 4. desember 2018 23:15