Líkamlega örþreytt en andlega hamingjusöm eftir gærdaginn Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2018 06:45 Bára Halldórsdóttir og bakland hennar í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú. Vísir/Vilhelm Fjölmenni beið Báru Halldórsdóttur, sem hljóðritaði samtal þingmanna á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn, er hún gekk inn í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Fólk hvatti hana til dáða og sýndi henni stuðning með nærveru sinni. Fjórir þingmenn Miðflokksins kanna nú grundvöll þess að höfða einkamál gegn Báru vegna hljóðupptökunnar. Lögmaður fjórmenninganna, Reimar Snæfells Pétursson, fór fram á að myndefni úr eftirlitsmyndavélum yrði rannsakað til að varpa ljósi á málið. Þannig megi sjá hvernig Bára hafi haldið upptökunni leyndri frá þingmönnunum, hvaða aðferðum hún beitti og hversu sterkur ásetningur hennar var. Bára segir samvisku sína hreina og segir að málið hljóti á einhvern hátt að leysast farsællega. Þegar Fréttablaðið náði tali af henni að kvöldi dags var hún þreytt. „Ég er þreytt eftir daginn, þetta tekur á fyrir líkamann minn en andlega er ég voðalega hamingjusöm,“ segir Bára. „Þetta var voðalega spes tilfinning að vera í héraðsdómnum. Ég sat þarna og þurfti ekkert að segja neitt. Það var fallegt að sjá svona marga með mér,“ segir Bára. „Til þess að gera svona hluti þarf ég að taka svolítið af lyfjum og það er erfitt fyrir mig að sitja svona lengi og svo stóð ég lengi að tala við blaðamenn bæði fyrir og eftir. Þetta er svolítil vinna fyrir kroppinn minn en það er bara þannig að stundum þarf að gera meira á sumum dögum en öðrum.“ Bára segir þessa daga hafa verið skringilega og að hún hafi ekki búist við því að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í réttarsalinn í gær. „Nei, ég bjóst svo sem ekki við að þessir menn myndu láta sjá sig. Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“ spyr Bára. „Ég er ekki smeyk eftir þetta og er bara áhugasöm um að sjá hvað dómarinn kemur með þarna á föstudaginn. Ég finn fyrir svo miklum stuðningi í samfélaginu að þetta hlýtur bara að leysast einhvern veginn.“ Bára segir ólíklegt að þessi vegferð þingmannanna eigi eftir að gera þeim gott. Í raun og veru finnist henni þetta ekki gera neitt nema að draga þeirra málstað niður. „Þetta er voðalega niðurdrepandi hjá þeim. Ég kannski sé þetta bara frá mínu sjónarhorni og kannski er einhver partur þjóðarinnar sem styður þá í þessu og finnst þetta flott hjá þeim en ég er ekkert að rekast mikið á það og sé það ekki sjálf,“ segir Bára Halldórsdóttir. Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36 Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59 Ætla að sýna Báru stuðning fyrir utan héraðsdóm í dag Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. 17. desember 2018 07:28 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Fjölmenni beið Báru Halldórsdóttur, sem hljóðritaði samtal þingmanna á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn, er hún gekk inn í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Fólk hvatti hana til dáða og sýndi henni stuðning með nærveru sinni. Fjórir þingmenn Miðflokksins kanna nú grundvöll þess að höfða einkamál gegn Báru vegna hljóðupptökunnar. Lögmaður fjórmenninganna, Reimar Snæfells Pétursson, fór fram á að myndefni úr eftirlitsmyndavélum yrði rannsakað til að varpa ljósi á málið. Þannig megi sjá hvernig Bára hafi haldið upptökunni leyndri frá þingmönnunum, hvaða aðferðum hún beitti og hversu sterkur ásetningur hennar var. Bára segir samvisku sína hreina og segir að málið hljóti á einhvern hátt að leysast farsællega. Þegar Fréttablaðið náði tali af henni að kvöldi dags var hún þreytt. „Ég er þreytt eftir daginn, þetta tekur á fyrir líkamann minn en andlega er ég voðalega hamingjusöm,“ segir Bára. „Þetta var voðalega spes tilfinning að vera í héraðsdómnum. Ég sat þarna og þurfti ekkert að segja neitt. Það var fallegt að sjá svona marga með mér,“ segir Bára. „Til þess að gera svona hluti þarf ég að taka svolítið af lyfjum og það er erfitt fyrir mig að sitja svona lengi og svo stóð ég lengi að tala við blaðamenn bæði fyrir og eftir. Þetta er svolítil vinna fyrir kroppinn minn en það er bara þannig að stundum þarf að gera meira á sumum dögum en öðrum.“ Bára segir þessa daga hafa verið skringilega og að hún hafi ekki búist við því að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í réttarsalinn í gær. „Nei, ég bjóst svo sem ekki við að þessir menn myndu láta sjá sig. Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“ spyr Bára. „Ég er ekki smeyk eftir þetta og er bara áhugasöm um að sjá hvað dómarinn kemur með þarna á föstudaginn. Ég finn fyrir svo miklum stuðningi í samfélaginu að þetta hlýtur bara að leysast einhvern veginn.“ Bára segir ólíklegt að þessi vegferð þingmannanna eigi eftir að gera þeim gott. Í raun og veru finnist henni þetta ekki gera neitt nema að draga þeirra málstað niður. „Þetta er voðalega niðurdrepandi hjá þeim. Ég kannski sé þetta bara frá mínu sjónarhorni og kannski er einhver partur þjóðarinnar sem styður þá í þessu og finnst þetta flott hjá þeim en ég er ekkert að rekast mikið á það og sé það ekki sjálf,“ segir Bára Halldórsdóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36 Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59 Ætla að sýna Báru stuðning fyrir utan héraðsdóm í dag Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. 17. desember 2018 07:28 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36
Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59
Ætla að sýna Báru stuðning fyrir utan héraðsdóm í dag Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. 17. desember 2018 07:28