Man ekki eftir öðru eins baktali í Eyjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2019 22:29 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. Hann segir að stöðuna megi t.d. rekja til hitamála í Eyjum á borð við yfirtöku bæjarins á starfsemi Herjólfs og hvetur Eyjamenn til að sýna hver öðrum virðingu.Sjá einnig: Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Páll, sem er uppalinn í Vestmannaeyjum og þingmaður Suðurkjördæmis, segir í pistli sínum að það hafi verið sérstök forréttindi að alast upp í svo litlu og nánu samfélagi. Hann segir þó eina skuggahlið á þessari nálægð, nefnilega hversu persónuleg ágreiningsmál milli bæjarbúa eiga það til að verða. „Við eigum oft afar erfitt með að leysa úr ágreiningsmálum án þess að gera þau persónuleg. Og með því að ágreiningurinn verður fremur persónulegur en málefnalegur þá verður hann líka illvígari og langvinnari en ella. Mér finnst því miður að þetta hafi gengið úr nokkru hófi hjá okkur síðustu misserin.“Þarf ekki marga til að spilla andrúmsloftinu Í þessu samhengi nefnir Páll sem dæmi yfirtöku bæjarins á rekstri Herjólfs og framboðsmál í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Skiptar skoðanir um þessi mál hafi leitt af sér „furðu mikla heift hjá annars dagfarsprúðu fólki.“ „Ég hitti æ fleiri hér í Eyjum sem ofbýður sú illmælgi og hrakyrði um náungann sem þetta hefur leitt af sér. Sjálfur man ég ekki til að svona rammt hafi kveðið að þessu áður. Það þarf ekki marga einstaklinga til að tala með þessum hætti til að það spilli talsvert andrúmsloftinu í bænum.“ Mælist Páll því til þess að Eyjamenn bæti ráð sitt á nýju ári. „Ágætt viðmið í þessum efnum er að segja helst ekkert um náungann sem við treystum okkur ekki til að segja við hann. Það er engin ástæða til að tala illa um fólk þótt við séum ekki sammála skoðunum þess. Sýnum hvert öðru virðingu þótt okkur greini á um einhver málefni.“ Áður hefur verið fjallað um úlfúð innan raða ráðamanna í Vestmannaeyjum í fjölmiðlum. Þannig sendu Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar og Elliði Vignisson fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins hvort öðru tóninn í aðsendum greinum í október síðastliðnum. Ágreiningur þeirra snerist um kaup Herjólfs ofh, opinbers félags í eigu Vestmannaeyjabæjar sem heldur utan um rekstur nýrrar ferju, á lögfræðiþjónustu af fyrirtæki stjórnarmanns félagsins, Lúðvíks Bergvinssonar. Herjólfur Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur hefur siglingar 30. mars Stefnt er að því að hefja reglulegar siglingar á nýrri Vestmannaeyjaferju, nýjum Herjólfi frá Landeyjahöfn þann 30. mars á næsta ári. Þangað til mun núverandi Herjólfur sigla milli lands og Eyja. 26. september 2018 17:20 Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. Hann segir að stöðuna megi t.d. rekja til hitamála í Eyjum á borð við yfirtöku bæjarins á starfsemi Herjólfs og hvetur Eyjamenn til að sýna hver öðrum virðingu.Sjá einnig: Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Páll, sem er uppalinn í Vestmannaeyjum og þingmaður Suðurkjördæmis, segir í pistli sínum að það hafi verið sérstök forréttindi að alast upp í svo litlu og nánu samfélagi. Hann segir þó eina skuggahlið á þessari nálægð, nefnilega hversu persónuleg ágreiningsmál milli bæjarbúa eiga það til að verða. „Við eigum oft afar erfitt með að leysa úr ágreiningsmálum án þess að gera þau persónuleg. Og með því að ágreiningurinn verður fremur persónulegur en málefnalegur þá verður hann líka illvígari og langvinnari en ella. Mér finnst því miður að þetta hafi gengið úr nokkru hófi hjá okkur síðustu misserin.“Þarf ekki marga til að spilla andrúmsloftinu Í þessu samhengi nefnir Páll sem dæmi yfirtöku bæjarins á rekstri Herjólfs og framboðsmál í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Skiptar skoðanir um þessi mál hafi leitt af sér „furðu mikla heift hjá annars dagfarsprúðu fólki.“ „Ég hitti æ fleiri hér í Eyjum sem ofbýður sú illmælgi og hrakyrði um náungann sem þetta hefur leitt af sér. Sjálfur man ég ekki til að svona rammt hafi kveðið að þessu áður. Það þarf ekki marga einstaklinga til að tala með þessum hætti til að það spilli talsvert andrúmsloftinu í bænum.“ Mælist Páll því til þess að Eyjamenn bæti ráð sitt á nýju ári. „Ágætt viðmið í þessum efnum er að segja helst ekkert um náungann sem við treystum okkur ekki til að segja við hann. Það er engin ástæða til að tala illa um fólk þótt við séum ekki sammála skoðunum þess. Sýnum hvert öðru virðingu þótt okkur greini á um einhver málefni.“ Áður hefur verið fjallað um úlfúð innan raða ráðamanna í Vestmannaeyjum í fjölmiðlum. Þannig sendu Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar og Elliði Vignisson fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins hvort öðru tóninn í aðsendum greinum í október síðastliðnum. Ágreiningur þeirra snerist um kaup Herjólfs ofh, opinbers félags í eigu Vestmannaeyjabæjar sem heldur utan um rekstur nýrrar ferju, á lögfræðiþjónustu af fyrirtæki stjórnarmanns félagsins, Lúðvíks Bergvinssonar.
Herjólfur Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur hefur siglingar 30. mars Stefnt er að því að hefja reglulegar siglingar á nýrri Vestmannaeyjaferju, nýjum Herjólfi frá Landeyjahöfn þann 30. mars á næsta ári. Þangað til mun núverandi Herjólfur sigla milli lands og Eyja. 26. september 2018 17:20 Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Nýr Herjólfur hefur siglingar 30. mars Stefnt er að því að hefja reglulegar siglingar á nýrri Vestmannaeyjaferju, nýjum Herjólfi frá Landeyjahöfn þann 30. mars á næsta ári. Þangað til mun núverandi Herjólfur sigla milli lands og Eyja. 26. september 2018 17:20
Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00