Forseta Íslands ofbauð ummæli sexmenninganna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. desember 2018 13:08 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tjáði sig um Klaustursupptökurnar. Vísir/EPA Guðni Th. Jóhannessyni forseta Íslands ofbauð ummæli sexmenninganna sem sátu að sumbli á Klausturbar þann 20. nóvember síðastliðinn. Hann tjáði sig um hneykslið í Silfrinu á Rúv í morgun. „Auðvitað ofbauð mér, eins og öllu fólki sem á þetta hlustaði. Orðfærið, virðingarleysið, sjálfsupphafningin. Og þetta er ekki leiðin til þess að auka traust landsmanna á Alþingi að viðhafa svona orðfæri sem er til merkis um einhvern undirliggjandi vanda,“ segir Guðni. Aðspurður hvernig hægt sé að endurreisa traust almennings á þingmönnum eftir þetta hneykslismál svaraði Guðni því til að sem betur færi byggjum við ekki í þannig samfélagi að sá eða sú sem þessu embætti gegnir segði þingmönnum fyrir verkum. Það sé allt á valdi kjósenda. „Og svo er nú samviskan það vald sem frjálsir menn hlýða. Þetta er eitt af okkar eilífðarverkefnum daginn út og daginn inn, að hugsa um það hvernig við getum orðið að liði.“ Það sé sérstaklega mikilvægt fyrir þjóðkjörna einstaklinga. „En ég held það yrði ekki til framdráttar góðum málstað ef ég færi að setja mig á afskaplega háan stall og segja öðrum til syndanna. En um leið leyfir maður sér að vona að fólk finni hjá sjálfu sér hvað það hefur gert og hvernig beri að bregðast við,“ segir Guðni. Forseti Íslands Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannessyni forseta Íslands ofbauð ummæli sexmenninganna sem sátu að sumbli á Klausturbar þann 20. nóvember síðastliðinn. Hann tjáði sig um hneykslið í Silfrinu á Rúv í morgun. „Auðvitað ofbauð mér, eins og öllu fólki sem á þetta hlustaði. Orðfærið, virðingarleysið, sjálfsupphafningin. Og þetta er ekki leiðin til þess að auka traust landsmanna á Alþingi að viðhafa svona orðfæri sem er til merkis um einhvern undirliggjandi vanda,“ segir Guðni. Aðspurður hvernig hægt sé að endurreisa traust almennings á þingmönnum eftir þetta hneykslismál svaraði Guðni því til að sem betur færi byggjum við ekki í þannig samfélagi að sá eða sú sem þessu embætti gegnir segði þingmönnum fyrir verkum. Það sé allt á valdi kjósenda. „Og svo er nú samviskan það vald sem frjálsir menn hlýða. Þetta er eitt af okkar eilífðarverkefnum daginn út og daginn inn, að hugsa um það hvernig við getum orðið að liði.“ Það sé sérstaklega mikilvægt fyrir þjóðkjörna einstaklinga. „En ég held það yrði ekki til framdráttar góðum málstað ef ég færi að setja mig á afskaplega háan stall og segja öðrum til syndanna. En um leið leyfir maður sér að vona að fólk finni hjá sjálfu sér hvað það hefur gert og hvernig beri að bregðast við,“ segir Guðni.
Forseti Íslands Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26
Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38