Önnur skotárásin á skömmum tíma í Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2018 11:27 Árásin beindist að fólki við strætóskýli nærri bæjunum Silwad og Ofra, norður af Jerúsalem. AP/Mahmoud Illean Tveir Ísraelar hafa verið skotnir til bana og nokkrir særðir, þar af einhverjir alvarlega, á Vesturbakkanum í Ísrael. Árásin beindist að fólki við strætóskýli nærri bæjunum Silwad og Ofra, norður af Jerúsalem. Það er skammt frá stað þar sem sambærileg árás var gerð fyrr í vikunni. Her Ísrael segir að árásarmaður hafi stigið úr bíl við skýlið og skotið að hóp fólks. Bæði hermönnum og almennum borgurum. Bílnum var svo ekið á brott og miðlar á svæðinu segja hann hafa verið yfirgefinn skammt frá og að árásarmaðurinn og ökumaður bílsins hafi flúið á hlaupum. Tveir létust á staðnum og tveir eru alvarlega særðir. Á sunnudaginn skutu menn úr bíl á hóp fólks við strætóskýli sem er í um eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá árásarstaðnum í dag. Þá varð ólétt kona, sem var komin sjö mánuði á leið, fyrir skoti og dó barn hennar.Samkvæmt Times of Israel er ekki vitað með vissu hvort sami hópurinn hafi verið að verki í báðum árásunum. Hamas samtökin hafa hrósað árás dagsins en hafa ekki lýst yfir ábyrgð á henni.Talsmaður samtakanna sagði á Twitter að árásin, sem hann lýsti sem hetjulegri, hefði verið framkvæmd vegna hernáms Ísrael og að ungt fólk og menn Vesturbakkans myndu ávallt vera uppreisnarmenn á meðan á hernáminu stæði. Ísraelsmenn hafa komið fyrir vegatálmum í borginni Ramallah, sem er nærri þeim stöðum þar sem áðurnefndar árásir voru gerðar, og stendur yfir leit að árásarmönnunum. Þá hafa fregnir borist af áhlaupum og húsleitum hermanna í borginni. Mið-Austurlönd Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Tveir Ísraelar hafa verið skotnir til bana og nokkrir særðir, þar af einhverjir alvarlega, á Vesturbakkanum í Ísrael. Árásin beindist að fólki við strætóskýli nærri bæjunum Silwad og Ofra, norður af Jerúsalem. Það er skammt frá stað þar sem sambærileg árás var gerð fyrr í vikunni. Her Ísrael segir að árásarmaður hafi stigið úr bíl við skýlið og skotið að hóp fólks. Bæði hermönnum og almennum borgurum. Bílnum var svo ekið á brott og miðlar á svæðinu segja hann hafa verið yfirgefinn skammt frá og að árásarmaðurinn og ökumaður bílsins hafi flúið á hlaupum. Tveir létust á staðnum og tveir eru alvarlega særðir. Á sunnudaginn skutu menn úr bíl á hóp fólks við strætóskýli sem er í um eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá árásarstaðnum í dag. Þá varð ólétt kona, sem var komin sjö mánuði á leið, fyrir skoti og dó barn hennar.Samkvæmt Times of Israel er ekki vitað með vissu hvort sami hópurinn hafi verið að verki í báðum árásunum. Hamas samtökin hafa hrósað árás dagsins en hafa ekki lýst yfir ábyrgð á henni.Talsmaður samtakanna sagði á Twitter að árásin, sem hann lýsti sem hetjulegri, hefði verið framkvæmd vegna hernáms Ísrael og að ungt fólk og menn Vesturbakkans myndu ávallt vera uppreisnarmenn á meðan á hernáminu stæði. Ísraelsmenn hafa komið fyrir vegatálmum í borginni Ramallah, sem er nærri þeim stöðum þar sem áðurnefndar árásir voru gerðar, og stendur yfir leit að árásarmönnunum. Þá hafa fregnir borist af áhlaupum og húsleitum hermanna í borginni.
Mið-Austurlönd Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira