Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum birtar á opnum Instagram-aðgöngum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 19:30 Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um smáforritið Yubo sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 til 17 ára til að eignast vini. Forritið svipar aftur á móti mjög til stefnumótaforrits þar sem krakkar setja sumir inn ögrandi myndir og leita jafnvel eftir félaga sem vill kúra.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimili og Skóla.Snjallsímaforrit sem þessi eru líklega komin til að vera að sögn Hrefnu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla. „Við verðum líka að kenna börnunum okkar þessa gagnrýnu hugsun því að við erum ekki alltaf að horfa yfir öxlina á þeim. Og eigum ekki að gera það. En auðvitað þarf að setja einhverjar girðingar og tálma til að vernda börn upp að skynsamlegu marki,“ segir Hrefna. Til eru forrit á borð við Family link frá Google sem gerir foreldrum kleift að fylgjast með því hvaða forrit börn sækja í símann sinn. Hrefna segir fræðslu og samtal þó gegna lykilhlutverki. „Við þurfum líka að átta okkur á að það er aldrei hægt að koma í veg fyrir allt með einhverjum, til dæmis nettólum eða öðru til að fylgjast með börnum. Það hjálpar upp að vissu marki en við þurfum líka að sinna þessu hlutverki okkar að ala þau upp,“ segir Hrefna. En það eru ekki bara stefnumótaforritin sem virðast njóta aukinna vinsælda meðal krakka og unglinga en fréttastofu hafa borist ábendingar um Instagram-aðganga þar sem birtar eru viðkvæmar myndir og myndbönd af ungum krökkum í svipuðum tilgangi. Þar getur hver sem er meðal annars séð myndbönd af ungum krökkum að kyssast eða í djörfum stellingum. „Sendið okkur myndir af einhverjum í sleik og við póstum þeim,“ segir til að mynda í lýsingu fyrir Instagram-aðganginn sleikur_island. Sambærileg skilaboð má sjá á Instagram-aðgöngunum date.island, date_island og flex_island svo dæmi séu nefnd. Tekið er víða fram að hægt sé að óska eftir því að myndir og myndbönd séu tekin út sé þess óskað. „Við verðum alltaf að vera vakandi fyrir þessu og það er hlutverk foreldra en líka mikilvægt að skólarnir taki þátt í að fræða börnin,“ segir Hrefna. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um smáforritið Yubo sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 til 17 ára til að eignast vini. Forritið svipar aftur á móti mjög til stefnumótaforrits þar sem krakkar setja sumir inn ögrandi myndir og leita jafnvel eftir félaga sem vill kúra.Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimili og Skóla.Snjallsímaforrit sem þessi eru líklega komin til að vera að sögn Hrefnu Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla. „Við verðum líka að kenna börnunum okkar þessa gagnrýnu hugsun því að við erum ekki alltaf að horfa yfir öxlina á þeim. Og eigum ekki að gera það. En auðvitað þarf að setja einhverjar girðingar og tálma til að vernda börn upp að skynsamlegu marki,“ segir Hrefna. Til eru forrit á borð við Family link frá Google sem gerir foreldrum kleift að fylgjast með því hvaða forrit börn sækja í símann sinn. Hrefna segir fræðslu og samtal þó gegna lykilhlutverki. „Við þurfum líka að átta okkur á að það er aldrei hægt að koma í veg fyrir allt með einhverjum, til dæmis nettólum eða öðru til að fylgjast með börnum. Það hjálpar upp að vissu marki en við þurfum líka að sinna þessu hlutverki okkar að ala þau upp,“ segir Hrefna. En það eru ekki bara stefnumótaforritin sem virðast njóta aukinna vinsælda meðal krakka og unglinga en fréttastofu hafa borist ábendingar um Instagram-aðganga þar sem birtar eru viðkvæmar myndir og myndbönd af ungum krökkum í svipuðum tilgangi. Þar getur hver sem er meðal annars séð myndbönd af ungum krökkum að kyssast eða í djörfum stellingum. „Sendið okkur myndir af einhverjum í sleik og við póstum þeim,“ segir til að mynda í lýsingu fyrir Instagram-aðganginn sleikur_island. Sambærileg skilaboð má sjá á Instagram-aðgöngunum date.island, date_island og flex_island svo dæmi séu nefnd. Tekið er víða fram að hægt sé að óska eftir því að myndir og myndbönd séu tekin út sé þess óskað. „Við verðum alltaf að vera vakandi fyrir þessu og það er hlutverk foreldra en líka mikilvægt að skólarnir taki þátt í að fræða börnin,“ segir Hrefna.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri. 31. janúar 2019 19:30