Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2018 23:15 Meng Wanzhou var stöðvuð þegar hún millilenti í Kanada í upphafi mánaðarins. Vísir/Epa Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. BBC greinir frá.Meng var handtekinn er hún var á leið í tengiflug aðbeiðni bandarískra yfirvalda. Kínversk yfirvöld eru mjög ósátt við handtökuna og segja yfirvöld í Kanada hafa brotið á mannréttindum hennar.Ekki er mikið vitað um ástæðu handtökunnar en talið er líklegt að hún tengist rannsókn bandarískra yfirvalda á mögulegum brotum á viðskiptabanni við Íran.Þrátt fyrir að hafa verið handtekinn á laugardaginn var ekki greint frá handtökunni fyrr en í gær er hún mætti í dómsal.Trudeau segir að ríkisstjórn hans hafi vitað að til stæði að handtaka Meng en að ríkisstjórn hafi ekki fyrirskipað hana eða skipt sér af henni á neinn hátt. Huawei varð nýverið næst stærsti símaframleiðandi heimsins. Vestræn ríki hafa þó tekið upp á því að hætta að nota tækni og búnað Huawei vegna ásakana um að yfirvöld Kína stundi njósnir í gegnum fyrirtækið.AP/Ng Han GuanJohn Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagðist einnig hafa vitað af handtökunni fyrirfram en vildi lítið segja um hana. Hann sagði þó að árum saman hafi bandarísk yfirvöld óttast það að kínversk fyrirtæki væru að nota stolna tækni og þekkingu frá Bandaríkjunum. Sagði hann einnig að Huawei væri eitt af þeim fyrirtækjum sem bandarísk yfirvöld hefðu áhyggjur af í tengslum við þetta.Mun eflaust torvelda flóknar viðræður Kínversk yfirvöld hafa krafist skýringa á handtökunni frá yfirvöldum í Bandaríkjunum og Kanda og kallað eftir því að Meng verði sleppt úr haldi. Þá segist Huawei ekki hafa vitneskju um annað en að fyrirtækið hafi í hvívetna fylgt lögum og reglugerðum við starfsemi sína. Talið er að handtakan kunni að torvelda samningaviðræður kínverskra og bandarískra stjórnvalda. Þau reyna nú að ná lendingu í erfiðu viðskiptastríði sín á milli sem kostað hefur ríkin milljarða bandaríkjadala á síðustu mánuðum. Eftir fund Bandaríkja- og Kínaforseta á G20-ráðstefnunni á dögunum féllust ríkin á 90 daga „vopnahlé“ sem nýtt yrði til samningaviðræðna um framtíð viðskiptasambands þeirra. Miklar vonir eru bundnar við viðræðurnar en ekki verður séð að handtakan muni auðvelda þær á nokkurn hátt. Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Markaðir taka ekki vel í tíst Trump um að hann sé „tollamaður“ Svo virðist sem að viðskiptasamningur Kína og Bandaríkjanna sem hyllti undir um helgina séu í hættu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi út röð tísta um að hann væri "tollamaður“. Markaðir í Bandaríkjunum hafa hvorki tekið vel í tíst Trump né vangaveltur um að ekkert verði af samningum á milli ríkjanna tveggja. 4. desember 2018 20:42 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. BBC greinir frá.Meng var handtekinn er hún var á leið í tengiflug aðbeiðni bandarískra yfirvalda. Kínversk yfirvöld eru mjög ósátt við handtökuna og segja yfirvöld í Kanada hafa brotið á mannréttindum hennar.Ekki er mikið vitað um ástæðu handtökunnar en talið er líklegt að hún tengist rannsókn bandarískra yfirvalda á mögulegum brotum á viðskiptabanni við Íran.Þrátt fyrir að hafa verið handtekinn á laugardaginn var ekki greint frá handtökunni fyrr en í gær er hún mætti í dómsal.Trudeau segir að ríkisstjórn hans hafi vitað að til stæði að handtaka Meng en að ríkisstjórn hafi ekki fyrirskipað hana eða skipt sér af henni á neinn hátt. Huawei varð nýverið næst stærsti símaframleiðandi heimsins. Vestræn ríki hafa þó tekið upp á því að hætta að nota tækni og búnað Huawei vegna ásakana um að yfirvöld Kína stundi njósnir í gegnum fyrirtækið.AP/Ng Han GuanJohn Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, sagðist einnig hafa vitað af handtökunni fyrirfram en vildi lítið segja um hana. Hann sagði þó að árum saman hafi bandarísk yfirvöld óttast það að kínversk fyrirtæki væru að nota stolna tækni og þekkingu frá Bandaríkjunum. Sagði hann einnig að Huawei væri eitt af þeim fyrirtækjum sem bandarísk yfirvöld hefðu áhyggjur af í tengslum við þetta.Mun eflaust torvelda flóknar viðræður Kínversk yfirvöld hafa krafist skýringa á handtökunni frá yfirvöldum í Bandaríkjunum og Kanda og kallað eftir því að Meng verði sleppt úr haldi. Þá segist Huawei ekki hafa vitneskju um annað en að fyrirtækið hafi í hvívetna fylgt lögum og reglugerðum við starfsemi sína. Talið er að handtakan kunni að torvelda samningaviðræður kínverskra og bandarískra stjórnvalda. Þau reyna nú að ná lendingu í erfiðu viðskiptastríði sín á milli sem kostað hefur ríkin milljarða bandaríkjadala á síðustu mánuðum. Eftir fund Bandaríkja- og Kínaforseta á G20-ráðstefnunni á dögunum féllust ríkin á 90 daga „vopnahlé“ sem nýtt yrði til samningaviðræðna um framtíð viðskiptasambands þeirra. Miklar vonir eru bundnar við viðræðurnar en ekki verður séð að handtakan muni auðvelda þær á nokkurn hátt.
Bandaríkin Kanada Kína Tengdar fréttir Markaðir taka ekki vel í tíst Trump um að hann sé „tollamaður“ Svo virðist sem að viðskiptasamningur Kína og Bandaríkjanna sem hyllti undir um helgina séu í hættu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi út röð tísta um að hann væri "tollamaður“. Markaðir í Bandaríkjunum hafa hvorki tekið vel í tíst Trump né vangaveltur um að ekkert verði af samningum á milli ríkjanna tveggja. 4. desember 2018 20:42 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Markaðir taka ekki vel í tíst Trump um að hann sé „tollamaður“ Svo virðist sem að viðskiptasamningur Kína og Bandaríkjanna sem hyllti undir um helgina séu í hættu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi út röð tísta um að hann væri "tollamaður“. Markaðir í Bandaríkjunum hafa hvorki tekið vel í tíst Trump né vangaveltur um að ekkert verði af samningum á milli ríkjanna tveggja. 4. desember 2018 20:42
Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55
Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44