Brýnt að taka á kennitöluflakki með skilvirkum hætti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2019 14:21 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, skipaði starfshópinn. Fréttablaðið/eyþór Samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði segir brýnasta verkefnið að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Leggja verði til grundvallar sameiginlegar tillögur Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands svo og tillögur ríkisskattstjóra. Þetta kemur fram í skýrslu sem samstarfshópurinn skilaði í dag og kynnt var á blaðamannafundi. Fjallað er um aðgerðirnar hér að neðan miðað við framsetningu í samantekt í skýrslunni þar sem tillögunum er raðað í mikilvægisröð. Í tillögunum er meðal annars kveðið á um heimild til að setja forsvarsmenn fyrirtækja í tímabundið bann við þátttöku í stjórnun félaga með takmarkaða ábyrgð við tilteknar aðstæður, svokallað atvinnurekstrarbann, og auk þess er skerpt á fjölmörgum öðrum atriðum. Þá er lagt til að koma upp föstum samráðshópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem beri ábyrgð á sameiginlegri stefnumótun um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Fyrirbyggja alvarleg eða ítrekuð brot á starfsmönnum Lagt er til að þau stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnumarkaði, lögregla, ríkisskattstjóri, vinnueftirlitið og Vinnumálastofnun, geri með sér formlegt samkomulag um skipulagt samstarf gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði. Þessir aðilar verði í reglulegu samstarfi og samráði við aðila vinnumarkaðarins um stöðumat, greiningu og sameiginlegt vinustaðaeftirlit. Þá verði útfært hvernig megi fyrirbyggja alvarleg og/eða ítrekuð brot gegn starfsmönnum með því að útvíkka refsiábyrgð lögaðila og fyrirsvarsmanna. Auk þess verði stjórnvöldum veittar lagaheimildir til að taka á brotastarfsemi, meðal annars með þvingunarúrræðum og stjórnvaldsviðurlögum. Í lög um opinber innkaup verði sett skylda til keðjuábyrgðar.Skýr rammi fyrir starfsnám og sjálfboðaliða Tekið er á starfsnámi og sjálfboðaliðastarfsemi í tillögunum og lagt til að komið verði í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði undir þeim formerkjum. Markaður verði skýr rammi um hvað skuli heimilað undir þeim formerkjum. Kortlagðar verði með skipulegum hætti þær lagaheimildir sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa til að skiptast á gögnum og upplýsingum og gefin út handbók fyrir starfsmenn um sameiginlegan vettvang. Veittar verði viðbótarlagaheimildir eins og tilefni kunna að verða til. Tryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu. Aðgerðaráæltun gegn mansali liggi fyrir og að henni sé framfylgt. Endurskoðuð verði skilgriening á mansali, sett í lög bann við nauðungarvinnu og refsiákvæði til að tryggja skilvirka framkvæmd. Bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna, til að mynda með stofnun ráðgjafarstofu og aukinni upplýsingagjöf á vefnum. Einnig verði skipulögð upplýsingagjöf til atvinnurekenda um starfskjör.ASÍ fagnar tillögunum „Brotastarfsemi á borð við kennitöluflakk og mansal er óásættanleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. Slík háttsemi hefur alvarleg og víðtæk áhrif fyrir launafólk, atvinnulífið og samfélagið allt og veldur bæði persónulegu og samfélagslegu tjóni,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. „ASÍ hefur á undanförnum árum opinberað margar ljótar sögur af glæpastarfsemi á vinnumarkaði en á sama tíma gagnrýnt andvaraleysi og ótrúlegt langlundargeð stjórnvalda gagnvart slíkum brotum.“ Alþýðusamband Íslands fagnar því sérstaklega niðurstöðu starfshóps aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda sem var algjörlega einróma í sínum tillögum. Í þeirri vinnu hlutu tillögur ASÍ um úrbætur mikinn hljómgrunn. „Áralöng barátta ASÍ gegn athæfi svindlarana virðist því hafa skilað árangri.“ Félagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði segir brýnasta verkefnið að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Leggja verði til grundvallar sameiginlegar tillögur Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands svo og tillögur ríkisskattstjóra. Þetta kemur fram í skýrslu sem samstarfshópurinn skilaði í dag og kynnt var á blaðamannafundi. Fjallað er um aðgerðirnar hér að neðan miðað við framsetningu í samantekt í skýrslunni þar sem tillögunum er raðað í mikilvægisröð. Í tillögunum er meðal annars kveðið á um heimild til að setja forsvarsmenn fyrirtækja í tímabundið bann við þátttöku í stjórnun félaga með takmarkaða ábyrgð við tilteknar aðstæður, svokallað atvinnurekstrarbann, og auk þess er skerpt á fjölmörgum öðrum atriðum. Þá er lagt til að koma upp föstum samráðshópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem beri ábyrgð á sameiginlegri stefnumótun um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Fyrirbyggja alvarleg eða ítrekuð brot á starfsmönnum Lagt er til að þau stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnumarkaði, lögregla, ríkisskattstjóri, vinnueftirlitið og Vinnumálastofnun, geri með sér formlegt samkomulag um skipulagt samstarf gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði. Þessir aðilar verði í reglulegu samstarfi og samráði við aðila vinnumarkaðarins um stöðumat, greiningu og sameiginlegt vinustaðaeftirlit. Þá verði útfært hvernig megi fyrirbyggja alvarleg og/eða ítrekuð brot gegn starfsmönnum með því að útvíkka refsiábyrgð lögaðila og fyrirsvarsmanna. Auk þess verði stjórnvöldum veittar lagaheimildir til að taka á brotastarfsemi, meðal annars með þvingunarúrræðum og stjórnvaldsviðurlögum. Í lög um opinber innkaup verði sett skylda til keðjuábyrgðar.Skýr rammi fyrir starfsnám og sjálfboðaliða Tekið er á starfsnámi og sjálfboðaliðastarfsemi í tillögunum og lagt til að komið verði í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði undir þeim formerkjum. Markaður verði skýr rammi um hvað skuli heimilað undir þeim formerkjum. Kortlagðar verði með skipulegum hætti þær lagaheimildir sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa til að skiptast á gögnum og upplýsingum og gefin út handbók fyrir starfsmenn um sameiginlegan vettvang. Veittar verði viðbótarlagaheimildir eins og tilefni kunna að verða til. Tryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu. Aðgerðaráæltun gegn mansali liggi fyrir og að henni sé framfylgt. Endurskoðuð verði skilgriening á mansali, sett í lög bann við nauðungarvinnu og refsiákvæði til að tryggja skilvirka framkvæmd. Bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna, til að mynda með stofnun ráðgjafarstofu og aukinni upplýsingagjöf á vefnum. Einnig verði skipulögð upplýsingagjöf til atvinnurekenda um starfskjör.ASÍ fagnar tillögunum „Brotastarfsemi á borð við kennitöluflakk og mansal er óásættanleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði. Slík háttsemi hefur alvarleg og víðtæk áhrif fyrir launafólk, atvinnulífið og samfélagið allt og veldur bæði persónulegu og samfélagslegu tjóni,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. „ASÍ hefur á undanförnum árum opinberað margar ljótar sögur af glæpastarfsemi á vinnumarkaði en á sama tíma gagnrýnt andvaraleysi og ótrúlegt langlundargeð stjórnvalda gagnvart slíkum brotum.“ Alþýðusamband Íslands fagnar því sérstaklega niðurstöðu starfshóps aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda sem var algjörlega einróma í sínum tillögum. Í þeirri vinnu hlutu tillögur ASÍ um úrbætur mikinn hljómgrunn. „Áralöng barátta ASÍ gegn athæfi svindlarana virðist því hafa skilað árangri.“
Félagsmál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira