Óþarfi að troða öllum heimsóknum milli jóla og nýárs Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. desember 2018 22:30 Sjúkraþjálfarinn Linda Gunnarsdóttir hefur sérhæft sig í meðhöndlun á stressi og kulnun. Fyrir jól fara Íslendingar á þan, því þeir þurfa að gera svo ótal margt. Það þarf að setja mat upp á stærðar fat og auðvitað finna flibbahnappinn. Þetta ys og þys kemur niður á sálarlífi landsmanna, en samkvæmt nýrri könnun finnur um fimmtungur landsmanna fyrir stressi í aðdraganda jólanna. Sjúkraþjálfarinn Linda Gunnarsdóttir hefur sérhæft sig í meðhöndlun á stressi og kulnun. Hún segir að fólkið sem hún meðhöndlar er oftar en ekki á bilinu 35 til 45 ára og að það sé oft svo örmagna vegna kulnunar að það geti varla stigið út úr bílnum. Því sé mikilvægt að huga að eigin mörkum, ekki síst í öllu jólastressinu. „Ég er búin að komast að því að fólk er að setja alltof miklar kröfur á sig - óraunhæfar kröfur. Við viljum öll gera okkar besta en það er bara ákveðið mikið sem við getum gert,“ segir Linda. „Það er gott að staldra aðeins við, klappa sér á bakið og þakka fyrir það sem við erum búin að ná að gera,“ bætir hún við - en ekki einblína á það sem á eftir að gera. Fólk megi ekki vera hrætt við að viðurkenna að það geti ekki gert allt, verið alls staðar og hitt alla yfir hátíðarnar. Því sé gott að hugsa til þess að það eru fleiri dagar á árinu en þeir sjö sem eru í vikunni milli jóla og nýárs. „Það er um að gera að segja við vinahópana að það þurfi að skipuleggja sig aðeins. Það er til dæmis fínt að dreifa heimsóknum yfir í janúar, hittast yfir árið. Ekki vera að skipuleggja öll kvöld yfir hátíðarnar og auka þannig á stressið,“ segir Linda. „Eins og níu ára sonur minn sagði: Jólin snúast um það að vera með fjölskyldunni og hafa það kósí. Ég held að það sé alveg ágætis ráð.“ Hér að neðan eru svo nokkur ráð frá Lindu til að minnka jólastressið:Ekki drekka kaffi eftir kvöldmat því það hefur áhrif á svefninn. Auk þess dregur úr orku að borða seint á kvöldin.Dagleg hreyfing dregur líka úr streitu og er nauðsynleg fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu, hreyfingin stuðlar að bættum svefni og hvíld almennt.Hlæja með ástvinum. Það er fátt meira heilandi en að hlægja með þeim sem manni þykir vænt um.Vera til staðar í núinu, leggja símana til hliðar og virkilega njóta þess að vera með þeim sem maður þykir vænt um.Innslagið má sjá að neðan og má sjá þegar 1:17 er liðin. Heilbrigðismál Jól Tengdar fréttir Einn af hverjum fimm finnur fyrir jólakvíða Rúmlega 19 prósent af þeim sem afstöðu tóku í könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið segjast finna fyrir kvíða í tengslum við jólahátíðina. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Fyrir jól fara Íslendingar á þan, því þeir þurfa að gera svo ótal margt. Það þarf að setja mat upp á stærðar fat og auðvitað finna flibbahnappinn. Þetta ys og þys kemur niður á sálarlífi landsmanna, en samkvæmt nýrri könnun finnur um fimmtungur landsmanna fyrir stressi í aðdraganda jólanna. Sjúkraþjálfarinn Linda Gunnarsdóttir hefur sérhæft sig í meðhöndlun á stressi og kulnun. Hún segir að fólkið sem hún meðhöndlar er oftar en ekki á bilinu 35 til 45 ára og að það sé oft svo örmagna vegna kulnunar að það geti varla stigið út úr bílnum. Því sé mikilvægt að huga að eigin mörkum, ekki síst í öllu jólastressinu. „Ég er búin að komast að því að fólk er að setja alltof miklar kröfur á sig - óraunhæfar kröfur. Við viljum öll gera okkar besta en það er bara ákveðið mikið sem við getum gert,“ segir Linda. „Það er gott að staldra aðeins við, klappa sér á bakið og þakka fyrir það sem við erum búin að ná að gera,“ bætir hún við - en ekki einblína á það sem á eftir að gera. Fólk megi ekki vera hrætt við að viðurkenna að það geti ekki gert allt, verið alls staðar og hitt alla yfir hátíðarnar. Því sé gott að hugsa til þess að það eru fleiri dagar á árinu en þeir sjö sem eru í vikunni milli jóla og nýárs. „Það er um að gera að segja við vinahópana að það þurfi að skipuleggja sig aðeins. Það er til dæmis fínt að dreifa heimsóknum yfir í janúar, hittast yfir árið. Ekki vera að skipuleggja öll kvöld yfir hátíðarnar og auka þannig á stressið,“ segir Linda. „Eins og níu ára sonur minn sagði: Jólin snúast um það að vera með fjölskyldunni og hafa það kósí. Ég held að það sé alveg ágætis ráð.“ Hér að neðan eru svo nokkur ráð frá Lindu til að minnka jólastressið:Ekki drekka kaffi eftir kvöldmat því það hefur áhrif á svefninn. Auk þess dregur úr orku að borða seint á kvöldin.Dagleg hreyfing dregur líka úr streitu og er nauðsynleg fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu, hreyfingin stuðlar að bættum svefni og hvíld almennt.Hlæja með ástvinum. Það er fátt meira heilandi en að hlægja með þeim sem manni þykir vænt um.Vera til staðar í núinu, leggja símana til hliðar og virkilega njóta þess að vera með þeim sem maður þykir vænt um.Innslagið má sjá að neðan og má sjá þegar 1:17 er liðin.
Heilbrigðismál Jól Tengdar fréttir Einn af hverjum fimm finnur fyrir jólakvíða Rúmlega 19 prósent af þeim sem afstöðu tóku í könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið segjast finna fyrir kvíða í tengslum við jólahátíðina. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Einn af hverjum fimm finnur fyrir jólakvíða Rúmlega 19 prósent af þeim sem afstöðu tóku í könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið segjast finna fyrir kvíða í tengslum við jólahátíðina. 21. desember 2018 08:15