„Mjög þungt hljóð í félagsmönnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2018 16:51 WOW air sagði upp hundruð starfsmanna í dag. Vísir/Vilhelm Orri Þrastarson, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands, segir mjög þungt hljóð í félagsmönnum eftir daginn í dag en fjörutíu fastráðnir flugliðar hjá WOW air misstu vinnuna í dag auk tuga annarra sem voru með tímabundna sem verða ekki endurnýjaðir. Alls misstu á fjórða hundrað starfsmanna WOW vinnuna í dag; 111 fastráðnir starfsmenn og yfir 200 verktakar og starfsmenn á tímabundnum samningum fá þá samninga ekki endurnýjaða. „Þetta er ekki skemmtilegur dagur,“ segir Orri í samtali við Vísi. Hann segir uppsagnirnar koma á vondum tíma, svona rétt fyrir jól. „Það er mjög þungt hljóð í félagsmönnum. Þetta er rétt fyrir jól og kemur á vondum tíma. Hugur okkar er hjá félagsmönnum og við höfum virkjað okkar trúnaðarmenn.“ Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, sagði að dagurinn væri sá erfiðasti í sögu fyrirtækisins. Það væri hins vegar nauðsynlegt að grípa til hagræðingaraðgerða, uppsagna, fækkunar flugvéla og einföldunar á leiðakerfi, til að tryggja framtíð félagsins. WOW air á nú í samningaviðræðum við Indigo Partners um að það fjárfesti í flugfélaginu. Skúli sagði í samtali við fréttastofu í dag ekki lægi fyrir hvenær þeim viðræðum myndi ljúka. Vinnan í viðræðunum gangi hins vegar vel. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, sagði í samtali við Vísi í dag að hann teldi Skúla ekki hafa langan tíma til þess að semja við Indigo. „Ég myndi segja að þetta þyrfti að klárast allavega fyrir áramót,“ sagði Sveinn. WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Orri Þrastarson, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands, segir mjög þungt hljóð í félagsmönnum eftir daginn í dag en fjörutíu fastráðnir flugliðar hjá WOW air misstu vinnuna í dag auk tuga annarra sem voru með tímabundna sem verða ekki endurnýjaðir. Alls misstu á fjórða hundrað starfsmanna WOW vinnuna í dag; 111 fastráðnir starfsmenn og yfir 200 verktakar og starfsmenn á tímabundnum samningum fá þá samninga ekki endurnýjaða. „Þetta er ekki skemmtilegur dagur,“ segir Orri í samtali við Vísi. Hann segir uppsagnirnar koma á vondum tíma, svona rétt fyrir jól. „Það er mjög þungt hljóð í félagsmönnum. Þetta er rétt fyrir jól og kemur á vondum tíma. Hugur okkar er hjá félagsmönnum og við höfum virkjað okkar trúnaðarmenn.“ Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, sagði að dagurinn væri sá erfiðasti í sögu fyrirtækisins. Það væri hins vegar nauðsynlegt að grípa til hagræðingaraðgerða, uppsagna, fækkunar flugvéla og einföldunar á leiðakerfi, til að tryggja framtíð félagsins. WOW air á nú í samningaviðræðum við Indigo Partners um að það fjárfesti í flugfélaginu. Skúli sagði í samtali við fréttastofu í dag ekki lægi fyrir hvenær þeim viðræðum myndi ljúka. Vinnan í viðræðunum gangi hins vegar vel. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, sagði í samtali við Vísi í dag að hann teldi Skúla ekki hafa langan tíma til þess að semja við Indigo. „Ég myndi segja að þetta þyrfti að klárast allavega fyrir áramót,“ sagði Sveinn.
WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 „Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52
„Erfiðasti dagurinn í sögu WOW air“ 111 fastráðnum starfsmönnum WOW Air var í dag sagt upp störfum og ná uppsagnir þvert á fyrirtækið. 13. desember 2018 11:04