Lögmaður telur framhald líklegt í upptökumáli Miðflokksmanna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. desember 2018 07:00 Bára í héraðsdómi í vikunni ásamt lögmönnum sínum. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu fjögurra alþingismanna Miðflokksins um vitnaleiðslur og gagnaöflun vegna hljóðritunar á barnum Klaustri. „Við áttum von á því að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru Halldórsdóttur. Stjórn Persónuverndar muni funda um málið í dag og spennandi verði að sjá hvernig tekið verði á því þar. „Svo er að bíða og sjá hvort þessir fjórir þingmenn kæri niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar eða fari beint í það að höfða einkamál,“ heldur Auður áfram. Þriðji möguleikinn sé að þeir kæri til lögreglunnar. Enginn fjórmenninganna svaraði Fréttablaðinu í gær og lögmaður þeirra, Reimar Pétursson, ekki heldur. Framhaldið er því er óljóst. „Við metum það heldur líklegra vegna þess að beiðnin til héraðsdóms byggði ekki á því að þetta væri nauðsynlegt til þess að ákveða hvort það ætti að fara í mál heldur að það væri stefnan að fara í mál og til þess að ákveðin gögn færu ekki til spillis væri verið að biðja um þau núna. Uppleggið þeirra hljómaði eins og þeir væru búnir að gera upp hug sinn,“ segir Auður. Ekki varð opinbert hver hefði staðið að upptökunum á Klaustri 21. nóvember fyrr en að Bára Halldórsdóttir steig fram 7. desember. Beiðni fjórmenninganna var sett fram 6. desember. Í úrskurði Lárentsínusar Kristjánssonar dómara kemur fram að lögmaður Báru hafi bent á að eftir að hún hafi stigið fram skorti þingmennina fjóra lögvarða hagsmuni af beiðni sinni. Í úrskurðinum er vikið að þeirri kenningu fjórmenninganna að líklegt sé að fleiri en Bára hafi staðið að því að hljóðrita samtal þeirra á Klaustri. „Slíkar kenningar og vangaveltur verða þó að mati dómsins að byggjast á einhverju öðru en því að hlutaðeigendur telji þetta eða hitt líklegt án þess að það sé rökstutt sérstaklega og með afmörkuðum hætti hvers vegna slíkar grunsemdir séu uppi,“ segir Lárentsínus í úrskurðinum. „Það er að minnsta kosti gott að þetta fór svona. Svo sjáum við hvað gerist næst,“ segir Bára Halldórsdóttir um niðurstöðu héraðsdóms. Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu fjögurra alþingismanna Miðflokksins um vitnaleiðslur og gagnaöflun vegna hljóðritunar á barnum Klaustri. „Við áttum von á því að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru Halldórsdóttur. Stjórn Persónuverndar muni funda um málið í dag og spennandi verði að sjá hvernig tekið verði á því þar. „Svo er að bíða og sjá hvort þessir fjórir þingmenn kæri niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar eða fari beint í það að höfða einkamál,“ heldur Auður áfram. Þriðji möguleikinn sé að þeir kæri til lögreglunnar. Enginn fjórmenninganna svaraði Fréttablaðinu í gær og lögmaður þeirra, Reimar Pétursson, ekki heldur. Framhaldið er því er óljóst. „Við metum það heldur líklegra vegna þess að beiðnin til héraðsdóms byggði ekki á því að þetta væri nauðsynlegt til þess að ákveða hvort það ætti að fara í mál heldur að það væri stefnan að fara í mál og til þess að ákveðin gögn færu ekki til spillis væri verið að biðja um þau núna. Uppleggið þeirra hljómaði eins og þeir væru búnir að gera upp hug sinn,“ segir Auður. Ekki varð opinbert hver hefði staðið að upptökunum á Klaustri 21. nóvember fyrr en að Bára Halldórsdóttir steig fram 7. desember. Beiðni fjórmenninganna var sett fram 6. desember. Í úrskurði Lárentsínusar Kristjánssonar dómara kemur fram að lögmaður Báru hafi bent á að eftir að hún hafi stigið fram skorti þingmennina fjóra lögvarða hagsmuni af beiðni sinni. Í úrskurðinum er vikið að þeirri kenningu fjórmenninganna að líklegt sé að fleiri en Bára hafi staðið að því að hljóðrita samtal þeirra á Klaustri. „Slíkar kenningar og vangaveltur verða þó að mati dómsins að byggjast á einhverju öðru en því að hlutaðeigendur telji þetta eða hitt líklegt án þess að það sé rökstutt sérstaklega og með afmörkuðum hætti hvers vegna slíkar grunsemdir séu uppi,“ segir Lárentsínus í úrskurðinum. „Það er að minnsta kosti gott að þetta fór svona. Svo sjáum við hvað gerist næst,“ segir Bára Halldórsdóttir um niðurstöðu héraðsdóms.
Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira