Elvar Már: Erfiðara að verða þreyttur í þessum leikjum Smári Jökull Jónsson skrifar 7. janúar 2019 21:27 Elvar Már Friðriksson vísir/daníel „Það er eitthvað sem gefur manni aukakraft og það er erfiðara að verða þreyttur í þessum einvígjum þó svo að það hafi verið andað ofan í hálsmálið á manni og ég farinn að anda hratt þarna í þriðja leikhluta,“ sagði Elvar Már Friðriksson eftir sigur Njarðvíkur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld. Njarðvíkingar sitja nú einir í toppsæti Dominos-deildarinnar. „Ég held það séu fimm ár síðan ég spilaði grannaslag síðast og ef ég á að vera hreinskilinn þá man ég ekki hvernig fór, ég held að við höfum þá unnið hér í Keflavík. Það var sætt að koma hingað og taka þá aftur og sérstaklega eftir að Tindastóll tapaði í gær. Við vildum byrja seinni hluta mótsins á að vera efstir og búa til smá bil niður til Keflavíkur,“ bætti Elvar Már við en með sigrinum er Njarðvík nú sex stigum á undan nágrönnum sínum sem eru í þriðja sæti deildarinnar. Elvar var eins og áður segir frábær í kvöld. Hann skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Hann viðurkenndi að það væri öðruvísi að spila þessa nágrannaslagi heldur en aðra leiki. Hann skoraði 21 stig í fyrri hálfleik en átti aðeins erfiðara uppdráttar í þeim síðari enda tóku Keflvíkingar töluvert harðar á honum þá heldur en fyrir hlé. „Í venjulegum leik var þetta kannski aðeins of mikið en ekki í Njarðvík-Keflavík, svona eru bara þessir leikir. Maður verður bara að halda haus og við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þessa leiki og vera með villulausar æfingar því við vitum hvernig þessir leikir eru. Ég missti hausinn í smá stund og fékk tæknivillu en svo nær maður einbeitingu aftur og koma sér aftur inn í hlutina.“ Með sigrinum eru Njarðvíkingar einir á toppnum en þeir voru jafnir Tindastóli fyrir umferðina sem töpuðu gegn Þór í Þorlákshöfn í gær. „Við förum í alla leiki til að vinna og þetta er langt tímabil. Við tökum einn leik í einu og metum stöðuna eftir hverng leik sem við spilum. Við stefnum á að vera á toppnum í lokin til að hafa heimaleikjarétt fyrir úrslitakeppnina.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 85-88 | Njarðvík á toppinn eftir sigur í grannaslagnum Njarðvíkingar unnu sætan sigur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld þegar liðin mættust í Dominos-deildinni. Þeir unnu þriggja stiga sigur, 88-85 og eru með sigrinum einir í toppsæti deildarinnar. 7. janúar 2019 22:00 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
„Það er eitthvað sem gefur manni aukakraft og það er erfiðara að verða þreyttur í þessum einvígjum þó svo að það hafi verið andað ofan í hálsmálið á manni og ég farinn að anda hratt þarna í þriðja leikhluta,“ sagði Elvar Már Friðriksson eftir sigur Njarðvíkur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld. Njarðvíkingar sitja nú einir í toppsæti Dominos-deildarinnar. „Ég held það séu fimm ár síðan ég spilaði grannaslag síðast og ef ég á að vera hreinskilinn þá man ég ekki hvernig fór, ég held að við höfum þá unnið hér í Keflavík. Það var sætt að koma hingað og taka þá aftur og sérstaklega eftir að Tindastóll tapaði í gær. Við vildum byrja seinni hluta mótsins á að vera efstir og búa til smá bil niður til Keflavíkur,“ bætti Elvar Már við en með sigrinum er Njarðvík nú sex stigum á undan nágrönnum sínum sem eru í þriðja sæti deildarinnar. Elvar var eins og áður segir frábær í kvöld. Hann skoraði 32 stig og tók 12 fráköst. Hann viðurkenndi að það væri öðruvísi að spila þessa nágrannaslagi heldur en aðra leiki. Hann skoraði 21 stig í fyrri hálfleik en átti aðeins erfiðara uppdráttar í þeim síðari enda tóku Keflvíkingar töluvert harðar á honum þá heldur en fyrir hlé. „Í venjulegum leik var þetta kannski aðeins of mikið en ekki í Njarðvík-Keflavík, svona eru bara þessir leikir. Maður verður bara að halda haus og við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þessa leiki og vera með villulausar æfingar því við vitum hvernig þessir leikir eru. Ég missti hausinn í smá stund og fékk tæknivillu en svo nær maður einbeitingu aftur og koma sér aftur inn í hlutina.“ Með sigrinum eru Njarðvíkingar einir á toppnum en þeir voru jafnir Tindastóli fyrir umferðina sem töpuðu gegn Þór í Þorlákshöfn í gær. „Við förum í alla leiki til að vinna og þetta er langt tímabil. Við tökum einn leik í einu og metum stöðuna eftir hverng leik sem við spilum. Við stefnum á að vera á toppnum í lokin til að hafa heimaleikjarétt fyrir úrslitakeppnina.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 85-88 | Njarðvík á toppinn eftir sigur í grannaslagnum Njarðvíkingar unnu sætan sigur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld þegar liðin mættust í Dominos-deildinni. Þeir unnu þriggja stiga sigur, 88-85 og eru með sigrinum einir í toppsæti deildarinnar. 7. janúar 2019 22:00 Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 85-88 | Njarðvík á toppinn eftir sigur í grannaslagnum Njarðvíkingar unnu sætan sigur á nágrönnum sínum í Keflavík í kvöld þegar liðin mættust í Dominos-deildinni. Þeir unnu þriggja stiga sigur, 88-85 og eru með sigrinum einir í toppsæti deildarinnar. 7. janúar 2019 22:00