Greint var frá því í Fréttablaðinu að þingfundur muni hefjast á óhefðbundinn hátt en samkvæmt heimildum blaðsins mun Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, lesa stutta yfirlýsingu frá forseta vegna uppákomunnar á Klaustur bar.
Tveir þingmenn Miðflokksins, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, ætla að fara í leyfi vegna málsins og þá voru þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason reknir úr Flokki fólksins fyrir helgi en Ólafur er formaður þingflokks Flokks fólksins og Karl Gauti varaformaður.
Á dagskrá þingfundar er síðan óundirbúinn fyrirspurnatími, framhald 2. umræðu og atkvæðagreiðsla um veiðigjöld og svo fyrri umræða um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019 til 2023.
Fylgjast má með beinni útsendingu frá þingfundi í spilaranum hér fyrir neðan. Fundurinn hefst klukkan 15.