Sakar Jón Baldvin um lygar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 14:00 Frænka eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra sakar hann um lygar. Vísir/Vilhelm Frásagnir tuttugu og þriggja ónafnfgreindra kvenna um kynferðisbrot og áreiti Jóns Baldvins Hannibalssonar koma fram á bloggsíðu sem birtist í morgun. Hann neitar að hafa beitt kynferðislegri misbeitingu og segir um róg og níð að ræða. Talskona hópsins segir hann ljúga. í janúar hófu að birtast frásagnir kvenna um kynferðisbrot Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra á Facebook. Í morgun opnaði bloggsíða með 23 nafnlausum sögum þolenda af kynferðisbrotum og áreitni af hans hálfu sem ná yfir nær 60 ár. Konurnar kenna sig við Metoo-byltinguna og segja að tilgangurinn sé að frelsa sig frá þeirri þjáningu sem samskipti við hann hafi valdið í áratugi. Í fréttum okkar í gær neitaði Jón Baldvin að hafa áreitt konur kynferðislega. „Vitandi vits hef ég aldrei káfað, þuklað klipið eða sýnt konum óvirðingu í orði, þvert á móti,“ segir Jón Baldvin. Guðrún Harðardóttir segir Jón Baldvin ljúga.vísir/aðsend Guðrún Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns, er ein af talskonum Metoo-hópsins. Hún segir hann ljúga. „Maðurinn lýgur, það er bara þannig. Ég meina, við erum 23 konur sem höfum allar upplifað að hann sé annað hvort að káfa á okkur, troða tungunni upp í okkur, horfa á okkur sofandi, segja við okkur að hann vilji sofa hjá okkur frá því við erum tíu ára þangað til við erum 18 ára,“ segir Guðrún. Jón segir að hann komi aðeins til með að svara ásökunum þeirra sem komi fram undir nafni. „Ef einhver ber þig svívirðilegum sökum á netinu eða í fjölmiðlum hvernig er hægt að svara ef þú veist ekkert hver það er. Þetta voru kallaðar gróusögur í gamla daga og er rógur og níð. Ég skora á þetta fólk að koma fram undir nafni og standa þá fyrir máli sínu í réttarkerfi Íslands,“ segir Jón Baldvin. Guðrún segir að ekki hafi komið til greina að birta nöfn þeirra kvenna sem um ræðir. „Nei, vegna þess að vanalega beinist öll athyglin að þolendum og umræðan fer þá að snúast um trúðverugleika þeirra. Við vildum beina umræðunni að Jóni Baldvini en ekki okkur,“ segir Guðrún. Jón Baldvin hefur sagt að um sé að ræða hóp í kringum dóttur hans og telur að verið sé reyna að koma í veg fyrir bókaútgáfu og málþing í tilefni af áttræðis afmæli hans. Þessu neitar Guðrún. „Þetta eru þvílíkar samsæriskenningar að þetta sé einhver hópur öfgafemínisma sem sé að reyna að klekkja á honum. Sögurnar eru bara það margar og sýna ákveðin mynstur sem er bara ekki hægt að skálda,“ segir Guðrún Harðardóttir. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Frásagnir tuttugu og þriggja ónafnfgreindra kvenna um kynferðisbrot og áreiti Jóns Baldvins Hannibalssonar koma fram á bloggsíðu sem birtist í morgun. Hann neitar að hafa beitt kynferðislegri misbeitingu og segir um róg og níð að ræða. Talskona hópsins segir hann ljúga. í janúar hófu að birtast frásagnir kvenna um kynferðisbrot Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra á Facebook. Í morgun opnaði bloggsíða með 23 nafnlausum sögum þolenda af kynferðisbrotum og áreitni af hans hálfu sem ná yfir nær 60 ár. Konurnar kenna sig við Metoo-byltinguna og segja að tilgangurinn sé að frelsa sig frá þeirri þjáningu sem samskipti við hann hafi valdið í áratugi. Í fréttum okkar í gær neitaði Jón Baldvin að hafa áreitt konur kynferðislega. „Vitandi vits hef ég aldrei káfað, þuklað klipið eða sýnt konum óvirðingu í orði, þvert á móti,“ segir Jón Baldvin. Guðrún Harðardóttir segir Jón Baldvin ljúga.vísir/aðsend Guðrún Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns, er ein af talskonum Metoo-hópsins. Hún segir hann ljúga. „Maðurinn lýgur, það er bara þannig. Ég meina, við erum 23 konur sem höfum allar upplifað að hann sé annað hvort að káfa á okkur, troða tungunni upp í okkur, horfa á okkur sofandi, segja við okkur að hann vilji sofa hjá okkur frá því við erum tíu ára þangað til við erum 18 ára,“ segir Guðrún. Jón segir að hann komi aðeins til með að svara ásökunum þeirra sem komi fram undir nafni. „Ef einhver ber þig svívirðilegum sökum á netinu eða í fjölmiðlum hvernig er hægt að svara ef þú veist ekkert hver það er. Þetta voru kallaðar gróusögur í gamla daga og er rógur og níð. Ég skora á þetta fólk að koma fram undir nafni og standa þá fyrir máli sínu í réttarkerfi Íslands,“ segir Jón Baldvin. Guðrún segir að ekki hafi komið til greina að birta nöfn þeirra kvenna sem um ræðir. „Nei, vegna þess að vanalega beinist öll athyglin að þolendum og umræðan fer þá að snúast um trúðverugleika þeirra. Við vildum beina umræðunni að Jóni Baldvini en ekki okkur,“ segir Guðrún. Jón Baldvin hefur sagt að um sé að ræða hóp í kringum dóttur hans og telur að verið sé reyna að koma í veg fyrir bókaútgáfu og málþing í tilefni af áttræðis afmæli hans. Þessu neitar Guðrún. „Þetta eru þvílíkar samsæriskenningar að þetta sé einhver hópur öfgafemínisma sem sé að reyna að klekkja á honum. Sögurnar eru bara það margar og sýna ákveðin mynstur sem er bara ekki hægt að skálda,“ segir Guðrún Harðardóttir.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13
Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25
Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00