Nýi stóri strákurinn hjá Stjörnunni kominn með leikheimild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2019 13:30 Filip Kramer með bikarana sem hann vann í Austurríki. Mynd/Instagram/mr.yakum09 Nýjasti Stjörnumaðurinn í körfuboltanum, Austurríkismaðurinn Filip Kramer, fékk í dag leikheimild hjá KKÍ, og getur því spilað með Stjörnunni á móti Skallagrím í Borgarnesi í kvöld. Stjörnumenn skiptu út Bandaríkjamanni sínum um áramótin og fengu tvo erlenda leikmenn í staðinn. Bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell hefur farið á kostum í fyrstu tveimur leikjum sínum með Garðarbæjarliðinu og er með 27,0 stig, 6,0 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Stjarnan vann þessa tvo leiki með samtals 52 stigum. Nú er komið að sjá hvað kraftframherjinn Filip Kramer gerir en ef hann smellur vel inn í Stjörnuliðið þá verða strákarnir hans Arnars Guðjónssonar ekki árennilegir það sem eftir lifir tímabilsins. Filip Kramer er 27 ára gamall og byrjaði tímabilið hjá enska félaginu Worcester Wolves. Kramer er 202 sentímetrar á hæð og á að baki leiki með austurríska landsliðinu. Kramer var með 9,8 stig og 7,8 fráköst að meðaltali á 27,7 mínútum í leik í vetur í 14 leikjum með Worcester Wolves í bresku deildinni en tímabilið 2017-18 þá skilaði hann 8,6 stigum og 5,2 fráköstum á 19,5 mínútum í leik með ece bulls Kapfenberg í austurrísku deildinni. Kramer hafði leikið með Kapfenberg í sjö tímabil áður en hann breytti um og reyndi fyrir sér utan Austurríkis í haust. Hann var látinn fara í janúar en fær næsta tækifæri í Garðabænum. Kramer var sigursæll hjá Kapfenberg og vann sjö titla á sjö árum með félaginu þar af varð hann austurrískur meistari bæði 2017 og 2018. Stjörnumenn eru því að fá inn leikmann sem þekkir það vel að vinna titla. View this post on InstagramIts been unreal!!! #7years7trophies #bullsnation #thanku #alltheworkpaidoff ———> A post shared by Filip Krämer (@mr.yakum09) on Aug 7, 2018 at 5:43am PDT Dominos-deild karla Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Nýjasti Stjörnumaðurinn í körfuboltanum, Austurríkismaðurinn Filip Kramer, fékk í dag leikheimild hjá KKÍ, og getur því spilað með Stjörnunni á móti Skallagrím í Borgarnesi í kvöld. Stjörnumenn skiptu út Bandaríkjamanni sínum um áramótin og fengu tvo erlenda leikmenn í staðinn. Bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell hefur farið á kostum í fyrstu tveimur leikjum sínum með Garðarbæjarliðinu og er með 27,0 stig, 6,0 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Stjarnan vann þessa tvo leiki með samtals 52 stigum. Nú er komið að sjá hvað kraftframherjinn Filip Kramer gerir en ef hann smellur vel inn í Stjörnuliðið þá verða strákarnir hans Arnars Guðjónssonar ekki árennilegir það sem eftir lifir tímabilsins. Filip Kramer er 27 ára gamall og byrjaði tímabilið hjá enska félaginu Worcester Wolves. Kramer er 202 sentímetrar á hæð og á að baki leiki með austurríska landsliðinu. Kramer var með 9,8 stig og 7,8 fráköst að meðaltali á 27,7 mínútum í leik í vetur í 14 leikjum með Worcester Wolves í bresku deildinni en tímabilið 2017-18 þá skilaði hann 8,6 stigum og 5,2 fráköstum á 19,5 mínútum í leik með ece bulls Kapfenberg í austurrísku deildinni. Kramer hafði leikið með Kapfenberg í sjö tímabil áður en hann breytti um og reyndi fyrir sér utan Austurríkis í haust. Hann var látinn fara í janúar en fær næsta tækifæri í Garðabænum. Kramer var sigursæll hjá Kapfenberg og vann sjö titla á sjö árum með félaginu þar af varð hann austurrískur meistari bæði 2017 og 2018. Stjörnumenn eru því að fá inn leikmann sem þekkir það vel að vinna titla. View this post on InstagramIts been unreal!!! #7years7trophies #bullsnation #thanku #alltheworkpaidoff ———> A post shared by Filip Krämer (@mr.yakum09) on Aug 7, 2018 at 5:43am PDT
Dominos-deild karla Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira