Þeim fjölgar ár frá ári sem kjósa að gefa Sannar gjafir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. desember 2018 08:15 Hnetupakkinn er kallaður þriðji orkupakkinn þetta árið. MYND/UNICEF Sífellt fjölgar þeim sem nýta sér þann kost að gefa Sannar gjafir um jólin. Dæmi eru um að heilu fjölskyldurnar hafi ákveðið að gefa slíkar jólagjafir. UNICEF á Íslandi hefur undanfarin ár haft til sölu gjafir sem koma fólki á erlendri grundu sem býr við erfiðar aðstæður til góða. Sem dæmi um slíkar gjafir má nefna vatnshreinsitöflur, hlý teppi og vetrarfatnað fyrir börn og orkuríkt hnetumauk. „Við sjáum aukningu frá því í fyrra þó endanlegar tölur liggi ekki fyrir. Margir gefa þeim sem allt eiga slíka gjöf og enn aðrir lauma þessu með sem merkimiða,“ segir Anna Margrét Hrólfsdóttir, fjáröflunarstjóri UNICEF á Íslandi. Hún segir að þetta árið hafi mest selst af hlýjum vetrarfatnaði og teppum enda tengi Íslendingar vel við þá tilfinningu að vera kalt. Gjafirnar eru einnig hentugar fyrir þá sem mögulega gleyma að kaupa gjöf handa einhverjum enda hægðarleikur að kaupa þær af heimasíðu samtakanna hvenær sem er sólarhrings. „Ég veit til að mynda um konu sem fékk óvænta heimsókn skömmu fyrir jól. Fyrir utan stóð fjölskylda með konfektkassa. Hún sagði að sjálfsögðu að hún hefði „akkúrat verið að kaupa gjöfina þeirra“. Síðan prentaði hún út gjafabréf fyrir hlýjum fötum handa börnum í neyð og afhenti þeim,“ segir Anna Margrét og hlær. „Ef einhver vaknar upp við vondan draum í dag þá er alltaf hægt að leita til okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Sífellt fjölgar þeim sem nýta sér þann kost að gefa Sannar gjafir um jólin. Dæmi eru um að heilu fjölskyldurnar hafi ákveðið að gefa slíkar jólagjafir. UNICEF á Íslandi hefur undanfarin ár haft til sölu gjafir sem koma fólki á erlendri grundu sem býr við erfiðar aðstæður til góða. Sem dæmi um slíkar gjafir má nefna vatnshreinsitöflur, hlý teppi og vetrarfatnað fyrir börn og orkuríkt hnetumauk. „Við sjáum aukningu frá því í fyrra þó endanlegar tölur liggi ekki fyrir. Margir gefa þeim sem allt eiga slíka gjöf og enn aðrir lauma þessu með sem merkimiða,“ segir Anna Margrét Hrólfsdóttir, fjáröflunarstjóri UNICEF á Íslandi. Hún segir að þetta árið hafi mest selst af hlýjum vetrarfatnaði og teppum enda tengi Íslendingar vel við þá tilfinningu að vera kalt. Gjafirnar eru einnig hentugar fyrir þá sem mögulega gleyma að kaupa gjöf handa einhverjum enda hægðarleikur að kaupa þær af heimasíðu samtakanna hvenær sem er sólarhrings. „Ég veit til að mynda um konu sem fékk óvænta heimsókn skömmu fyrir jól. Fyrir utan stóð fjölskylda með konfektkassa. Hún sagði að sjálfsögðu að hún hefði „akkúrat verið að kaupa gjöfina þeirra“. Síðan prentaði hún út gjafabréf fyrir hlýjum fötum handa börnum í neyð og afhenti þeim,“ segir Anna Margrét og hlær. „Ef einhver vaknar upp við vondan draum í dag þá er alltaf hægt að leita til okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira