Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2018 09:03 Gracie Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. Maðurinn er grunaður um að hafa myrt hina 22 ára gömlu Grace Millane sem var á ferðalagi ein síns liðs um Nýja-Sjáland en hvarf í byrjun mánaðarins. Hún fannst svo látin skammt frá höfuðborg Nýja-Sjálands, Auckland. Þann 10. desember var hinn grunaði í málinu leiddur fyrir dómara sem úrskurðaði hann í gæsluvarðhald. Dómarinn úrskurðaði einnig að nafn mannsins mætti ekki gefa upp að svo stöddu á grundvelli laga um nafnleynd. Google fór gegn þeim úrskurði þegar það sendi tölvupóst til þeirra sem voru á póstlista yfir vinsæl leitarorð tengd Nýja-Sjálandi. Nafn mannsins birtist í titli tölvupóstsins en Google segir að leitað hafi verið oftar en 100 þúsund sinnum að nafninu. Yfirvöld í Nýja-Sjálandi líta málið alvarlegum augum. Google segir að nafnið hafi verið birt fyrir mistök. Fyrirtækið hafi brugðist við um leið og það fékk vitneskju um dómsúrskurðinn en það var fjórum dögum eftir að hann var kveðinn upp. Andrew Little, dómsmálaráðherra Nýja-Sjálands, fundaði með yfirmönnum Google í Nýja-Sjálandi. „Þeir bentu á einhverja erfiðleika sem þeir eiga við að etja vegna þessa. Ég sagði að ég hefði einfaldlega ekki skilning á því. Ég verð að sjá til þess að dómsúrskurðum sé framfylgt um leið og þeir hafa verið kveðnir upp,“ er haft eftir Little á vef Guardian. Þá hefur ráðherrann einnig ávítt nokkra breska fjölmiðla sem einnig birtu nafn mannsins. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. Maðurinn er grunaður um að hafa myrt hina 22 ára gömlu Grace Millane sem var á ferðalagi ein síns liðs um Nýja-Sjáland en hvarf í byrjun mánaðarins. Hún fannst svo látin skammt frá höfuðborg Nýja-Sjálands, Auckland. Þann 10. desember var hinn grunaði í málinu leiddur fyrir dómara sem úrskurðaði hann í gæsluvarðhald. Dómarinn úrskurðaði einnig að nafn mannsins mætti ekki gefa upp að svo stöddu á grundvelli laga um nafnleynd. Google fór gegn þeim úrskurði þegar það sendi tölvupóst til þeirra sem voru á póstlista yfir vinsæl leitarorð tengd Nýja-Sjálandi. Nafn mannsins birtist í titli tölvupóstsins en Google segir að leitað hafi verið oftar en 100 þúsund sinnum að nafninu. Yfirvöld í Nýja-Sjálandi líta málið alvarlegum augum. Google segir að nafnið hafi verið birt fyrir mistök. Fyrirtækið hafi brugðist við um leið og það fékk vitneskju um dómsúrskurðinn en það var fjórum dögum eftir að hann var kveðinn upp. Andrew Little, dómsmálaráðherra Nýja-Sjálands, fundaði með yfirmönnum Google í Nýja-Sjálandi. „Þeir bentu á einhverja erfiðleika sem þeir eiga við að etja vegna þessa. Ég sagði að ég hefði einfaldlega ekki skilning á því. Ég verð að sjá til þess að dómsúrskurðum sé framfylgt um leið og þeir hafa verið kveðnir upp,“ er haft eftir Little á vef Guardian. Þá hefur ráðherrann einnig ávítt nokkra breska fjölmiðla sem einnig birtu nafn mannsins.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15
„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31