Fá Slotnick og Dickstein gegn Jóhanni Helgasyni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. janúar 2019 07:00 Jóhann Helgason telur að lagið You Raise Me Up frá 2002 sé stuldur á lagi hans Söknuði frá 1977. Málaferli verða í Los Angeles. Fréttablaðið/Eyþór Línur eru að skýrast í umgjörð málaferla Jóhanns Helgasonar í Los Angeles vegna lagsins You Raise Me Up sem hann segir vera stuld á lagi hans Söknuði. Norska lagahöfundinum Rolf Lovland, írska textahöfundinum Brendan Graham og ýmsum stórfyrirtækjum í útgáfu og dreifingu tónlistar var stefnt við alríkisdómstól í Los Angeles 29. nóvember síðastliðinn. Nú hafa Universal Music Publishing Group, Warner Music Group, UMG Recordings Inc og Peermusic Ltd. tilnefnt sameiginlega lögmenn. Dómarinn í málinu samþykkti beiðni lögmannsstofunnar Loeb & Loeb um að lögmenn á skrifstofu Loeb & Loeb í New York mættu annast málið í Los Angeles. Tveir þessara lögmanna, Barry I. Slotnick og Tal E. Dickstein, eru í eigendahópi Loeb & Loeb. Með sér hafa þeir lögmanninn Ava Badiee. Slotnick og Dickstein eru þekktir sérfræðingar á sviði höfundarréttar. Má nefna að Slotnick var valinn úr hópi 850 tilnefndra sem verðmætasti einstaklingurinn á þessu sviði ári 2015, meðal annars fyrir sigur í höfundarréttarmáli vegna lagsins Loca með söngkonunni Shakira. Dickstein vann einnig að því máli. Þá hefur risafyrirtækið Apple tilnefnt lögmanninn Bobby A. Gahjar. Sá er í eigendahópi lögmannsstofunnar Cooley, stórfyrirtækis með 900 starfandi lögmenn og 130 milljarða króna árs veltu. Hvorki Rolv Lovland né Brendan Graham hafa enn brugðist við stefnu Jóhanns Helgasonar. Tónlistarveitan Spotify hefur heldur ekki enn tilnefnt lögmenn fyrir sitt leyti. Lögmenn áðurnefndra fyrirtækja og lögmaður Jóhanns, Michael Machat, hafa samið um og fengið samþykki dómara málsins fyrir því að þeir fyrrnefndu skili greinargerðum ekki síðar en 7. febrúar. Fréttablaðið leitaði eftir umsögn lögmannanna hjá Loeb & Loeb en þeir svara ekki hvað þeim finnist um fullyrðingar og kröfur Jóhanns og hvort þeir telji hann hafa eitthvað til síns máls. „Takk fyrir tölvupóstinn en við getum ekki tjáð okkur um yfirstandandi málaferli,“ segir í svari frá Tal Dickstein. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Jóhann Helgason gegn Universal Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Línur eru að skýrast í umgjörð málaferla Jóhanns Helgasonar í Los Angeles vegna lagsins You Raise Me Up sem hann segir vera stuld á lagi hans Söknuði. Norska lagahöfundinum Rolf Lovland, írska textahöfundinum Brendan Graham og ýmsum stórfyrirtækjum í útgáfu og dreifingu tónlistar var stefnt við alríkisdómstól í Los Angeles 29. nóvember síðastliðinn. Nú hafa Universal Music Publishing Group, Warner Music Group, UMG Recordings Inc og Peermusic Ltd. tilnefnt sameiginlega lögmenn. Dómarinn í málinu samþykkti beiðni lögmannsstofunnar Loeb & Loeb um að lögmenn á skrifstofu Loeb & Loeb í New York mættu annast málið í Los Angeles. Tveir þessara lögmanna, Barry I. Slotnick og Tal E. Dickstein, eru í eigendahópi Loeb & Loeb. Með sér hafa þeir lögmanninn Ava Badiee. Slotnick og Dickstein eru þekktir sérfræðingar á sviði höfundarréttar. Má nefna að Slotnick var valinn úr hópi 850 tilnefndra sem verðmætasti einstaklingurinn á þessu sviði ári 2015, meðal annars fyrir sigur í höfundarréttarmáli vegna lagsins Loca með söngkonunni Shakira. Dickstein vann einnig að því máli. Þá hefur risafyrirtækið Apple tilnefnt lögmanninn Bobby A. Gahjar. Sá er í eigendahópi lögmannsstofunnar Cooley, stórfyrirtækis með 900 starfandi lögmenn og 130 milljarða króna árs veltu. Hvorki Rolv Lovland né Brendan Graham hafa enn brugðist við stefnu Jóhanns Helgasonar. Tónlistarveitan Spotify hefur heldur ekki enn tilnefnt lögmenn fyrir sitt leyti. Lögmenn áðurnefndra fyrirtækja og lögmaður Jóhanns, Michael Machat, hafa samið um og fengið samþykki dómara málsins fyrir því að þeir fyrrnefndu skili greinargerðum ekki síðar en 7. febrúar. Fréttablaðið leitaði eftir umsögn lögmannanna hjá Loeb & Loeb en þeir svara ekki hvað þeim finnist um fullyrðingar og kröfur Jóhanns og hvort þeir telji hann hafa eitthvað til síns máls. „Takk fyrir tölvupóstinn en við getum ekki tjáð okkur um yfirstandandi málaferli,“ segir í svari frá Tal Dickstein.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Jóhann Helgason gegn Universal Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira