Segir samskipti við verkalýðshreyfinguna mikil og góð Andri Eysteinsson skrifar 30. desember 2018 13:26 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra vísar á bug ásökunum Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, um að Vinstri Grænir hafi misst tengslin við verkalýðshreyfinguna og átti sig ekki á því. Katrín og Styrmir voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Sagði VG misst tengslin við fyrirrennara sína og verkalýðshreyfinguna Styrmir Gunnarsson velti upp spurningunni hvernig flokkur VG væri í dag, auðvitað væru þau vinstri flokkur en væru búin að missa rætur við uppruna sinn, sem rekja mætti í gegnum Alþýðubandalag, Sósíalistaflokk og Kommúnistaflokks Íslands. Þeir flokkar hafi átt það sameiginlegt að vera í mjög nánum tengslum við verkalýðshreyfinguna. Styrmir segist túlka orð Katrínar og samflokksmanna hennar á þá vegu að VG hafi misst þessi tengsl við gamla tíma og verkalýðshreyfinguna. Katrín hóf mál sitt með því að segja að hún hafi aldrei verið í Alþýðubandalaginu og hafi gengið til liðs við VG vegna þess að flokkurinn nálgaðist samfélagsmálin með nýjum hætti, út frá mikilvægu jafnvægi efnahags, umhverfis og samfélags. Katrín sagði jöfnuð hluta af því og verkalýðshreyfingin einnig.Fáar ríkisstjórnir átt meiri samskipti við verkalýðshreyfinguna í seinni tíð Katrín segist ekki vita til annars en að samskipti við verkalýðshreyfinguna séu mikil og góð. Fáar ríkisstjórnir í seinni tíð hafi átt meiri samskipti við verkalýðshreyfinguna en sú sem nú situr. Katrín telur að það sé meðal annars vegna áhrifa Vinstri Grænna þó svo að flokkurinn sé ekki eins og Kommúnistaflokkurinn gamli. Katrín kannist ekki við annað þó að Styrmir sé kannski með heimildir umfram þær sem Katrín hefur. „Ég hef engar heimildir, aðra en það sem þú og þínir flokksmenn segja opinberlega. Ég dreg þá ályktun frá því sem þið segið og hvernig þið talið opinberlega, að þið séuð ekki í tengslum við þann grunn samfélagsins sem verkalýðsfélögin eru fulltrúar fyrir,“ sagði Styrmir áður en hann bætti við að honum dytti ekki í hug annað en að ríkisstjórnin ætti góð samtöl við verkalýðsforingja. „En eitt eru góð samtöl, og annað eru opin og hreinskilin samtöl,“ sagði Styrmir og minnti á að traust milli stjórnvalda og forystu verkalýðshreyfingarinnar sé mikilvægt. Fundir í ráðherrabústaðnum séu góðir en tveggja manna tal væri enn betra. Katrín bætti þá inn rétt áður en viðtalinu lauk að vissulega hefðu þónokkur tveggja manna töl átt sér stað milli ríkisstjórnar og forystu verkalýðshreyfingarinnar.Umræður Katrínar og Styrmis um málið hefjast eftir sex mínútur og fimmtíuogfjórar sekúndur í spilaranum hér að ofan. Kjaramál Sprengisandur Stj.mál Tengdar fréttir Styrmir segir „unga fólkið“ í ríkisstjórninni ekki vita hvað geti verið í vændum Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. 30. desember 2018 12:24 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra vísar á bug ásökunum Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, um að Vinstri Grænir hafi misst tengslin við verkalýðshreyfinguna og átti sig ekki á því. Katrín og Styrmir voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag.Sagði VG misst tengslin við fyrirrennara sína og verkalýðshreyfinguna Styrmir Gunnarsson velti upp spurningunni hvernig flokkur VG væri í dag, auðvitað væru þau vinstri flokkur en væru búin að missa rætur við uppruna sinn, sem rekja mætti í gegnum Alþýðubandalag, Sósíalistaflokk og Kommúnistaflokks Íslands. Þeir flokkar hafi átt það sameiginlegt að vera í mjög nánum tengslum við verkalýðshreyfinguna. Styrmir segist túlka orð Katrínar og samflokksmanna hennar á þá vegu að VG hafi misst þessi tengsl við gamla tíma og verkalýðshreyfinguna. Katrín hóf mál sitt með því að segja að hún hafi aldrei verið í Alþýðubandalaginu og hafi gengið til liðs við VG vegna þess að flokkurinn nálgaðist samfélagsmálin með nýjum hætti, út frá mikilvægu jafnvægi efnahags, umhverfis og samfélags. Katrín sagði jöfnuð hluta af því og verkalýðshreyfingin einnig.Fáar ríkisstjórnir átt meiri samskipti við verkalýðshreyfinguna í seinni tíð Katrín segist ekki vita til annars en að samskipti við verkalýðshreyfinguna séu mikil og góð. Fáar ríkisstjórnir í seinni tíð hafi átt meiri samskipti við verkalýðshreyfinguna en sú sem nú situr. Katrín telur að það sé meðal annars vegna áhrifa Vinstri Grænna þó svo að flokkurinn sé ekki eins og Kommúnistaflokkurinn gamli. Katrín kannist ekki við annað þó að Styrmir sé kannski með heimildir umfram þær sem Katrín hefur. „Ég hef engar heimildir, aðra en það sem þú og þínir flokksmenn segja opinberlega. Ég dreg þá ályktun frá því sem þið segið og hvernig þið talið opinberlega, að þið séuð ekki í tengslum við þann grunn samfélagsins sem verkalýðsfélögin eru fulltrúar fyrir,“ sagði Styrmir áður en hann bætti við að honum dytti ekki í hug annað en að ríkisstjórnin ætti góð samtöl við verkalýðsforingja. „En eitt eru góð samtöl, og annað eru opin og hreinskilin samtöl,“ sagði Styrmir og minnti á að traust milli stjórnvalda og forystu verkalýðshreyfingarinnar sé mikilvægt. Fundir í ráðherrabústaðnum séu góðir en tveggja manna tal væri enn betra. Katrín bætti þá inn rétt áður en viðtalinu lauk að vissulega hefðu þónokkur tveggja manna töl átt sér stað milli ríkisstjórnar og forystu verkalýðshreyfingarinnar.Umræður Katrínar og Styrmis um málið hefjast eftir sex mínútur og fimmtíuogfjórar sekúndur í spilaranum hér að ofan.
Kjaramál Sprengisandur Stj.mál Tengdar fréttir Styrmir segir „unga fólkið“ í ríkisstjórninni ekki vita hvað geti verið í vændum Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. 30. desember 2018 12:24 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Styrmir segir „unga fólkið“ í ríkisstjórninni ekki vita hvað geti verið í vændum Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir stjórnmálamenn ekki átta sig á undiröldu kjaramála í samfélaginu. 30. desember 2018 12:24