„Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 27. desember 2018 12:13 Toyota Land Cruiser-bíllinn á sandinum fyrir neðan brúna. Aðkoma björgunarfólks var hrikaleg eins og hér má sjá. Hluti myndarinnar hefur verið máður út. adolf ingi Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. Fjórir fullorðnir voru í bílnum og þrjú börn. Þrír þeirra létust í slysinu og þá slösuðust fjórir alvarlega. Í fyrstu tilkynningu lögreglu kom fram að fjórir hefðu látist. Enn á eftir að flytja tvo af vettvangi að sögn lögreglu og er reiknað með að því ljúki um klukkan 13. Þeir sem eru slasaðir eru töluvert mikið slasaðir en erfitt er að segja til um hvort þau séu í lífshættu. Adolf var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar og var spurður út í aðstæður á slysstað. „Þær voru hryllilegar. Bíllinn var þarna í köku eftir að hafa flogið fram af brúnni og þegar ég kom að þá voru fjórir farþegar komnir út úr bílnum og þrír fastir inni í honum.“ Hann sagði að fyrstu viðbrögð hafi falist í því að reyna að átta sig á lífsmörkum á farþegum bílsins.Klippa: Aðstæður við Núpsvötn hryllilegarHá og löng brú byggð árið 1973 „Hverjir voru með meðvitund og hverjir ekki og hvort það væri hægt að ná einhverjum út úr bílnum sem voru fastir inni og eins að hlúa að þeim sem voru komnir út og láta þeim líða sem skást. En þetta var mjög ljót aðkoma,“ sagði Adolf. Aðspurður hvort það hafi verið mikil hálka á brúnni kvaðst hann ekki hafa orðið var við það. „Nei, ég varð ekki var við það allavega og ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst.“Frá vettvangi slyssins í morgun en Neyðarlínu barst tilkynning um slysið klukkan 9:42.Adolf Ingi ErlingssonErlendir ferðamenn voru í bílnum, bílaleigubíl af gerðinni Toyota Land Cruiser. Sveinn Kristján Rúnarsson hjá lögreglunni á Suðurlandi sagði í hádegisfréttum RÚV að hann teldi að um breska ríkisborgara væri að ræða. Bíllinn fór út af á miðri brúnni sem er mjög há og löng. Stór hluti brúarinnar nær yfir sand og lenti bíllinn í áraurnum þegar hann fór fram af en ekki í sjálfri ánni. Brúin yfir Núpsvötn var byggð árið 1973. Hún er 420 metrar að lengd, einbreið með útskotum og næstlengsta brú landsins eftir að Skeiðarárbrú var tekin úr notkun árið 2017. Aðeins Borgarfjarðarbrú er lengri. Um átta metrar eru frá brúargólfi niður á sandinn fyrir neðan. Til stendur að skipta brúnni út á næstu árum fyrir styttri brú, líklega um hundrað metra langa, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Nokkuð hefur verið um slys á brúnni undanfarin ár, síðast síðastliðið sumar þegar fólksbíll og sendiferðabíll skullu saman. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. Fjórir fullorðnir voru í bílnum og þrjú börn. Þrír þeirra létust í slysinu og þá slösuðust fjórir alvarlega. Í fyrstu tilkynningu lögreglu kom fram að fjórir hefðu látist. Enn á eftir að flytja tvo af vettvangi að sögn lögreglu og er reiknað með að því ljúki um klukkan 13. Þeir sem eru slasaðir eru töluvert mikið slasaðir en erfitt er að segja til um hvort þau séu í lífshættu. Adolf var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar og var spurður út í aðstæður á slysstað. „Þær voru hryllilegar. Bíllinn var þarna í köku eftir að hafa flogið fram af brúnni og þegar ég kom að þá voru fjórir farþegar komnir út úr bílnum og þrír fastir inni í honum.“ Hann sagði að fyrstu viðbrögð hafi falist í því að reyna að átta sig á lífsmörkum á farþegum bílsins.Klippa: Aðstæður við Núpsvötn hryllilegarHá og löng brú byggð árið 1973 „Hverjir voru með meðvitund og hverjir ekki og hvort það væri hægt að ná einhverjum út úr bílnum sem voru fastir inni og eins að hlúa að þeim sem voru komnir út og láta þeim líða sem skást. En þetta var mjög ljót aðkoma,“ sagði Adolf. Aðspurður hvort það hafi verið mikil hálka á brúnni kvaðst hann ekki hafa orðið var við það. „Nei, ég varð ekki var við það allavega og ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst.“Frá vettvangi slyssins í morgun en Neyðarlínu barst tilkynning um slysið klukkan 9:42.Adolf Ingi ErlingssonErlendir ferðamenn voru í bílnum, bílaleigubíl af gerðinni Toyota Land Cruiser. Sveinn Kristján Rúnarsson hjá lögreglunni á Suðurlandi sagði í hádegisfréttum RÚV að hann teldi að um breska ríkisborgara væri að ræða. Bíllinn fór út af á miðri brúnni sem er mjög há og löng. Stór hluti brúarinnar nær yfir sand og lenti bíllinn í áraurnum þegar hann fór fram af en ekki í sjálfri ánni. Brúin yfir Núpsvötn var byggð árið 1973. Hún er 420 metrar að lengd, einbreið með útskotum og næstlengsta brú landsins eftir að Skeiðarárbrú var tekin úr notkun árið 2017. Aðeins Borgarfjarðarbrú er lengri. Um átta metrar eru frá brúargólfi niður á sandinn fyrir neðan. Til stendur að skipta brúnni út á næstu árum fyrir styttri brú, líklega um hundrað metra langa, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Nokkuð hefur verið um slys á brúnni undanfarin ár, síðast síðastliðið sumar þegar fólksbíll og sendiferðabíll skullu saman.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17
Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19