Mitsubishi mætir með rafmagnaðan jeppling í Genf Finnur Thorlacius skrifar 15. febrúar 2019 21:00 Stríðnimynd af jepplingnum. Það koma ekki margar fréttirnar almennt frá japanska bílaframleiðandanum Mitsubishi en ein glæný hermir að fyrirtækið muni mæta með nýjan rafmagnsjeppling á bílasýninguna í Genf í mars komandi. Ekki er mikið vitað um þennan bíl, nema helst að hann mun fá nafnið Engelberg Tourer, en það kemur frá Alpabæ einum í Sviss sem þekktur er fyrir mótorsport. Af myndinni af bílnum að dæma ætlar Mitsubishi að notast við myndavélatækni í stað hliðarspegla og er slíkt títt með nýja bíla, en stenst þó ekki lög í flestum löndum. Mitsubishi hefur verið að gera það gott undanfarið með Outlander PHEV bíl sinn sem selst víða einkar vel, en hann var söluhæsta einstaka bílgerð á Íslandi á síðasta ári. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent
Það koma ekki margar fréttirnar almennt frá japanska bílaframleiðandanum Mitsubishi en ein glæný hermir að fyrirtækið muni mæta með nýjan rafmagnsjeppling á bílasýninguna í Genf í mars komandi. Ekki er mikið vitað um þennan bíl, nema helst að hann mun fá nafnið Engelberg Tourer, en það kemur frá Alpabæ einum í Sviss sem þekktur er fyrir mótorsport. Af myndinni af bílnum að dæma ætlar Mitsubishi að notast við myndavélatækni í stað hliðarspegla og er slíkt títt með nýja bíla, en stenst þó ekki lög í flestum löndum. Mitsubishi hefur verið að gera það gott undanfarið með Outlander PHEV bíl sinn sem selst víða einkar vel, en hann var söluhæsta einstaka bílgerð á Íslandi á síðasta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent