Borgarlögmaður gagnrýnir Minjastofnun harðlega fyrir skyndifriðun Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2019 12:30 Ebba Schram er borgarlögmaður. Borgarlögmaður gagnrýnir Minjastofnun harðlega fyrir skyndifriðun á hluta Víkurgarðs. Engin rök réttlæti friðun og hún styðjist ekki við tilgang laga þar sem ljóst sé að á umræddu svæði séu engar minjar til að raska. Fallist ráðherra á friðunina skapist skaðabótaskylda á ríkið. Borgarlögmaður hefur sent Minjastofnun Íslands athugasemdir vegna skyndifriðunar stofnunarinnar á hluta Víkurgarðs, eða Fógetagarðsins, inni á byggingarlóð hótels á gamla Landsímareitnum. En Minjastofnun hefur jafnframt sent mennta- og menningarmálaráðuneytinu tillögu um varanlega friðun þessa svæðis og hefur ráðherra frest til 18. febrúar til að taka afstöðu til málsins. Tilgangur Minjastofnunar er að koma í veg fyrir einn af inngöngum væntanlegs hótels á vesturhlið þess. Í athugasemdum Ebbu Schram borgarlögmanns vegna friðlýsingarinnar til Minjastofnunar segir að í skilmálum fyrir friðlýsingartillögu sé að mati Reykjavíkurborgar hvorki að finna röksemdir sem réttlætt geti friðlýsingu hluta lóðarinnar, né um að fyrirhuguð friðlýsing samþýðist ákvæðum laga um menningarminjar. Reykjavíkurborg fái ekki séð að friðlýsing hluta lóðarinnar, til að koma í veg fyrir staðsetningu inngangs að hóteli, sé í samræmi við framangreindan tilgang laganna eða eigi sér stoð í þeim þar sem ljóst sé að staðsetningin muni engum minjum raska. Engar minjar séu lengur til staðar á svæðinu sem friðlýsingartillaga eigi að ná til og þar af leiðandi engin hætta á að minjar spillist, glatist eða gildi þeirra verði rýrt. Víkurgarður sé almenningsgarður og hafi verið lengi. Tillaga um friðlýsingu brjóti gegn meðalhófi og við meðferð málsins hafi ekki verið gætt að rannsóknarskyldu. Borgarlögmaður segir að Minjastofnun hafi haft öll tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við hönnun hótelsins á reitnum í skipulagsferli málsins en ekki gert það. Borgarlögmaður segir að skyndifriðun eða eftir atvikum friðlýsing geti leitt til bótaskyldu ríkisins. Fallist ráðherra á friðlýsinguna séóvissa um hvort hótelið rísi. Fasteignamat lóðar sé rúmar 774 milljónir en ætla megi að raunverðmæti sé umtalsvert meira. Borgarstjórn Fornminjar Víkurgarður Tengdar fréttir Telja Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingunni Settu fyllingu yfir svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsingu. 16. janúar 2019 11:57 Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18 Skúli fógeti loki hótelinu Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. 24. janúar 2019 06:15 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Borgarlögmaður gagnrýnir Minjastofnun harðlega fyrir skyndifriðun á hluta Víkurgarðs. Engin rök réttlæti friðun og hún styðjist ekki við tilgang laga þar sem ljóst sé að á umræddu svæði séu engar minjar til að raska. Fallist ráðherra á friðunina skapist skaðabótaskylda á ríkið. Borgarlögmaður hefur sent Minjastofnun Íslands athugasemdir vegna skyndifriðunar stofnunarinnar á hluta Víkurgarðs, eða Fógetagarðsins, inni á byggingarlóð hótels á gamla Landsímareitnum. En Minjastofnun hefur jafnframt sent mennta- og menningarmálaráðuneytinu tillögu um varanlega friðun þessa svæðis og hefur ráðherra frest til 18. febrúar til að taka afstöðu til málsins. Tilgangur Minjastofnunar er að koma í veg fyrir einn af inngöngum væntanlegs hótels á vesturhlið þess. Í athugasemdum Ebbu Schram borgarlögmanns vegna friðlýsingarinnar til Minjastofnunar segir að í skilmálum fyrir friðlýsingartillögu sé að mati Reykjavíkurborgar hvorki að finna röksemdir sem réttlætt geti friðlýsingu hluta lóðarinnar, né um að fyrirhuguð friðlýsing samþýðist ákvæðum laga um menningarminjar. Reykjavíkurborg fái ekki séð að friðlýsing hluta lóðarinnar, til að koma í veg fyrir staðsetningu inngangs að hóteli, sé í samræmi við framangreindan tilgang laganna eða eigi sér stoð í þeim þar sem ljóst sé að staðsetningin muni engum minjum raska. Engar minjar séu lengur til staðar á svæðinu sem friðlýsingartillaga eigi að ná til og þar af leiðandi engin hætta á að minjar spillist, glatist eða gildi þeirra verði rýrt. Víkurgarður sé almenningsgarður og hafi verið lengi. Tillaga um friðlýsingu brjóti gegn meðalhófi og við meðferð málsins hafi ekki verið gætt að rannsóknarskyldu. Borgarlögmaður segir að Minjastofnun hafi haft öll tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við hönnun hótelsins á reitnum í skipulagsferli málsins en ekki gert það. Borgarlögmaður segir að skyndifriðun eða eftir atvikum friðlýsing geti leitt til bótaskyldu ríkisins. Fallist ráðherra á friðlýsinguna séóvissa um hvort hótelið rísi. Fasteignamat lóðar sé rúmar 774 milljónir en ætla megi að raunverðmæti sé umtalsvert meira.
Borgarstjórn Fornminjar Víkurgarður Tengdar fréttir Telja Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingunni Settu fyllingu yfir svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsingu. 16. janúar 2019 11:57 Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18 Skúli fógeti loki hótelinu Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. 24. janúar 2019 06:15 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Telja Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingunni Settu fyllingu yfir svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsingu. 16. janúar 2019 11:57
Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18
Skúli fógeti loki hótelinu Forstjóri Minjastofnunnar varaði hótelbyggjendur á Landsímareitnum við því að að Minjastofnun geti látið færa styttuna af Skúla fógeta og sett hana fyrir inngang hótelsins verði hann um Víkurgarð. 24. janúar 2019 06:15