Þýskalandskanslari hættir á Facebook Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 22:28 Merkel ætlar að segja skilið við Fésbókina. Sascha Schuermann/Getty Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynnti í dag í myndbandi á Facebook-síðu sinni að hún hygðist segja skilið við miðilinn. Merkel hefur lýst því yfir að hún hyggist ekki sækjast eftir endurkjöri sem kanslari Þýskalands í næstu kosningum og hefur þegar látið af störfum sem formaður flokks síns, Kristilegra demókrata. „Í dag vil ég þakka ykkur fyrir stuðning ykkar við Facebook-síðu mína,“ segir Merkel meðal annars í myndbandinu. „Þið vitið að ég er ekki lengur formaður Kristilegra demókrata og þess vegna mun ég loka Facebook-síðunni minni.“ Síðasta færsla Merkel á Facebook var myndband af ræðu hennar á landsfundi Kristilegra demókrata í desember, þar sem hún lét formlega af störfum sem formaður flokksins. Virkni hennar á miðlinum hefur því verið lítil sem engin upp á síðkastið. Aðdáendur kanslarans þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af því að Merkel hverfi alfarið af sviði samfélagsmiðla, en í myndbandinu hvatti hún fólk til þess að fylgjast áfram með störfum hennar á opinberri Facebook-síðu þýsku ríkisstjórnarinnar. Merkel hyggst einnig halda áfram að sinna samfélagsmiðlum í gegnum Instagram-síðu sína. Fyrr í vikunni bárust fréttir af því að íslenski þrifsnapparinn Sólrún Diego væri hætt á samskiptamiðlinum Snapchat en hygðist halda sig áfram á Instagram, eða „Gramminu,“ eins og það er oft þekkt í daglegu tali hér á landi. Það er því ljóst að Instagram virðist vera miðillinn sem stórstjörnurnar halda hvað mestri tryggð við. Facebook Samfélagsmiðlar Þýskaland Tengdar fréttir Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00 Sólrún Diego hætt á Snapchat Þrifsnapparinn Sólrún Diego er hætt á Snapchat en hún greindi fylgjendum sínum frá þessu á miðlinum fyrir stundu. 31. janúar 2019 16:30 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynnti í dag í myndbandi á Facebook-síðu sinni að hún hygðist segja skilið við miðilinn. Merkel hefur lýst því yfir að hún hyggist ekki sækjast eftir endurkjöri sem kanslari Þýskalands í næstu kosningum og hefur þegar látið af störfum sem formaður flokks síns, Kristilegra demókrata. „Í dag vil ég þakka ykkur fyrir stuðning ykkar við Facebook-síðu mína,“ segir Merkel meðal annars í myndbandinu. „Þið vitið að ég er ekki lengur formaður Kristilegra demókrata og þess vegna mun ég loka Facebook-síðunni minni.“ Síðasta færsla Merkel á Facebook var myndband af ræðu hennar á landsfundi Kristilegra demókrata í desember, þar sem hún lét formlega af störfum sem formaður flokksins. Virkni hennar á miðlinum hefur því verið lítil sem engin upp á síðkastið. Aðdáendur kanslarans þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af því að Merkel hverfi alfarið af sviði samfélagsmiðla, en í myndbandinu hvatti hún fólk til þess að fylgjast áfram með störfum hennar á opinberri Facebook-síðu þýsku ríkisstjórnarinnar. Merkel hyggst einnig halda áfram að sinna samfélagsmiðlum í gegnum Instagram-síðu sína. Fyrr í vikunni bárust fréttir af því að íslenski þrifsnapparinn Sólrún Diego væri hætt á samskiptamiðlinum Snapchat en hygðist halda sig áfram á Instagram, eða „Gramminu,“ eins og það er oft þekkt í daglegu tali hér á landi. Það er því ljóst að Instagram virðist vera miðillinn sem stórstjörnurnar halda hvað mestri tryggð við.
Facebook Samfélagsmiðlar Þýskaland Tengdar fréttir Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00 Sólrún Diego hætt á Snapchat Þrifsnapparinn Sólrún Diego er hætt á Snapchat en hún greindi fylgjendum sínum frá þessu á miðlinum fyrir stundu. 31. janúar 2019 16:30 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00
Sólrún Diego hætt á Snapchat Þrifsnapparinn Sólrún Diego er hætt á Snapchat en hún greindi fylgjendum sínum frá þessu á miðlinum fyrir stundu. 31. janúar 2019 16:30