Lokanir í miðbænum á Þorláksmessu að venju Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. desember 2018 06:45 Frá friðargöngunni á Laugavegi á Þorláksmessu 2015. Fréttablaðið/Stefán „Stundum fer maður þótt maður eigi ekkert annað erindi en að upplifa stemninguna,“ segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, um andrúmsloftið sem jafnan er í miðbæ Reykjavíkur á Þorlákssmessu. Takmarkanir á umferð verða talsverðar í miðborginni á Þorláksmessu eins og oft áður og göngusvæðið stærra en jafnan. Frá klukkan ellefu verður Laugavegur lokaður frá Vatnsstíg og Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti og niður Bankastræti að Þingholtsstræti. Búist er við fjölda fólks í miðbæinn en Elfa segist ekki hafa á reiðum höndum hversu margir séu þar yfirleitt á Þorláksmessu. „En ef það er gott veður þá getur þetta alveg verið á við Menningarótt,“ segir hún. Og í gærkvöldi var veðurspáin býsna góð fyrir Þorláksmessukvöld í höfuðborginni, tveggja stiga hiti og hægur vindur klukkan 18.00. Sumir verslunareigendur hafa sett sig upp á móti götulokunum í miðbænum en Elfa telur það ekki eiga við um Þorláksmessu. „Það er bara svo mikil hefð fyrir því að fara gangandi niður Laugaveginn og um miðborgina á Þorláksmessu.“ Þegar líður að kvöldi verða lokanirnar umfangsmeiri því frá klukkan 18.00 ná þær að mótum Barónsstígs og Laugavegs, auk þess sem kaflinn frá Barónsstíg að Snorrabraut verður líka lokaður frá klukkan 17.00 til 18.00 vegna upphafs hinnar árlegu friðargöngu niður Laugaveg. Fyrir friðargöngunni stendur samstarfshópur ýmissa hreyfinga friðarsinna. Hún verður nú gengin í 39. árið í röð. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segist sérstaklega vilja minna á bílastæðahús sem stundum gleymist; við Vitatorg og undir Arnarhóli. Einnig benda borgaryfirvöld á almenningssamgöngur þennan dag. Auk hefðbundinna verslana sem hafa opið til klukkan ellefu er jólmarkaður starfandi í Hjartagarðinum. Á Ingólfstorgi geta þeir sprækustu brugðið undir sig betri fætinum á skautasvelli sem þar var nýlega sett upp. Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
„Stundum fer maður þótt maður eigi ekkert annað erindi en að upplifa stemninguna,“ segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, um andrúmsloftið sem jafnan er í miðbæ Reykjavíkur á Þorlákssmessu. Takmarkanir á umferð verða talsverðar í miðborginni á Þorláksmessu eins og oft áður og göngusvæðið stærra en jafnan. Frá klukkan ellefu verður Laugavegur lokaður frá Vatnsstíg og Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti og niður Bankastræti að Þingholtsstræti. Búist er við fjölda fólks í miðbæinn en Elfa segist ekki hafa á reiðum höndum hversu margir séu þar yfirleitt á Þorláksmessu. „En ef það er gott veður þá getur þetta alveg verið á við Menningarótt,“ segir hún. Og í gærkvöldi var veðurspáin býsna góð fyrir Þorláksmessukvöld í höfuðborginni, tveggja stiga hiti og hægur vindur klukkan 18.00. Sumir verslunareigendur hafa sett sig upp á móti götulokunum í miðbænum en Elfa telur það ekki eiga við um Þorláksmessu. „Það er bara svo mikil hefð fyrir því að fara gangandi niður Laugaveginn og um miðborgina á Þorláksmessu.“ Þegar líður að kvöldi verða lokanirnar umfangsmeiri því frá klukkan 18.00 ná þær að mótum Barónsstígs og Laugavegs, auk þess sem kaflinn frá Barónsstíg að Snorrabraut verður líka lokaður frá klukkan 17.00 til 18.00 vegna upphafs hinnar árlegu friðargöngu niður Laugaveg. Fyrir friðargöngunni stendur samstarfshópur ýmissa hreyfinga friðarsinna. Hún verður nú gengin í 39. árið í röð. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segist sérstaklega vilja minna á bílastæðahús sem stundum gleymist; við Vitatorg og undir Arnarhóli. Einnig benda borgaryfirvöld á almenningssamgöngur þennan dag. Auk hefðbundinna verslana sem hafa opið til klukkan ellefu er jólmarkaður starfandi í Hjartagarðinum. Á Ingólfstorgi geta þeir sprækustu brugðið undir sig betri fætinum á skautasvelli sem þar var nýlega sett upp.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira