Evrópurisar setja forseta Venesúela afarkosti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. janúar 2019 14:13 Nicolás Maduro. Stephanie Keith/Getty Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Spánar hafa gert Nicolási Maduro, forseta Venesúela, ljóst að hann þurfi að kalla til kosninga í landinu á næstu átta dögum, ellegar muni ríkin lýsa yfir stuðningi við stjórnarandstöðu Venesúela, og viðurkenna þar með Juan Guaidó sem forseta landsins. Guaidó lýsti því yfir á miðvikudag að hann væri „starfandi forseti“ landsins í kjölfar fjölmennra mótmæla gegn Maduro. Mörg ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó. Maduro hefur í kjölfarið sakað Guaidó um valdaránstilraun og hefur slitið á opinber samskipti Venesúela við Bandaríkin. Maduro var á dögunum vígður inn í annað kjörtímabil sitt sem forseti í kjölfar kosninga sem margir Venesúelabúar sniðgengu. Þá hafa ásakanir um kosningasvindl einnig verið háværar í kjölfar kosninganna. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, skrifaði á Twitter í dag: „Spánn ber ábyrgð gagnvart rómönsku Ameríku… við leitumst ekki eftir því að breyta eða skipta út ríkisstjórnum, heldur viljum við lýðræði og frjálsar kosningar í Venesúela.“No buscamos poner o quitar gobiernos, queremos democracia y elecciones libres en #Venezuela. En todo caso, si en ocho días no hay convocatoria de elecciones justas, libres, transparentes y democráticas, España reconocerá a @jguaido como Presidente de Venezuela. — Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) January 26, 2019 Frakkland og Þýskaland hafa þá gefið út svipaðar yfirlýsingar í því sem virðist vera samstillt útspil ríkjanna í tilraun til þess að hrinda af stað kosningum í landinu. Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna mun koma saman í dag til þess að funda um ástandið í Venesúela. Frakkland Spánn Venesúela Þýskaland Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00 Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45 Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Spánar hafa gert Nicolási Maduro, forseta Venesúela, ljóst að hann þurfi að kalla til kosninga í landinu á næstu átta dögum, ellegar muni ríkin lýsa yfir stuðningi við stjórnarandstöðu Venesúela, og viðurkenna þar með Juan Guaidó sem forseta landsins. Guaidó lýsti því yfir á miðvikudag að hann væri „starfandi forseti“ landsins í kjölfar fjölmennra mótmæla gegn Maduro. Mörg ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa lýst yfir stuðningi við Guaidó. Maduro hefur í kjölfarið sakað Guaidó um valdaránstilraun og hefur slitið á opinber samskipti Venesúela við Bandaríkin. Maduro var á dögunum vígður inn í annað kjörtímabil sitt sem forseti í kjölfar kosninga sem margir Venesúelabúar sniðgengu. Þá hafa ásakanir um kosningasvindl einnig verið háværar í kjölfar kosninganna. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, skrifaði á Twitter í dag: „Spánn ber ábyrgð gagnvart rómönsku Ameríku… við leitumst ekki eftir því að breyta eða skipta út ríkisstjórnum, heldur viljum við lýðræði og frjálsar kosningar í Venesúela.“No buscamos poner o quitar gobiernos, queremos democracia y elecciones libres en #Venezuela. En todo caso, si en ocho días no hay convocatoria de elecciones justas, libres, transparentes y democráticas, España reconocerá a @jguaido como Presidente de Venezuela. — Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) January 26, 2019 Frakkland og Þýskaland hafa þá gefið út svipaðar yfirlýsingar í því sem virðist vera samstillt útspil ríkjanna í tilraun til þess að hrinda af stað kosningum í landinu. Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna mun koma saman í dag til þess að funda um ástandið í Venesúela.
Frakkland Spánn Venesúela Þýskaland Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00 Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45 Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Vargöld í Venesúela: Ekkert útlit fyrir að herinn láti af stuðningi við Maduro Minnst sjö eru látnir og ótilgreindur fjöldi hefur verið handtekinn eftir fjöldamótmæli gegn Nicolas Maduro, annars forseta Venesúela í gær. 24. janúar 2019 12:00
Trump segir leiðtoga stjórnarandstöðunnar réttmætan forseta Venesúela Stjórnarandstaðan vill nýta skriðþunga mótmælanna til að taka völdin af Madúró. 23. janúar 2019 18:45
Venesúela slítur stjórnmálasambandi við Bandaríkin Forseti Venesúela gefur bandarískum erindrekum þrjá sólahringa til að koma sér úr landi. 23. janúar 2019 21:18