Vilja göngubrú eða undirgöng vegna öryggis nemenda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2019 10:33 Þess er krafist að sett verði göngubrú eða grafin undirgöng í stað þessarar gangbrautar. Visir/Tryggvi Páll Skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri hefur óskað eftir því að ráðist verði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann. Skólaráðið og hverfisnefndin vilja göngubrú eða undirgöng undir þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn.Þetta kemur fram í bréfi sem skólaráðið og hverfisnefndin sendi á skipulagsráðs bæjarins en þar segir að í mörg ár hafi nemendur sem búi við Lyngholt og Stórholt þurft að ganga yfir Glerárgötu til þess að komast í skólann. Þjóðvegur 1 liggur um Glerárgötu sem er afar umferðarþung, enda um tvær akreinar að ræða í báðar áttir Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir aðgerðum til þess að bæta öryggi gangandi vegfarenda við götuna og nýverið voru sett upp gönguljós en alvarleg slys hafa orðið við gangbrautina. Í bréfinu segir aðeins nokkrar vikur séu síðan nemandi í skólanum brotnaði illa á læri og mjaðmakúlu þegar ekið var á hann.Íbúar vilja undirgöng eða göngubrú þar sem rauði hringurinn. Börn sem sækja Glerárskól (rauðar byggingar í vinstra horninu) þurfa sum hver að labba þar yfir til þess að komast í skólann.Mynd/Já.is„Það er því afar brýnt að auka umferðaröryggi nemenda enn meira en gert hefur verið,“ segir í bréfinu. Þá er einnig farið fram á það að settar verði gangbrautir víðar en nú er á helstu leiðum við Glerárskóla, sérstaklega við Höfðahlíð en í bréfinu segir að gatnamót Höfðahlíðar og Skarðshlíðar séu afar varasöm og erfið. Þá er bent á að hámarkshraði við Höfðahlíð, götuna sem Glerárskóli stendur við, sé 30 kílómetrar á klukkustund og því sé vert að bæta við göngubrautum, þrengingum og hraðahindrunum til þess að ökumenn fylgi reglum um hámarkshraða Í bókun skipulagsráðs vegna bréfsins segir að óskað verði eftir umsögn skipulagsviðs bæjarins, sem og umhverfis og mannvirkjasviðs um það sem lagt er til í bréfinu. Akureyri Samgöngur Skóla - og menntamál Umferðaröryggi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri hefur óskað eftir því að ráðist verði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann. Skólaráðið og hverfisnefndin vilja göngubrú eða undirgöng undir þjóðveg 1 sem liggur í gegnum bæinn.Þetta kemur fram í bréfi sem skólaráðið og hverfisnefndin sendi á skipulagsráðs bæjarins en þar segir að í mörg ár hafi nemendur sem búi við Lyngholt og Stórholt þurft að ganga yfir Glerárgötu til þess að komast í skólann. Þjóðvegur 1 liggur um Glerárgötu sem er afar umferðarþung, enda um tvær akreinar að ræða í báðar áttir Íbúar á svæðinu hafa lengi kallað eftir aðgerðum til þess að bæta öryggi gangandi vegfarenda við götuna og nýverið voru sett upp gönguljós en alvarleg slys hafa orðið við gangbrautina. Í bréfinu segir aðeins nokkrar vikur séu síðan nemandi í skólanum brotnaði illa á læri og mjaðmakúlu þegar ekið var á hann.Íbúar vilja undirgöng eða göngubrú þar sem rauði hringurinn. Börn sem sækja Glerárskól (rauðar byggingar í vinstra horninu) þurfa sum hver að labba þar yfir til þess að komast í skólann.Mynd/Já.is„Það er því afar brýnt að auka umferðaröryggi nemenda enn meira en gert hefur verið,“ segir í bréfinu. Þá er einnig farið fram á það að settar verði gangbrautir víðar en nú er á helstu leiðum við Glerárskóla, sérstaklega við Höfðahlíð en í bréfinu segir að gatnamót Höfðahlíðar og Skarðshlíðar séu afar varasöm og erfið. Þá er bent á að hámarkshraði við Höfðahlíð, götuna sem Glerárskóli stendur við, sé 30 kílómetrar á klukkustund og því sé vert að bæta við göngubrautum, þrengingum og hraðahindrunum til þess að ökumenn fylgi reglum um hámarkshraða Í bókun skipulagsráðs vegna bréfsins segir að óskað verði eftir umsögn skipulagsviðs bæjarins, sem og umhverfis og mannvirkjasviðs um það sem lagt er til í bréfinu.
Akureyri Samgöngur Skóla - og menntamál Umferðaröryggi Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira