Mamma Guðna neyddi hann niður á spítala: Greindur með lífhimnubólgu eftir sólarhringsbið Anton Ingi Leifsson skrifar 3. janúar 2019 19:30 Guðni Valur Guðnason, kringlukastarinn knái og frjálsíþróttamaður ársins 2018, liggur nú veikur á spítala og er óvíst hvenær hann getur byrjað að æfa og keppa á nýjan leik. Guðni Valur vaknaði um miðjan desember með verk í botnlanganum en hann ágerðist og versnaði eftir því sem leið á mánuðinn. „Ég vaknaði með skemmtilegan verk 14. desember neðst í kviðnum og það var botnlanginn. Ég var skorinn upp tveimur dögum seinna og það gekk mjög fínt,“ sagði Guðni Valur í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég horfði á æfingu á miðvikudeginum en á fimmtudeginum þá veiktist ég allsvakalega. Ég var heima í svitabaði og í keng. Mamma neyddi mig til að fara niður á spítala og það kom í ljós að ég var með lífhimnubólgu eftir sólarhringsbið á bráðamóttökunni. Ég er búinn að vera hér síðan.“ Guðni stóð sig vel á síðasta ári. Hann var á meðal þátttakenda á EM í Berlín og kastaði lengst rúmlega 61 metra þar en besta kastið hans á síðasta ári var rúmlega 65 metrar. „Nei, ekki þannig. Ég er léttari núna svo kannski verður maður bara hraðari,“ grínaðist Guðni aðspurður hvort að veikindin setji strik í reikninginn með framvindu mála 2019. HM fer fram í Katar seint á þessu ári og Guðni ætlar sér þangað. „Ég er mjög bjartsýnn á það. Það er heppilegt að það er mjög seint á árinu miðað við önnur mót. Það er yfirleitt í byrjun ágúst en er nú í byrjun október því það er svo heitt í Katar svo það er seinna. Ég er bjartsýnn á að komast á það mót.“ Aðrar íþróttir Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Guðni Valur Guðnason, kringlukastarinn knái og frjálsíþróttamaður ársins 2018, liggur nú veikur á spítala og er óvíst hvenær hann getur byrjað að æfa og keppa á nýjan leik. Guðni Valur vaknaði um miðjan desember með verk í botnlanganum en hann ágerðist og versnaði eftir því sem leið á mánuðinn. „Ég vaknaði með skemmtilegan verk 14. desember neðst í kviðnum og það var botnlanginn. Ég var skorinn upp tveimur dögum seinna og það gekk mjög fínt,“ sagði Guðni Valur í samtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég horfði á æfingu á miðvikudeginum en á fimmtudeginum þá veiktist ég allsvakalega. Ég var heima í svitabaði og í keng. Mamma neyddi mig til að fara niður á spítala og það kom í ljós að ég var með lífhimnubólgu eftir sólarhringsbið á bráðamóttökunni. Ég er búinn að vera hér síðan.“ Guðni stóð sig vel á síðasta ári. Hann var á meðal þátttakenda á EM í Berlín og kastaði lengst rúmlega 61 metra þar en besta kastið hans á síðasta ári var rúmlega 65 metrar. „Nei, ekki þannig. Ég er léttari núna svo kannski verður maður bara hraðari,“ grínaðist Guðni aðspurður hvort að veikindin setji strik í reikninginn með framvindu mála 2019. HM fer fram í Katar seint á þessu ári og Guðni ætlar sér þangað. „Ég er mjög bjartsýnn á það. Það er heppilegt að það er mjög seint á árinu miðað við önnur mót. Það er yfirleitt í byrjun ágúst en er nú í byrjun október því það er svo heitt í Katar svo það er seinna. Ég er bjartsýnn á að komast á það mót.“
Aðrar íþróttir Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira