Framherjinn Arnór Gauti Ragnarsson hefur fært sig um set og mun spila með Fylki í Pepsideild karla í sumar.
Arnór Gauti er uppalinn Mosfellingur en hefur spilað með ÍBV, Selfossi og Breiðabliki. Hann spilaði 21 leik í deild og bikar með Blikum síðasta sumar og annað af tveimur mörkum hans var sigurmark gegn Val í uppbótartíma í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
„Það eru sjónarsviptir af Arnóri Gauta. Hann er vinsæll hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Breiðabliks enda gefur hann alltaf 100% í alla leiki sem hann spilar. Blikar óska Arnóri Gauta góðs gengis og vona að hann eigi eftir að finna sig vel í Árbænum á komandi tímabili,“ segir í tilkynningu Breiðabliks á Facebook-síðu félagsins í dag.
Arnór skrifaði undir þriggja ára samning við Fylki. Hann á að baki 72 meistaraflokksleiki á Íslandi sem og 6 leiki með yngri landsliðum Íslands en hann er fæddur árið 1997.
Fylkir var nýliði í Pepsideildinni síðasta sumar og endaði í áttunda sæti deildarinnar eftir að hafa verið í fallbaráttu allt tímabilið.
Arnór Gauti genginn til liðs við Fylki
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Hann er tekinn út úr leiknum“
Körfubolti


„Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“
Körfubolti

Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér
Íslenski boltinn

Valur einum sigri frá úrslitum
Handbolti


Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð
Íslenski boltinn

Fyrsta deildartap PSG
Fótbolti

„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“
Íslenski boltinn
