Vonast til þess að saga sín hvetji aðrar konur til þess að vera hugrakkar og frjálsar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2019 10:15 Rahaf var í viðtali á ABC Australia. vísir/vilhelm Rahaf Mohammed al-Qunun, sádi-arabíska unglingsstúlkan sem fangaði athygli heimsbyggðarinnar þegar hún læsti sig inn á hótelherbergi í Taílandi þar sem hún var á flótta undan fjölskyldu sinni, segist vonast til þess að saga sín veiti öðrum sádi-arabískum konum innblástur til þess að vera hugrakkar og frjálsar. Qunun fékk hæli í Kanada og lenti í Toronto á laugardag. Hún veitti sjónvarpsstöðinni ABC Australia viðtal og kvaðst vona að mál sitt gæti komið einhverjum breytingum af stað í heimalandi sínu en konur hafa afar takmörkuð réttindi í Sádi-Arabíu. Þannig mega þær ekki vinna, gifta sig eða ferðast án leyfis frá karlkyns forráðamanni. „Ég held að fjöldi kvenna sem flýja undan stjórnvöldum í Sádi-Arabíu eigi bara eftir að aukast, sérstaklega þar sem það er enginn til þess að stöðva þær. Ég vona að saga mín hvetji aðrar konur til þess að vera hugrakkar og frjálsar,“ sagði Qunun. Í viðtalinu lýsti Qunun því hvernig löngun hennar til þess að vera sjálfstæð hafi drifið hana áfram til þess að flýja undan bróður sínum og föður þar sem þau voru á ferðalagi í Kúveit en Qunun stefndi á Ástralíu með millilendingu í Bangkok í Taílandi. Hún læsti sig inni á hótelherbergi þar í landi og neitaði að fara út í sex daga. Segist Qunun hafa búist við því að yfirvöld myndu brjótast inn í herbergið og taka hana höndum. Íhugaði hún því að stytta sér aldur. „Þess vegna skrifaði ég kveðjubréf. Ég ákvað að ég myndi enda líf mitt áður en ég væri neydd til þess að snúa aftur til Sádi-Arabíu,“ sagði Qunun. „Mig langaði til að vera frjáls frá kúgun og þunglyndi. Ég vildi vera sjálfstæði. Ég hefði ekki getað gifst þeim sem ég vildi eða farið að vinna án þess að fá leyfi.“ Kanada Sádi-Arabía Taíland Tengdar fréttir Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ástralíu Biðja yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita ungri konu frá Sádi-Arabíu hæli. 9. janúar 2019 11:32 Sádíarabíska konan sem flúði fjölskyldu sína á leið til Kanada 11. janúar 2019 17:59 Táningurinn sem flúði fjölskyldu sína komin til Kanada Utanríkisráðherra Kanada tók á móti Rahaf al-Qunun á flugvellinum í Toronto. 12. janúar 2019 18:37 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Rahaf Mohammed al-Qunun, sádi-arabíska unglingsstúlkan sem fangaði athygli heimsbyggðarinnar þegar hún læsti sig inn á hótelherbergi í Taílandi þar sem hún var á flótta undan fjölskyldu sinni, segist vonast til þess að saga sín veiti öðrum sádi-arabískum konum innblástur til þess að vera hugrakkar og frjálsar. Qunun fékk hæli í Kanada og lenti í Toronto á laugardag. Hún veitti sjónvarpsstöðinni ABC Australia viðtal og kvaðst vona að mál sitt gæti komið einhverjum breytingum af stað í heimalandi sínu en konur hafa afar takmörkuð réttindi í Sádi-Arabíu. Þannig mega þær ekki vinna, gifta sig eða ferðast án leyfis frá karlkyns forráðamanni. „Ég held að fjöldi kvenna sem flýja undan stjórnvöldum í Sádi-Arabíu eigi bara eftir að aukast, sérstaklega þar sem það er enginn til þess að stöðva þær. Ég vona að saga mín hvetji aðrar konur til þess að vera hugrakkar og frjálsar,“ sagði Qunun. Í viðtalinu lýsti Qunun því hvernig löngun hennar til þess að vera sjálfstæð hafi drifið hana áfram til þess að flýja undan bróður sínum og föður þar sem þau voru á ferðalagi í Kúveit en Qunun stefndi á Ástralíu með millilendingu í Bangkok í Taílandi. Hún læsti sig inni á hótelherbergi þar í landi og neitaði að fara út í sex daga. Segist Qunun hafa búist við því að yfirvöld myndu brjótast inn í herbergið og taka hana höndum. Íhugaði hún því að stytta sér aldur. „Þess vegna skrifaði ég kveðjubréf. Ég ákvað að ég myndi enda líf mitt áður en ég væri neydd til þess að snúa aftur til Sádi-Arabíu,“ sagði Qunun. „Mig langaði til að vera frjáls frá kúgun og þunglyndi. Ég vildi vera sjálfstæði. Ég hefði ekki getað gifst þeim sem ég vildi eða farið að vinna án þess að fá leyfi.“
Kanada Sádi-Arabía Taíland Tengdar fréttir Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ástralíu Biðja yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita ungri konu frá Sádi-Arabíu hæli. 9. janúar 2019 11:32 Sádíarabíska konan sem flúði fjölskyldu sína á leið til Kanada 11. janúar 2019 17:59 Táningurinn sem flúði fjölskyldu sína komin til Kanada Utanríkisráðherra Kanada tók á móti Rahaf al-Qunun á flugvellinum í Toronto. 12. janúar 2019 18:37 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar biðla til Ástralíu Biðja yfirvöld Ástralíu um að íhuga að veita ungri konu frá Sádi-Arabíu hæli. 9. janúar 2019 11:32
Táningurinn sem flúði fjölskyldu sína komin til Kanada Utanríkisráðherra Kanada tók á móti Rahaf al-Qunun á flugvellinum í Toronto. 12. janúar 2019 18:37