Rótarhópar fyrir konur með fíknivanda Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. janúar 2019 07:45 Katrín Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir skipa ráð Rótarinnar. Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur stofnað til sjálfshjálparhópastarfs í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, sem kallaðir eru Rótarhópar. Hópastarfinu er ætlað að styðja konur til bata frá vímuefnafíkn og er það konunum að kostnaðarlausu að sækja sér stuðning í hópana. Í Rótarhópunum er unnið út frá þekkingu á sambandi áfalla og vímuefnavanda og er þátttaka í þeim aðeins hluti af bataferlinu að sögn aðstandenda. „Engin skyndilækning er til á áhrifum áfalla og allt lífið erum við að skoða fortíð okkar, læra af henni og skapa okkur betri framtíð í kjölfarið,“ segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, annar tveggja leiðbeinenda Rótarhópanna. Guðrún Ebba er grunnskólakennari og hefur leitt sjálfshjálparhópa í Stígamótum og Drekaslóð. Hinn leiðbeinandinn, Katrín G. Alfreðsdóttir, er félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og með gráðu í fíknifræðum. Umræðuefni hópanna tengjast viðfangsefnum námskeiðsins Konur studdar til bata, sem Rótin hélt í haust, þar sem aðaláherslan var á sjálfsmynd, sambönd og samskipti, kynverund og andlega heilsu kvenna með fíknivanda. „Innan þessara þátta eru undirflokkar sem allir snerta mikilvæg atriði fyrir konur í bataferli. Spurt er hvað kom fyrir konurnar í stað þess að spyrja hvað sé að þeim. Hvernig þær hafi komist af og til hvaða bjargráða hver og ein þeirra hafi gripið. Rætt er um nýjar aðferðir til að takast á við vandann í stað þess að grípa til þess að nota vímuefni.“ Guðrún Ebba segir það hafa verið draum kvennanna sem að Rótinni standa frá byrjun að stofna hópastarf, eða eins konar stuðningshópa, að fyrirmynd Stephanie Covington, sem er þekktur fíknisérfræðingur og doktor í sálfræði frá Bandaríkjunum. „Stephanie horfir á fíknina í gegnum áföllin, sem afleiðingu þess sem kom fyrir,“ útskýrir Guðrún Ebba. „Við teljum brýna þörf á svona starfi og það hefur mikið verið kallað eftir að Rótin verði með fundi eða einhvers konar hópastarf. Þetta er okkar svar við því.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Sjá meira
Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur stofnað til sjálfshjálparhópastarfs í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, sem kallaðir eru Rótarhópar. Hópastarfinu er ætlað að styðja konur til bata frá vímuefnafíkn og er það konunum að kostnaðarlausu að sækja sér stuðning í hópana. Í Rótarhópunum er unnið út frá þekkingu á sambandi áfalla og vímuefnavanda og er þátttaka í þeim aðeins hluti af bataferlinu að sögn aðstandenda. „Engin skyndilækning er til á áhrifum áfalla og allt lífið erum við að skoða fortíð okkar, læra af henni og skapa okkur betri framtíð í kjölfarið,“ segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, annar tveggja leiðbeinenda Rótarhópanna. Guðrún Ebba er grunnskólakennari og hefur leitt sjálfshjálparhópa í Stígamótum og Drekaslóð. Hinn leiðbeinandinn, Katrín G. Alfreðsdóttir, er félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og með gráðu í fíknifræðum. Umræðuefni hópanna tengjast viðfangsefnum námskeiðsins Konur studdar til bata, sem Rótin hélt í haust, þar sem aðaláherslan var á sjálfsmynd, sambönd og samskipti, kynverund og andlega heilsu kvenna með fíknivanda. „Innan þessara þátta eru undirflokkar sem allir snerta mikilvæg atriði fyrir konur í bataferli. Spurt er hvað kom fyrir konurnar í stað þess að spyrja hvað sé að þeim. Hvernig þær hafi komist af og til hvaða bjargráða hver og ein þeirra hafi gripið. Rætt er um nýjar aðferðir til að takast á við vandann í stað þess að grípa til þess að nota vímuefni.“ Guðrún Ebba segir það hafa verið draum kvennanna sem að Rótinni standa frá byrjun að stofna hópastarf, eða eins konar stuðningshópa, að fyrirmynd Stephanie Covington, sem er þekktur fíknisérfræðingur og doktor í sálfræði frá Bandaríkjunum. „Stephanie horfir á fíknina í gegnum áföllin, sem afleiðingu þess sem kom fyrir,“ útskýrir Guðrún Ebba. „Við teljum brýna þörf á svona starfi og það hefur mikið verið kallað eftir að Rótin verði með fundi eða einhvers konar hópastarf. Þetta er okkar svar við því.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Sjá meira