Lögregla í Danmörku lagði á síðasta ári hald á 710 kíló af hassi í hverfinu Kristjaníu í Kaupmannahöfn á síðasta ári. Er um 250 kílóa aukning frá fyrra ári.
Anne Tønnes, lögreglustjóri í Kaupmannahöfn, segir að aukningin sé ekki endilega merki um aukin hassviðskipti í Kristjaníu, heldur frekar til merkis um aukna nærveru lögreglunnar í hverfinu.
„Þetta er niðurstaða átaks sem við hófum í maí á síðasta ári. Við erum með aukna nærveru á Pusher Street, bæði þegar kemur að eftirliti og hreinsunar sölubásanna,“ segir Tønnes.
Handtökum hefur sömuleiðis fjölgað í Kristjaníu, en sjö hundruð manns voru handteknir á nýliðnu ári, samanborið við 183 árið 2017.
Þá var hald lagt á 6,2 milljónir danskra króna í reiðufé á síðasta ári, en upphæðin var 1,4 milljónir árið þar áður.