„Sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2018 14:49 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Eyþór Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir Sigrúnu Helgu Lund, sem sagði upp starfi sínu hjá Háskóla Íslands í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns, afar duglegan starfskraft og því hafi legið beint við að bjóða henni fullt starf hjá fyrirtækinu. Kári segir jafnframt að hver sá karlmaður sem abbist upp á Sigrúnu sé „bjáni“.Sjá einnig: Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði HÍ vegna skeytingarleysis stjórnenda skólans í máli um kynferðislega áreitni yfirmanns. Yfirmaðurinn sem málið snýr að er Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild HÍ, en hann hafnar alfarið ásökunum Sigrúnar um kynferðislega áreitni.Klaufaskapur rektors en ekki skilningsleysi Þá var greint frá því í dag að Kári Stefánsson hefði boðið Sigrúnu fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu í kjölfar starfsloka hennar hjá HÍ. Fréttastofa náði tali af Kára rétt áður en hann settist niður á fund með Sigrúnu og Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, en Sigrún hefur kallað eftir viðbrögðum frá stjórnendum skólans vegna málsins.Sigurður Yngvi hafnar alfarið ásökunum Sigrúnar Helgu um kynferðislega áreitni.Mynd/SamsettKári segir Sigrúnu afskaplega duglega og mjög góðan kennara. Hann segist þess jafnframt fullviss að Jón Atli verði skilningsríkur í garð Sigrúnar á fundinum. „Nú lenti hún í þessu máli sem siðanefnd dæmdi í og því miður þá hefur háskólarektor ekki brugðist við þessum dómi enn þá. Ég veit hins vegar fyrir víst að það var af klaufaskap en ekki vegna þess að hann hafi ekki fullan skilning á þessu máli og ég er handviss um að þegar við setjumst niður á eftir verður ekki mikill munur á skoðunum Sigrúnar og Jóns Atla,“ segir Kári. „Þar sem hún hefur reynst okkur vel í hlutastarfinu þá var það alveg sjálfsagt og eðlilegt að bjóða henni vinnu. En ég skil Sigrúnu mjög vel að hún hafi orðið óþolinmóð vegna þess hversu lengi það tók rektor að bregðast við þessu máli.“Mælir ekki með því að menn abbist upp á Sigrúnu Aðspurður segist Kári ekki hafa orðið vitni að því sjálfur þegar upp úr sauð í samskiptum Sigrúnar og Sigurðar. Hann segir þó ljóst að þar sem Sigrún sé margverðlaunaður glímukappi beri mönnum að abbast ekki upp á hana. „En sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni, vegna þess að hún er margfaldur meistari í glímu. Þannig að menn eiga að umgangast hana af fyllstu kurteisi.“ Ekki hefur náðst í Jón Atla Benediktsson rektor Háskóla Íslands vegna máls Sigrúnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. MeToo Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir Sigrúnu Helgu Lund, sem sagði upp starfi sínu hjá Háskóla Íslands í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns, afar duglegan starfskraft og því hafi legið beint við að bjóða henni fullt starf hjá fyrirtækinu. Kári segir jafnframt að hver sá karlmaður sem abbist upp á Sigrúnu sé „bjáni“.Sjá einnig: Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði HÍ vegna skeytingarleysis stjórnenda skólans í máli um kynferðislega áreitni yfirmanns. Yfirmaðurinn sem málið snýr að er Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild HÍ, en hann hafnar alfarið ásökunum Sigrúnar um kynferðislega áreitni.Klaufaskapur rektors en ekki skilningsleysi Þá var greint frá því í dag að Kári Stefánsson hefði boðið Sigrúnu fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu í kjölfar starfsloka hennar hjá HÍ. Fréttastofa náði tali af Kára rétt áður en hann settist niður á fund með Sigrúnu og Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, en Sigrún hefur kallað eftir viðbrögðum frá stjórnendum skólans vegna málsins.Sigurður Yngvi hafnar alfarið ásökunum Sigrúnar Helgu um kynferðislega áreitni.Mynd/SamsettKári segir Sigrúnu afskaplega duglega og mjög góðan kennara. Hann segist þess jafnframt fullviss að Jón Atli verði skilningsríkur í garð Sigrúnar á fundinum. „Nú lenti hún í þessu máli sem siðanefnd dæmdi í og því miður þá hefur háskólarektor ekki brugðist við þessum dómi enn þá. Ég veit hins vegar fyrir víst að það var af klaufaskap en ekki vegna þess að hann hafi ekki fullan skilning á þessu máli og ég er handviss um að þegar við setjumst niður á eftir verður ekki mikill munur á skoðunum Sigrúnar og Jóns Atla,“ segir Kári. „Þar sem hún hefur reynst okkur vel í hlutastarfinu þá var það alveg sjálfsagt og eðlilegt að bjóða henni vinnu. En ég skil Sigrúnu mjög vel að hún hafi orðið óþolinmóð vegna þess hversu lengi það tók rektor að bregðast við þessu máli.“Mælir ekki með því að menn abbist upp á Sigrúnu Aðspurður segist Kári ekki hafa orðið vitni að því sjálfur þegar upp úr sauð í samskiptum Sigrúnar og Sigurðar. Hann segir þó ljóst að þar sem Sigrún sé margverðlaunaður glímukappi beri mönnum að abbast ekki upp á hana. „En sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni, vegna þess að hún er margfaldur meistari í glímu. Þannig að menn eiga að umgangast hana af fyllstu kurteisi.“ Ekki hefur náðst í Jón Atla Benediktsson rektor Háskóla Íslands vegna máls Sigrúnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
MeToo Tengdar fréttir Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33 Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Kári stendur með Sigrúnu og bauð henni fullt starf hjá Íslenskri erfðagreiningu Sigrún greindi frá því í morgun að hún hefði sagt upp prófessorsstöðu við Háskóla Íslands vegna áreitni af hálfu yfirmanns. 19. desember 2018 13:33
Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41
Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48