Kristófer um rasismann: Erfiðara að gleyma þessu en öðru Anton Ingi Leifsson skrifar 1. febrúar 2019 20:15 Kristófer Acox, leikmaður KR í Dominos-deild karla, varð fyrir kynþáttafordómum í leik liðsins gegn Tindastól í Síkinu í gærkvöldi. Kristófer greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni skömmu eftir leik og hefur málið, eðlilega, vakið mikil viðbrögð í körfuboltasamfélaginu. „Þetta kemur af svölunum fyrir ofan bekkinn okkar. Ég sá ekkert hver þetta var en maður heyrir þetta,“ sagði Kristófer í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Maður reynir að hlusta ekki á hvað áhorfendurnir í hinum liðunum eru að segja en þegar maður heyrir eitthvað persónulegt tekur maður því nærri sér,“ en hvað sagði viðkomandi? „Hann segir við Inga að taka mig útaf og setja mig í apabúrið eða eitthvað svona rugl.“ Kristófer segir að þetta sé í fyrsta skipti sem þetta gerist fyrir hann, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar í heiminum. „Ég hef aldrei lent í svona veseni sem betur fer og ég hef oft verið spurður að því hvort að þetta væri eitthvað sem ég hafði sloppið við. Ég hef alltaf getað svarað því játandi svo það er mjög leiðinlegt að heyra þetta núna og hvað þá 2019.“ „Það kom ekki fram í því sem ég setti á netið en formaður Tindastóls kom til mín strax eftir leik og baðst afsökunar fyrir hönd félagsins,“ sagði Kristófer og bætti við að lokum: „Það er erfiðara að gleyma þessu en öðru en þeir brugðust vel við og komu beint til mín. Ég hef ekkert út á þá að setja,“ sagði Kristófer um viðbrögð Stólanna. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55 Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. 1. febrúar 2019 11:01 Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00 Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
Kristófer Acox, leikmaður KR í Dominos-deild karla, varð fyrir kynþáttafordómum í leik liðsins gegn Tindastól í Síkinu í gærkvöldi. Kristófer greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni skömmu eftir leik og hefur málið, eðlilega, vakið mikil viðbrögð í körfuboltasamfélaginu. „Þetta kemur af svölunum fyrir ofan bekkinn okkar. Ég sá ekkert hver þetta var en maður heyrir þetta,“ sagði Kristófer í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Maður reynir að hlusta ekki á hvað áhorfendurnir í hinum liðunum eru að segja en þegar maður heyrir eitthvað persónulegt tekur maður því nærri sér,“ en hvað sagði viðkomandi? „Hann segir við Inga að taka mig útaf og setja mig í apabúrið eða eitthvað svona rugl.“ Kristófer segir að þetta sé í fyrsta skipti sem þetta gerist fyrir hann, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar í heiminum. „Ég hef aldrei lent í svona veseni sem betur fer og ég hef oft verið spurður að því hvort að þetta væri eitthvað sem ég hafði sloppið við. Ég hef alltaf getað svarað því játandi svo það er mjög leiðinlegt að heyra þetta núna og hvað þá 2019.“ „Það kom ekki fram í því sem ég setti á netið en formaður Tindastóls kom til mín strax eftir leik og baðst afsökunar fyrir hönd félagsins,“ sagði Kristófer og bætti við að lokum: „Það er erfiðara að gleyma þessu en öðru en þeir brugðust vel við og komu beint til mín. Ég hef ekkert út á þá að setja,“ sagði Kristófer um viðbrögð Stólanna. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55 Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. 1. febrúar 2019 11:01 Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00 Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sjá meira
Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55
Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. 1. febrúar 2019 11:01
Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00