Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. desember 2018 07:00 Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei. Fréttablaðið/EPA Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag í von um að verða leyst úr haldi gegn tryggingu. Wanzhou var handtekin í upphafi mánaðar. Upphaflega var talið að ástæðan tengdist meintum brotum Huawei á viðskiptaþvingunum gegn Íran og jafnvel Norður-Kóreu. Vancouver Star greindi svo frá því um helgina að hún væri sökuð um fjársvik. Bandaríkin krefjast framsals Meng. Yfirvöld í Kína eru æf yfir málinu. Kínverski ríkismiðillinn China Daily fjallaði um málið í gær og sagði réttarhöldin dæmi um sýndarmennsku. Þeim væri ætlað að niðurlægja Kínverja fyrir að dirfast að storka Bandaríkjamönnum á tæknimarkaði. Þess ber að geta að á snjallsímamarkaði er Huawei næststærst í heimi á eftir Samsung en vinsælla en hið bandaríska Apple. Ritstjórn kínverska blaðsins sagði Kanadamenn brjóta á réttindum Meng með því að handtaka hana án þess að útskýra ástæðu handtökunnar fyrir henni. Hún væri meðhöndluð sem hættulegur glæpamaður, ofbeldismaður, vegna fyrrnefndrar sýndarmennsku. Kínverska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Bandaríkjanna og Kanada á sinn fund í gær vegna málsins. Í tilkynningu sagði ráðuneytið að Bandaríkjamenn hefðu brotið á svívirðilegan hátt gegn Kínverjum og að Kína myndi grípa til frekari aðgerða. Bandaríkin hafa áður gripið til aðgerða gegn Huawei. Bannað sölu á símum fyrirtækisins og bannað opinberum stofnunum að nota netbúnað frá því. Bandarískar öryggisstofnanir á borð við NSA, CIA og FBI telja að stjórnvöld í Kína noti vörur Huawei til þess að njósna um andstæðinga sína. Því hafa Kínverjar og Huawei hafnað. Birtist í Fréttablaðinu Kína Norður-Ameríka Viðskipti Tengdar fréttir Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Fjármálastjóri Huawei handtekin vegna meintra viðskipta við Íran Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Kanada segjast ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem Meng hafi krafist þess fyrir dómi að slíkt mætti ekki. 6. desember 2018 11:30 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag í von um að verða leyst úr haldi gegn tryggingu. Wanzhou var handtekin í upphafi mánaðar. Upphaflega var talið að ástæðan tengdist meintum brotum Huawei á viðskiptaþvingunum gegn Íran og jafnvel Norður-Kóreu. Vancouver Star greindi svo frá því um helgina að hún væri sökuð um fjársvik. Bandaríkin krefjast framsals Meng. Yfirvöld í Kína eru æf yfir málinu. Kínverski ríkismiðillinn China Daily fjallaði um málið í gær og sagði réttarhöldin dæmi um sýndarmennsku. Þeim væri ætlað að niðurlægja Kínverja fyrir að dirfast að storka Bandaríkjamönnum á tæknimarkaði. Þess ber að geta að á snjallsímamarkaði er Huawei næststærst í heimi á eftir Samsung en vinsælla en hið bandaríska Apple. Ritstjórn kínverska blaðsins sagði Kanadamenn brjóta á réttindum Meng með því að handtaka hana án þess að útskýra ástæðu handtökunnar fyrir henni. Hún væri meðhöndluð sem hættulegur glæpamaður, ofbeldismaður, vegna fyrrnefndrar sýndarmennsku. Kínverska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Bandaríkjanna og Kanada á sinn fund í gær vegna málsins. Í tilkynningu sagði ráðuneytið að Bandaríkjamenn hefðu brotið á svívirðilegan hátt gegn Kínverjum og að Kína myndi grípa til frekari aðgerða. Bandaríkin hafa áður gripið til aðgerða gegn Huawei. Bannað sölu á símum fyrirtækisins og bannað opinberum stofnunum að nota netbúnað frá því. Bandarískar öryggisstofnanir á borð við NSA, CIA og FBI telja að stjórnvöld í Kína noti vörur Huawei til þess að njósna um andstæðinga sína. Því hafa Kínverjar og Huawei hafnað.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Norður-Ameríka Viðskipti Tengdar fréttir Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Fjármálastjóri Huawei handtekin vegna meintra viðskipta við Íran Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Kanada segjast ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem Meng hafi krafist þess fyrir dómi að slíkt mætti ekki. 6. desember 2018 11:30 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15
Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55
Fjármálastjóri Huawei handtekin vegna meintra viðskipta við Íran Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Kanada segjast ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem Meng hafi krafist þess fyrir dómi að slíkt mætti ekki. 6. desember 2018 11:30