Rýfur þögnina í kjölfar árásar: „Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. febrúar 2019 19:02 Jussie Smollett. Getty/Gary Gershoff Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Smollett tjáir sig um árásina en hann kemur á framfæri kærum þökkum til aðdáenda sinna í yfirlýsingu. Í yfirlýsingu frá lögreglu í Chicago sem send var út í kjölfar árásarinnar segir að tveir menn hafi ráðist á Smollett. Þá sé talið að kynþátta- og kynhneigðarfordómar hafi vakað fyrir ásarmönnunum, sem hrópuðu ummæli lituð slíkum fordómum er þér réðust á leikarann. Smollett er bæði dökkur á hörund og samkynhneigður. Einnig eru árásarmennirnir sagðir hafa hellt yfir hann einhvers konar vökva, mögulega klór, og þá hafði snara verið fest um háls hans. Smollett tjáir sig um árásina í yfirlýsingu sem hann sendi bandaríska miðlinum Essence í dag. Þar fulllvissaði hann aðdáendur sína um að hann væri á batavegi. „Ég vil byrja á því að segja að það er í lagi með mig. Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari. Og það sem meira er, ég vil segja takk,“ sagði Smollett í yfirlýsingu sinni. Þá sagðist hann vera samstarfsfús lögreglu við rannsókn hennar á málinu. Þrátt fyrir áhyggjur hans af orðrómum sem farið hafi á kreik um árásina á samfélagsmiðlum trúi hann því staðfastlega að réttlætið sigri. Að endingu ítrekaði hann mikilvægi þess að taka árásum sem þessari ekki af léttúð. „Ég er ekki, og það ætti ekki að líta á mig sem, afmarkað tilvik. Við munum ræða saman von bráðar og ég mun ræða öll smáatriði þessarar hryllilegu árásar en ég þarf tíma til að vinna úr því.“ Í gær var greint frá því að Smollett hefði neitað að afhenda lögreglu síma sinn vegna rannsóknar málsins en hann er sagður hafa verið að tala við umboðsmann sinn í símann þegar ráðist var á hann. Umboðsmaðurinn heldur því fram að árásarmennirnir hafi hrópað slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „MAGA“, er þeir réðust á Smollett. Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Sjá meira
Bandaríski leikarinn Jussie Smollett hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar árásar sem hann segist hafa orðið fyrir í Chicago í vikunni. Þetta er í fyrsta skipti sem Smollett tjáir sig um árásina en hann kemur á framfæri kærum þökkum til aðdáenda sinna í yfirlýsingu. Í yfirlýsingu frá lögreglu í Chicago sem send var út í kjölfar árásarinnar segir að tveir menn hafi ráðist á Smollett. Þá sé talið að kynþátta- og kynhneigðarfordómar hafi vakað fyrir ásarmönnunum, sem hrópuðu ummæli lituð slíkum fordómum er þér réðust á leikarann. Smollett er bæði dökkur á hörund og samkynhneigður. Einnig eru árásarmennirnir sagðir hafa hellt yfir hann einhvers konar vökva, mögulega klór, og þá hafði snara verið fest um háls hans. Smollett tjáir sig um árásina í yfirlýsingu sem hann sendi bandaríska miðlinum Essence í dag. Þar fulllvissaði hann aðdáendur sína um að hann væri á batavegi. „Ég vil byrja á því að segja að það er í lagi með mig. Líkami minn er sterkur en sál mín er sterkari. Og það sem meira er, ég vil segja takk,“ sagði Smollett í yfirlýsingu sinni. Þá sagðist hann vera samstarfsfús lögreglu við rannsókn hennar á málinu. Þrátt fyrir áhyggjur hans af orðrómum sem farið hafi á kreik um árásina á samfélagsmiðlum trúi hann því staðfastlega að réttlætið sigri. Að endingu ítrekaði hann mikilvægi þess að taka árásum sem þessari ekki af léttúð. „Ég er ekki, og það ætti ekki að líta á mig sem, afmarkað tilvik. Við munum ræða saman von bráðar og ég mun ræða öll smáatriði þessarar hryllilegu árásar en ég þarf tíma til að vinna úr því.“ Í gær var greint frá því að Smollett hefði neitað að afhenda lögreglu síma sinn vegna rannsóknar málsins en hann er sagður hafa verið að tala við umboðsmann sinn í símann þegar ráðist var á hann. Umboðsmaðurinn heldur því fram að árásarmennirnir hafi hrópað slagorð Donalds Trump Bandaríkjaforseta, „MAGA“, er þeir réðust á Smollett.
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mál Jussie Smollett Tengdar fréttir Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Sjá meira
Taldir hafa hellt klór yfir leikara í Empire Ráðist var á einn leikara bandarísku sjónvarpsþáttaraðarinnar Empire í gærmorgun. 30. janúar 2019 07:46