Myndbirtingar af börnum úr hófi fram Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. janúar 2019 19:00 Forstjóri Persónuverndar segir að myndbirtingar íslenskra foreldra af börnum sínum á samfélagsmiðlum séu komnar úr hófi fram. Þetta sé mikið áhyggjuefni enda geti myndbirtingar haft mikil áhrif á barnið í framtíðinni. Víða um heim keppast samfélagsmiðlastjörnur við að setja myndir og upplýsingar af ólögráða börnum sínum á samfélagsmiðla. Óhætt er að segja að það sama eigi við um íslenska foreldra sem sumir deila myndunum meðal fárra vina og kunningja á meðan aðrir deila þeim með tugþúsundum fylgjenda. Helga Þórisdóttir, forstjóri PersónuverndarVÍSIR/VILHELM„Þá er komin ákveðin miðlun á uppýsingum og aðgengi annarra og við erum að opna fyrir þann möguleika að margir sjái myndir af ungum börnum við allskyns aðstæður. Jafnvel fáklædd eða að gera þarfir sínar á klósettinu eða hvað sem það nú er,“ segir Helga. Það sem birtist á netinu geti farið mjög víða og megi finna síðar. Þar að auki séu foreldrar að veita stórfyrirtækjum úti í heimi aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum um börn sín. Þá geti birtingar af þessu tagi haft áhrif á líf barnsins með ýmsum ófyrirséðum hætti. „Það sem sett er inn á netið er jafnvel farið að hafa áhrif á það hvort börnin okkar komist í þá háskóla sem þau vilja í framtíðinni eða hvort þau fái þau störf sem þau vilja. Þetta hefur verið að gerast, meira úti í heimi en á Íslandi, að það er farið að skoða bakrunn einstaklinga miklu meira,“ segir Helga en nýlega gaf Persónuvernd út bækling með upplýsingum til foreldra og forráðamanna. Þar kemur fram að börn þurfi að samþykkja að birtar séu myndir eða upplýsingar um þau á netinu. Eðli málsins samkvæmt er þó ekki hægt að fá samþykki mjög ungra barna. Það er ekkert í lögum sem beinlínis bannar þessar myndbirtingar en Helga segir að foreldrar verði að nota heilbrigða skynsemi. „Starfandi hjá persónuvernd þá er nokkuð ljóst að mikil og óhófleg birting margra í samfélaginu veldur manni miklum áhyggjum,“ segir Helga. Enda sé ekki víst að barnið verið sátt við birtingu slíkra upplýsinga þegar það sjálft verður fullorðið.Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Fréttablaðið/GVATekur undir með forstjóra Persónuverndar „Ég tek heils hugar undir með forstjóra Persónuverndar,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sem ræddi málið í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. „Mitt embætti tók þátt í því ásamt fleirum að setja upp leiðbeiningar eða viðmið til foreldra sem voru birtar í fyrra. Þar erum við að brýna fyrir fólki að staldra við og hugsa aðeins áður en það birtir myndir af börnunum sínum eða alls kyns upplýsingar. Það er auðvitað verið að birta mjög mikið um börn og þetta fær oft mjög mikla dreifingu. Jafnvel þó að þetta sé krúttlegt í dag og fái litla dreifingu í dag þá getur það gert það á morgun eða síðar og haft miklar afleiðingar fyrir börnin.“Hvar liggja mörkin? Hverju viltu beina til foreldra? „Það er auðvitað erfitt að setja einhver mörk og segja alveg nákvæmlega hvað fólk eigi að gera. Þessi tækni er líka í mikilli þróun og eitthvað sem við sjáum ekki í dag getur haft miklar afleiðingar seinna. Þannig að ég held að fólk þurfi fyrst að hugsa málið áður en það deilir myndum eða upplýsingum. Er þetta viðkvæmt? Getur þetta orðið skaðlegt í náinni framtíð eða í langri framtíð?“ sagði Salvör Nordal en viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir að myndbirtingar íslenskra foreldra af börnum sínum á samfélagsmiðlum séu komnar úr hófi fram. Þetta sé mikið áhyggjuefni enda geti myndbirtingar haft mikil áhrif á barnið í framtíðinni. Víða um heim keppast samfélagsmiðlastjörnur við að setja myndir og upplýsingar af ólögráða börnum sínum á samfélagsmiðla. Óhætt er að segja að það sama eigi við um íslenska foreldra sem sumir deila myndunum meðal fárra vina og kunningja á meðan aðrir deila þeim með tugþúsundum fylgjenda. Helga Þórisdóttir, forstjóri PersónuverndarVÍSIR/VILHELM„Þá er komin ákveðin miðlun á uppýsingum og aðgengi annarra og við erum að opna fyrir þann möguleika að margir sjái myndir af ungum börnum við allskyns aðstæður. Jafnvel fáklædd eða að gera þarfir sínar á klósettinu eða hvað sem það nú er,“ segir Helga. Það sem birtist á netinu geti farið mjög víða og megi finna síðar. Þar að auki séu foreldrar að veita stórfyrirtækjum úti í heimi aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum um börn sín. Þá geti birtingar af þessu tagi haft áhrif á líf barnsins með ýmsum ófyrirséðum hætti. „Það sem sett er inn á netið er jafnvel farið að hafa áhrif á það hvort börnin okkar komist í þá háskóla sem þau vilja í framtíðinni eða hvort þau fái þau störf sem þau vilja. Þetta hefur verið að gerast, meira úti í heimi en á Íslandi, að það er farið að skoða bakrunn einstaklinga miklu meira,“ segir Helga en nýlega gaf Persónuvernd út bækling með upplýsingum til foreldra og forráðamanna. Þar kemur fram að börn þurfi að samþykkja að birtar séu myndir eða upplýsingar um þau á netinu. Eðli málsins samkvæmt er þó ekki hægt að fá samþykki mjög ungra barna. Það er ekkert í lögum sem beinlínis bannar þessar myndbirtingar en Helga segir að foreldrar verði að nota heilbrigða skynsemi. „Starfandi hjá persónuvernd þá er nokkuð ljóst að mikil og óhófleg birting margra í samfélaginu veldur manni miklum áhyggjum,“ segir Helga. Enda sé ekki víst að barnið verið sátt við birtingu slíkra upplýsinga þegar það sjálft verður fullorðið.Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Fréttablaðið/GVATekur undir með forstjóra Persónuverndar „Ég tek heils hugar undir með forstjóra Persónuverndar,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sem ræddi málið í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. „Mitt embætti tók þátt í því ásamt fleirum að setja upp leiðbeiningar eða viðmið til foreldra sem voru birtar í fyrra. Þar erum við að brýna fyrir fólki að staldra við og hugsa aðeins áður en það birtir myndir af börnunum sínum eða alls kyns upplýsingar. Það er auðvitað verið að birta mjög mikið um börn og þetta fær oft mjög mikla dreifingu. Jafnvel þó að þetta sé krúttlegt í dag og fái litla dreifingu í dag þá getur það gert það á morgun eða síðar og haft miklar afleiðingar fyrir börnin.“Hvar liggja mörkin? Hverju viltu beina til foreldra? „Það er auðvitað erfitt að setja einhver mörk og segja alveg nákvæmlega hvað fólk eigi að gera. Þessi tækni er líka í mikilli þróun og eitthvað sem við sjáum ekki í dag getur haft miklar afleiðingar seinna. Þannig að ég held að fólk þurfi fyrst að hugsa málið áður en það deilir myndum eða upplýsingum. Er þetta viðkvæmt? Getur þetta orðið skaðlegt í náinni framtíð eða í langri framtíð?“ sagði Salvör Nordal en viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira