Um 79 prósent íbúa Félagsbústaða eru frekar eða mjög ánægðir með að leigja hjá félaginu en 13 prósent eru frekar eða mjög óánægðir og sjö prósent segjast hvorki ánægð né óánægð.
Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun sem MMR gerði fyrir Félagsbústaði meðal leigjenda.
Úrtakið í könnuninni var 846 leigjendur Félagsbústaða. Svarhlutfallið var aðeins 35 prósent.
