Portúgalski miðjumaðurinn Telmo Castanheira er genginn til liðs við Pepsi-deildarlið ÍBV og gerir tveggja ára samning við félagið.
Frá þessu er greint á Fótbolti.net í dag.
Castanheira er 24 ára gamall og kemur til Eyjamanna frá portúgalska B-deildarliðinu Trofense þar sem hann hefur skorað 3 mörk í 14 leikjum á yfirstandandi leiktíð.
Hann var áður á mála hjá portúgalska stórveldinu Porto en hefur flakkað á milli liða í Portúgal undanfarin ár.
Portúgalinn Pedro Hipolito tók við ÍBV síðastliðið haust og er nú búinn að ná í þrjá samlanda sína til félagsins því áður höfðu þeir Rafael Veloso og Diego Coelho samið við Eyjamenn.
Þriðji Portúgalinn til Eyjamanna
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt
Enski boltinn




Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA
Körfubolti

Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum
Íslenski boltinn


„Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta”
Íslenski boltinn


Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum
Enski boltinn