GM stærst í Mexíkó Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2019 16:00 Framleiðsla GM í Mexíkó jókst um 4%. General Motors framleiddi meira en fjórðung bíla sinna í Mexíkó og það vafalaust við lítinn fögnuð Donalds Trump. General Motors hefur verið að minnka framleiðslu bíla sinna í Bandaríkjunum og Kanada en auka hana í Mexíkó þar sem laun eru lægri. Bílaframleiðsla GM í Mexíkó jókst um 4% í fyrra og við það fór GM upp fyrir Nissan sem stærsti bílaframleiðandinn í Mexíkó, en framleiðsla Nissan minnkaði um 10% á sama tíma. Framleiðsla GM í heimalandinu Bandaríkjunum minnkaði í fyrra um 5% og um heil 33% í Kanada þar sem GM lokaði verksmiðjum. Alls framleiddi GM 834.414 bíla í Mexíkó en Nissan framleiddi þar 763.257 bíla. Flestir þessara bíla eru fluttir til sölu í Bandaríkjunum. Framleiðsla bíla í Mexíkó dróst saman um 1% í fyrra og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá upphafi bílaframleiðslu þar. Bílaframleiðsla í Bandaríkjunum féll um 2,6% í fyrra og um 8,8% í Kanada. Aðeins þrír bílaframleiðendur juku við framleiðslu sína í Bandaríkjunum, en það voru Tesla (+151%), Volkswagen Group (+22%) og Honda (+2,7%). Ford reyndist stærsti bílaframleiðandinn í Bandaríkjunum í fyrra og framleiddi nærri 2,4 milljónir bíla, en GM 2,1 milljón. Alls voru framleiddir 11.074.160 bílar í Bandaríkjunum í fyrra, en samtals 16.960.729 bílar ef Mexíkó og Kanada er bætt við. Búast má við því að GM auki bílaframleiðslu sína í Mexíkó þetta árið þar sem fyrirtækið bætir þar við framleiðslu á Chevrolet Blazer jeppanum sem gengur með því í endurnýjun lífdaga. Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent
General Motors framleiddi meira en fjórðung bíla sinna í Mexíkó og það vafalaust við lítinn fögnuð Donalds Trump. General Motors hefur verið að minnka framleiðslu bíla sinna í Bandaríkjunum og Kanada en auka hana í Mexíkó þar sem laun eru lægri. Bílaframleiðsla GM í Mexíkó jókst um 4% í fyrra og við það fór GM upp fyrir Nissan sem stærsti bílaframleiðandinn í Mexíkó, en framleiðsla Nissan minnkaði um 10% á sama tíma. Framleiðsla GM í heimalandinu Bandaríkjunum minnkaði í fyrra um 5% og um heil 33% í Kanada þar sem GM lokaði verksmiðjum. Alls framleiddi GM 834.414 bíla í Mexíkó en Nissan framleiddi þar 763.257 bíla. Flestir þessara bíla eru fluttir til sölu í Bandaríkjunum. Framleiðsla bíla í Mexíkó dróst saman um 1% í fyrra og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá upphafi bílaframleiðslu þar. Bílaframleiðsla í Bandaríkjunum féll um 2,6% í fyrra og um 8,8% í Kanada. Aðeins þrír bílaframleiðendur juku við framleiðslu sína í Bandaríkjunum, en það voru Tesla (+151%), Volkswagen Group (+22%) og Honda (+2,7%). Ford reyndist stærsti bílaframleiðandinn í Bandaríkjunum í fyrra og framleiddi nærri 2,4 milljónir bíla, en GM 2,1 milljón. Alls voru framleiddir 11.074.160 bílar í Bandaríkjunum í fyrra, en samtals 16.960.729 bílar ef Mexíkó og Kanada er bætt við. Búast má við því að GM auki bílaframleiðslu sína í Mexíkó þetta árið þar sem fyrirtækið bætir þar við framleiðslu á Chevrolet Blazer jeppanum sem gengur með því í endurnýjun lífdaga.
Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent