Stórefla á miðlæga stjórnsýslu í borginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 19:00 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. vísir/vilhelm Öll miðlæg stjórnsýsla í borginni verður stórefld sem þýðir farið verður yfir öll innkaupamál og ferla hjá borginni. Þetta segir formaður borgarráðs. Aðgerðin sé meðal viðbragða við skýrslu Innri endurskoðunnar um braggann og til að koma í veg fyrir að slík mál endurtaki sig. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að mikil vinna hafi farið í að vinna að úrbótum vegna ábendinga Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 en þær eru hátt í 40. „Við drógum saman úr skýrslu Innri endruskoðunnar gríðarlegan fjölda ábendinga og erum að vinna þær en aukreitis erum við að leggja til endurskoðun á miðlægri stjórnun borgarinnar. Það þýðir að öll innkaupamál verða skoðuð, við erum að fara skoða alla ferla og straumlínulaga þetta allt saman og mæta því að ekki verði annað braggamál,“ segir Þórdís. Innri endurskoðun sendi frá sér minnisblað í janúar vegna rannsóknar á tölvupóstum skrifstofustjóra og verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar vegna framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. Þar kemur fram að Innri endurskoðun fann einungis örfáa tölvupósta í skjalavörslukerfi borgarinnar um Nauthólsveg. Ljóst sé að útsendum tölvupóstum hafi verið eytt úr pósthólfi skrifstofustjórans. Þá hafi öllum tölvupóstum í pósthólfi verkefnastjórans fyrir október 2017 verið eytt. Ekki sé hægt að staðfesta hvort meðal hinna eyddu pósta hafi verið tölvupóstar varðandi Nauthólsveg. Þórdís segir að meirihlutinn hafi metið það sem svo að ekki þurfi að ráðast í frekari aðgerðir til að endurheimta tölvupóstinn enda hafi ekki verið talin sérstök þörf á því í skýrslu Innri endurskoðunar. Hinsvegar liggir fyrir tillögur um það. „Það eru tillögur frá ýmsum flokkum í kerfinu um það og þær eru í vinnslu,“ segir Þórdís. Hún segir að í málinu hafi ekki komið fram hjá hverjum skýr ábyrgð lá. „Braggamálið var utan kerfis og ekki skýrt hvar ábyrgðin var og við viljum bæta það,“ segir Þórdís Lóa. Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Öll miðlæg stjórnsýsla í borginni verður stórefld sem þýðir farið verður yfir öll innkaupamál og ferla hjá borginni. Þetta segir formaður borgarráðs. Aðgerðin sé meðal viðbragða við skýrslu Innri endurskoðunnar um braggann og til að koma í veg fyrir að slík mál endurtaki sig. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs segir að mikil vinna hafi farið í að vinna að úrbótum vegna ábendinga Innri endurskoðunar um Nauthólsveg 100 en þær eru hátt í 40. „Við drógum saman úr skýrslu Innri endruskoðunnar gríðarlegan fjölda ábendinga og erum að vinna þær en aukreitis erum við að leggja til endurskoðun á miðlægri stjórnun borgarinnar. Það þýðir að öll innkaupamál verða skoðuð, við erum að fara skoða alla ferla og straumlínulaga þetta allt saman og mæta því að ekki verði annað braggamál,“ segir Þórdís. Innri endurskoðun sendi frá sér minnisblað í janúar vegna rannsóknar á tölvupóstum skrifstofustjóra og verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar vegna framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. Þar kemur fram að Innri endurskoðun fann einungis örfáa tölvupósta í skjalavörslukerfi borgarinnar um Nauthólsveg. Ljóst sé að útsendum tölvupóstum hafi verið eytt úr pósthólfi skrifstofustjórans. Þá hafi öllum tölvupóstum í pósthólfi verkefnastjórans fyrir október 2017 verið eytt. Ekki sé hægt að staðfesta hvort meðal hinna eyddu pósta hafi verið tölvupóstar varðandi Nauthólsveg. Þórdís segir að meirihlutinn hafi metið það sem svo að ekki þurfi að ráðast í frekari aðgerðir til að endurheimta tölvupóstinn enda hafi ekki verið talin sérstök þörf á því í skýrslu Innri endurskoðunar. Hinsvegar liggir fyrir tillögur um það. „Það eru tillögur frá ýmsum flokkum í kerfinu um það og þær eru í vinnslu,“ segir Þórdís. Hún segir að í málinu hafi ekki komið fram hjá hverjum skýr ábyrgð lá. „Braggamálið var utan kerfis og ekki skýrt hvar ábyrgðin var og við viljum bæta það,“ segir Þórdís Lóa.
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira