Heimsmeistarinn slapp með skrekkinn og eina konan er úr leik á HM í pílu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2018 10:44 Lisa Ashton var eina konan í úrslitum HM í pílu í ár. Vísir/Getty Heimsmeistaramótið í pílu hófst í gærkvöldi með fjórum viðureignum í 64 manna úrslitum og flestar augu voru örugglega á ríkjandi heimsmeistara og einu konunni sem komst í úrslitakeppnina í ár. Eins og alltaf á þessum tíma ársins þá keppa besta pílufólk heims um heimsmeistaratitilinn og að þessu sinni er keppt um 2019 titilinn. Úrslitaleikur mótsins fer fram 1. janúar næstkomandi. Stöð 2 Sport fylgist vel með heimsmeistaramótinu að þessu sinni og eru beinar útsendingar á næstum því hverjum degi fram á nýársdag. Heimsmeistarinn Rob Cross frá Englandi tapaði fyrsta setti 3-0 á móti Hollendingnum Jeffrey de Zwaan en tókst að merja 3-2 sigur í setti tvö og tryggði sér síðan sæti í 32 manna úrslitum með því að vinna þriðja og fjórða settið 3-1. Jeffrey de Zwaan hafði fyrr um kvöldið slegið út Nitin Kumar frá Indlandi. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af Rob Cross í gær. Lisa Ashton var eina konan sem keppir í úrslitunum í ár og hún byrjaði frábærlega á móti Hollendingnum Jan Dekker með því að vinna fyrsta settið 3-0. Jan Dekker var brugðið enda fékk Lisa mikinn stuðning í salnum en Hollendingnum tókst engu að síður að koma sterkur til baka og vinna þrjú sett í röð, 3-0, 3-2 og 3-1. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af Jan Dekker og Lisa Ashton í gær. Cody Harris frá Nýja Sjálandi komst einnig áfram í gær. Cody Harris vann frekar óvæntan sigur á Martin Schindler frá Þýskalandi í jöfnum og skemmtilegum leik. Úrslitin réðust ekki fyrr en í oddasettinu sem Harris vann 3-1. Átta viðureignir fara fram í dag, sex í 64 manna úrslitum og tvær í 32 manna úrslitum. 32 bestu pílararnir sátu hjá í fyrstu umferðinni. Tvær útsendingar verða frá HM í pílu á Stöð 2 Sport 2 í dag. Sú fyrri klukkan 12.30 og sú seinni klukkan 19.00. Aðrar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Heimsmeistaramótið í pílu hófst í gærkvöldi með fjórum viðureignum í 64 manna úrslitum og flestar augu voru örugglega á ríkjandi heimsmeistara og einu konunni sem komst í úrslitakeppnina í ár. Eins og alltaf á þessum tíma ársins þá keppa besta pílufólk heims um heimsmeistaratitilinn og að þessu sinni er keppt um 2019 titilinn. Úrslitaleikur mótsins fer fram 1. janúar næstkomandi. Stöð 2 Sport fylgist vel með heimsmeistaramótinu að þessu sinni og eru beinar útsendingar á næstum því hverjum degi fram á nýársdag. Heimsmeistarinn Rob Cross frá Englandi tapaði fyrsta setti 3-0 á móti Hollendingnum Jeffrey de Zwaan en tókst að merja 3-2 sigur í setti tvö og tryggði sér síðan sæti í 32 manna úrslitum með því að vinna þriðja og fjórða settið 3-1. Jeffrey de Zwaan hafði fyrr um kvöldið slegið út Nitin Kumar frá Indlandi. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af Rob Cross í gær. Lisa Ashton var eina konan sem keppir í úrslitunum í ár og hún byrjaði frábærlega á móti Hollendingnum Jan Dekker með því að vinna fyrsta settið 3-0. Jan Dekker var brugðið enda fékk Lisa mikinn stuðning í salnum en Hollendingnum tókst engu að síður að koma sterkur til baka og vinna þrjú sett í röð, 3-0, 3-2 og 3-1. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af Jan Dekker og Lisa Ashton í gær. Cody Harris frá Nýja Sjálandi komst einnig áfram í gær. Cody Harris vann frekar óvæntan sigur á Martin Schindler frá Þýskalandi í jöfnum og skemmtilegum leik. Úrslitin réðust ekki fyrr en í oddasettinu sem Harris vann 3-1. Átta viðureignir fara fram í dag, sex í 64 manna úrslitum og tvær í 32 manna úrslitum. 32 bestu pílararnir sátu hjá í fyrstu umferðinni. Tvær útsendingar verða frá HM í pílu á Stöð 2 Sport 2 í dag. Sú fyrri klukkan 12.30 og sú seinni klukkan 19.00.
Aðrar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira