Olíuframleiðendur reyna að fá Rússa með sér í lið Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2018 16:49 Mohammed bin Salmann og Vladimir Pútín. Samkomulag mun velta á þeim. AP/Mikhail Klimentyev OPEC-ríkin og önnur ríki sem framleiða mikið af olíu vinna nú að því að ná samkomulagi um að draga úr framleiðslu olíu á heimsvísu. Markmið þeirra er að draga úr framleiðslu um minnst 1,3 milljónir tunna á dag, samkvæmt heimildum Reuters. Yfirvöld Rússlands hafa þó ekki viljað draga úr olíuframleiðslu og hefur það komið í veg fyrir samkomulag, enn sem komið er.Fundur OPEC mun fara fram í Vínarborg á fimmtudaginn og á föstudaginn en olíuverð hefur lækkað verulega að undanförnu. Með því að draga úr framleiðslu vilja ríkin koma í veg fyrir frekari lækkun og jafnvel ná fram verðhækkun. Síðast var dregið úr framleiðslu undir lok árs 2016 og þá um 1,8 milljónir tunna á dag. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér tíst í dag þar sem hann hvatti ríkin til að draga ekki úr framleiðslu. Hann hefur ítrekað haldið því fram að olíuverð sé of hátt en ein ástæða þess hve mikið olíuverð hefur lækkað er að olíuframleiðsla í Bandaríkjunum hefur aukist mikið. „Heimurinn vill ekki sjá og þarf ekki hærra olíuverð,“ sagði forsetinn.Hopefully OPEC will be keeping oil flows as is, not restricted. The World does not want to see, or need, higher oil prices! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 5, 2018Samkvæmt heimildum Bloomberg eru olíuframleiðendur ekki sammála um hve mikið á að draga úr framleiðslu. Þó séu þeir sammála um nauðsyn þess. Til greina hefur komið að hafa aðgerðirnar tímabundnar í þrjá til sex mánuði.Meðal þess sem deilt er um er hve mikið hver þjóð á að taka á sig. Rússar hafa stungið upp á því að minnka framleiðslu um 150 þúsund tunnur en Sádar segja það koma of mikið niður á þeim. Málið veltur í raun á þeim Vladimir Pútín, forseta Rússlands, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Þeir komust að samkomulagi um síðustu helgi um nánara samstarf varðandi olíuframleiðslu. Bensín og olía Mest lesið Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
OPEC-ríkin og önnur ríki sem framleiða mikið af olíu vinna nú að því að ná samkomulagi um að draga úr framleiðslu olíu á heimsvísu. Markmið þeirra er að draga úr framleiðslu um minnst 1,3 milljónir tunna á dag, samkvæmt heimildum Reuters. Yfirvöld Rússlands hafa þó ekki viljað draga úr olíuframleiðslu og hefur það komið í veg fyrir samkomulag, enn sem komið er.Fundur OPEC mun fara fram í Vínarborg á fimmtudaginn og á föstudaginn en olíuverð hefur lækkað verulega að undanförnu. Með því að draga úr framleiðslu vilja ríkin koma í veg fyrir frekari lækkun og jafnvel ná fram verðhækkun. Síðast var dregið úr framleiðslu undir lok árs 2016 og þá um 1,8 milljónir tunna á dag. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi frá sér tíst í dag þar sem hann hvatti ríkin til að draga ekki úr framleiðslu. Hann hefur ítrekað haldið því fram að olíuverð sé of hátt en ein ástæða þess hve mikið olíuverð hefur lækkað er að olíuframleiðsla í Bandaríkjunum hefur aukist mikið. „Heimurinn vill ekki sjá og þarf ekki hærra olíuverð,“ sagði forsetinn.Hopefully OPEC will be keeping oil flows as is, not restricted. The World does not want to see, or need, higher oil prices! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 5, 2018Samkvæmt heimildum Bloomberg eru olíuframleiðendur ekki sammála um hve mikið á að draga úr framleiðslu. Þó séu þeir sammála um nauðsyn þess. Til greina hefur komið að hafa aðgerðirnar tímabundnar í þrjá til sex mánuði.Meðal þess sem deilt er um er hve mikið hver þjóð á að taka á sig. Rússar hafa stungið upp á því að minnka framleiðslu um 150 þúsund tunnur en Sádar segja það koma of mikið niður á þeim. Málið veltur í raun á þeim Vladimir Pútín, forseta Rússlands, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Þeir komust að samkomulagi um síðustu helgi um nánara samstarf varðandi olíuframleiðslu.
Bensín og olía Mest lesið Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira