Osiris-Rex kemur að smástirninu Bennu Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 12:49 Átta myndir sem Osiris-Rex var skeytt saman í þessa háupplausnarmynd af Bennu. Myndirnar voru teknar í rúmlega 300 kílómetra fjarlægð í lok október. NASA/Goddard/University of Arizona Eftir rúmlega tveggja ára ferðalag kemur bandaríska geimfarið Osiris-Rex að smástirninu Bennu síðdegis að íslenskum tíma í dag. Geimfarið á að taka bergsýni úr smástirninu og koma með þau aftur til jarðar. Vonast er til þess að þau geti varpað frekara ljósi á hvernig sólkerfið okkar myndaðist. Osiris-Rex hóf för sína á Canaveral-höfða á Flórída í september árið 2016. Áfangastaður þess er smástirnið Bennu, kolsvart smástirni sem talið er að sé leifar frá upphafi sólkerfisins og nær ósnortið frá þeim tíma. Þangað kemur geimfarið síðar í dag. Hægt verður að fylgjast með komunni á sjónvarpsrás bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA frá 16:45 til 17:15 að íslenskum tíma. Í fyrstu flýgur Osiris-Rex aðeins í kringum Bennu og fikrar sig æ nær yfirborðinu. Við komuna í dag verður geimfarið í tæplega tuttugu kílómetra fjarlægð. Hringsólið í kringum smástirnið á að veita upplýsingar um massa, snúningshraða og lögun Bennu, að því er segir í frétt New York Times. Það er ekki fyrr en í janúar sem Osiris-Rex kemst á braut um Bennu. Þaðan heldur geimfarið athugunum áfram þar til reynt verður að skoppa því af yfirborðinu og safna sýnum um mitt ár 2020. Geimfarið mun sprauta köfnunarefnisgasi til að þyrla upp ryki og litlum steinum i þær þrjár til fimm sekúndur sem það snertir yfirborðið. Vonir standa til að þannig verði hægt að safna allt að tveimur kílóum af sýnum. Osiris-Rex flytur sýnin með sér þegar það yfirgefur Bennu árið 2021 og sleppa hylki með þeim þegar það flýgur fram hjá jörðinni í september tveimur árum síðar. Sýnin eiga að svífa mjúklega til jarðar með fallhlíf í eyðimörk Utah í Bandaríkjunum.Minjar um upphaf sólkerfisins og fyrstu lífrænu efnasamböndin Bennu fannst árið 1999 og er skilgreint sem smástirni í nágrenni jarðarinnar. Smástirnið er tæplega 500 metra breitt. Fjarlægur möguleiki er talinn á að það geti rekist á jörðina á 22. öldinni. Bennu er kolefnisríkt og er talið að það hafi lítið breyst frá því að sólkerfið myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Vísindamenn eru ekki síst spenntir fyrir því að rannsaka lífræn efnasambönd eins og amínósýrur sem talið er að séu þar að finna. Þannig geta rannsóknirnar varpað ljósi á myndun sólkerfisins okkar og hugsanlega hvernig lífið kviknaði og þróaðist á jörðinni. Japanska geimfarið Hayabusa safnaði ryki á smástirni og skilaði til jarðar árið 2005. Framhaldsleiðangurinn Hayabusa2 er nú á leiðinni til annars kolefnisríks smástirnis og er væntanlegt aftur til jarðar með sýni árið 2020. Osiris-Rex á hins vegar að ná meira magni af sýnum en japönsku geimförin. Bandaríkin Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir NASA sendir geimfar á loft í sjö ára leiðangur Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi í kvöld af stað geimfar í leiðangur sem vonast er til þess að muni varpa ljósi á það hvernig plánetur alheimsins verða til. 8. september 2016 23:30 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Eftir rúmlega tveggja ára ferðalag kemur bandaríska geimfarið Osiris-Rex að smástirninu Bennu síðdegis að íslenskum tíma í dag. Geimfarið á að taka bergsýni úr smástirninu og koma með þau aftur til jarðar. Vonast er til þess að þau geti varpað frekara ljósi á hvernig sólkerfið okkar myndaðist. Osiris-Rex hóf för sína á Canaveral-höfða á Flórída í september árið 2016. Áfangastaður þess er smástirnið Bennu, kolsvart smástirni sem talið er að sé leifar frá upphafi sólkerfisins og nær ósnortið frá þeim tíma. Þangað kemur geimfarið síðar í dag. Hægt verður að fylgjast með komunni á sjónvarpsrás bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA frá 16:45 til 17:15 að íslenskum tíma. Í fyrstu flýgur Osiris-Rex aðeins í kringum Bennu og fikrar sig æ nær yfirborðinu. Við komuna í dag verður geimfarið í tæplega tuttugu kílómetra fjarlægð. Hringsólið í kringum smástirnið á að veita upplýsingar um massa, snúningshraða og lögun Bennu, að því er segir í frétt New York Times. Það er ekki fyrr en í janúar sem Osiris-Rex kemst á braut um Bennu. Þaðan heldur geimfarið athugunum áfram þar til reynt verður að skoppa því af yfirborðinu og safna sýnum um mitt ár 2020. Geimfarið mun sprauta köfnunarefnisgasi til að þyrla upp ryki og litlum steinum i þær þrjár til fimm sekúndur sem það snertir yfirborðið. Vonir standa til að þannig verði hægt að safna allt að tveimur kílóum af sýnum. Osiris-Rex flytur sýnin með sér þegar það yfirgefur Bennu árið 2021 og sleppa hylki með þeim þegar það flýgur fram hjá jörðinni í september tveimur árum síðar. Sýnin eiga að svífa mjúklega til jarðar með fallhlíf í eyðimörk Utah í Bandaríkjunum.Minjar um upphaf sólkerfisins og fyrstu lífrænu efnasamböndin Bennu fannst árið 1999 og er skilgreint sem smástirni í nágrenni jarðarinnar. Smástirnið er tæplega 500 metra breitt. Fjarlægur möguleiki er talinn á að það geti rekist á jörðina á 22. öldinni. Bennu er kolefnisríkt og er talið að það hafi lítið breyst frá því að sólkerfið myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Vísindamenn eru ekki síst spenntir fyrir því að rannsaka lífræn efnasambönd eins og amínósýrur sem talið er að séu þar að finna. Þannig geta rannsóknirnar varpað ljósi á myndun sólkerfisins okkar og hugsanlega hvernig lífið kviknaði og þróaðist á jörðinni. Japanska geimfarið Hayabusa safnaði ryki á smástirni og skilaði til jarðar árið 2005. Framhaldsleiðangurinn Hayabusa2 er nú á leiðinni til annars kolefnisríks smástirnis og er væntanlegt aftur til jarðar með sýni árið 2020. Osiris-Rex á hins vegar að ná meira magni af sýnum en japönsku geimförin.
Bandaríkin Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir NASA sendir geimfar á loft í sjö ára leiðangur Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi í kvöld af stað geimfar í leiðangur sem vonast er til þess að muni varpa ljósi á það hvernig plánetur alheimsins verða til. 8. september 2016 23:30 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
NASA sendir geimfar á loft í sjö ára leiðangur Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi í kvöld af stað geimfar í leiðangur sem vonast er til þess að muni varpa ljósi á það hvernig plánetur alheimsins verða til. 8. september 2016 23:30