Saka skautaþjálfara um kynferðislega misnotkun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2019 11:30 Shim Sik-hee á ÓL í fyrra. vísir/getty Suður-Kórea hefur verið í fararbroddi í heiminum í sprettskautahlaupi en nú er búið að varpa dimmum skugga yfir starf skautasambandsins eftir að nokkrar stúlkur stigu fram og sökuðu þjálfarana í Kóreu um kynferðislega misnotkun. Suður-Kórea vann 24 gull á síðustu Vetrarólympíuleikum og skautafólk þjóðarinnar eru þjóðhetjur. Þetta mál er því mikill skellur fyrir þjóðina og ekki síst skautasambandið sem er ásakað að hafa breitt yfir allt saman. Fimm skautakonur, sem kjósa að koma fram undir nafnleynd af ótta við hefndaraðgerðir, opnuðu sig um málið í upphafi vikunnar. „Þær eru raunverulega hræddar við hefndaraðgerðir og útskúfun úr samfélaginu,“ sagði lögmaður stúlknanna en hann hefur einnig farið fram á rannsókn á formanni skautasambandsins sem hann segir hafa hylmt yfir ásakanir í áraraðir. Hann hafi komist upp með það þar sem hann sé vinur þekktra stjórnmálamanna og annarra með áhrif í samfélaginu. Ásakanirnar eru ekki bara um kynferðislega misnotkun. Í janúar steig Shim Sik-hee fram og sagði að þjálfarinn hennar hefði lamið hana síðan hún var sjö ára. Hann hefði meira að segja brotið fingur hennar með íshokkíkylfu. „Hann lamdi mig svo oft, og svo fast, að ég óttaðist að deyja á æfingum hjá honum,“ sagði Shim en þjálfarinn hennar var dæmdur í tíu mánaða fangelsi enda kom í ljós að hann hefði lamið fleiri en hana. Sami þjálfari var svo í kjölfarið ásakaður um kynferðislega misnotkun og það opnaði flóðgáttir sem ekki sér fyrir endann á. Þetta mál hefur þegar leitt það af sér að önnur íþróttasambönd í landinu eru að rannsaka hvort slík hegðun hafi viðgengist innan þeirra raða. Konur í kóreskum íþróttaheimi hafa verið að fá meira hugrekki til þess að stíga fram síðustu misseri og fyrrum tennisstjarnan Kim Ein-hee greindi frá kynferðislegri misnotkun frá sínum þjálfara. Sú misnotkun hófst er hún var aðeins tíu ára gömul. Sá þjálfari fékk tíu ára fangelsisdóm þannig að yfirvöld taka ásakanirnar alvarlega og refsa grimmilega. Aðrar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Suður-Kórea hefur verið í fararbroddi í heiminum í sprettskautahlaupi en nú er búið að varpa dimmum skugga yfir starf skautasambandsins eftir að nokkrar stúlkur stigu fram og sökuðu þjálfarana í Kóreu um kynferðislega misnotkun. Suður-Kórea vann 24 gull á síðustu Vetrarólympíuleikum og skautafólk þjóðarinnar eru þjóðhetjur. Þetta mál er því mikill skellur fyrir þjóðina og ekki síst skautasambandið sem er ásakað að hafa breitt yfir allt saman. Fimm skautakonur, sem kjósa að koma fram undir nafnleynd af ótta við hefndaraðgerðir, opnuðu sig um málið í upphafi vikunnar. „Þær eru raunverulega hræddar við hefndaraðgerðir og útskúfun úr samfélaginu,“ sagði lögmaður stúlknanna en hann hefur einnig farið fram á rannsókn á formanni skautasambandsins sem hann segir hafa hylmt yfir ásakanir í áraraðir. Hann hafi komist upp með það þar sem hann sé vinur þekktra stjórnmálamanna og annarra með áhrif í samfélaginu. Ásakanirnar eru ekki bara um kynferðislega misnotkun. Í janúar steig Shim Sik-hee fram og sagði að þjálfarinn hennar hefði lamið hana síðan hún var sjö ára. Hann hefði meira að segja brotið fingur hennar með íshokkíkylfu. „Hann lamdi mig svo oft, og svo fast, að ég óttaðist að deyja á æfingum hjá honum,“ sagði Shim en þjálfarinn hennar var dæmdur í tíu mánaða fangelsi enda kom í ljós að hann hefði lamið fleiri en hana. Sami þjálfari var svo í kjölfarið ásakaður um kynferðislega misnotkun og það opnaði flóðgáttir sem ekki sér fyrir endann á. Þetta mál hefur þegar leitt það af sér að önnur íþróttasambönd í landinu eru að rannsaka hvort slík hegðun hafi viðgengist innan þeirra raða. Konur í kóreskum íþróttaheimi hafa verið að fá meira hugrekki til þess að stíga fram síðustu misseri og fyrrum tennisstjarnan Kim Ein-hee greindi frá kynferðislegri misnotkun frá sínum þjálfara. Sú misnotkun hófst er hún var aðeins tíu ára gömul. Sá þjálfari fékk tíu ára fangelsisdóm þannig að yfirvöld taka ásakanirnar alvarlega og refsa grimmilega.
Aðrar íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira