Vígja hjúkrunarheimili á Nesinu með útsýni í allar áttir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2019 10:09 Hjúkrunarheimilið í vetrarríki. Nýtt hjúkrunarheimili verður vígt á Seltjarnarnesi á morgun að viðstöddum bæjarstjóra og heilbrigðisráðherra. Nafn hjúkrunarheimilisins og merki verður ennfremur opinberað við sama tækifæri en haldin var hugmyndasamkeppni um nafn á hjúkrunarheimilið. Hjúkrunarheimilið samanstendur af fjórum tíu herbergja heimilum, alls 40 hjúkrunarrými ásamt miðlægum kjarna fyrir dagdvöl, sjúkraþjálfun, iðju og þjónustu fyrir allt að 25 manns.Esjan í bakgrunni.„Ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi hefur markað tímamót í byggingarsögu stofnana fyrir aldraða hér á Nesinu. Þetta heimili hefur verið skipulagt og hannað frá grunni með það fyrir augum að vera raunverulegt heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum, þrátt fyrir margvíslegan stuðning. Markmiðið með hönnun heimilisins, staðsetningu húss og lóðar fyrir heimilið á Seltjarnarnesi var unnin í samræmi við stefnu stjórnvalda í öldrunarmálum og verður rekið eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu. Hún felur í sér sameiningu á bestu kostum sjálfstæðrar búsetu og þess öryggis sem hjúkrunarheimili hefur upp á að bjóða. Þessi hugmyndafræði byggir á þátttöku íbúanna sjálfra og aðstandenda þeirra í hinu daglega lífi á heimilinu þar sem að starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa virkt og hlýlegt samfélag. Öll hönnun hússins tekur mið af þessari hugmyndafræði,“ segir í tilkynningu frá bænum.Allir eru velkomnir á opnunina frá 13 til 15 laugardaginn 2. febrúar.„Fyrsta skóflustungan að hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi var tekin í júní 2014 í framhaldi af því að Seltjarnarnesbær úthlutaði ríkinu lóð á einum fegursta útsýnisstað Seltjarnarness, Safnatröð 1, með það í huga að opna þar heimili fyrir aldraða. Velferðarráðuneytið og Seltjarnarnesbær hafa byggt hjúkrunarheimilið þar sem að ríkið greiðir 85% af heildarkostnaði húsnæðisins og Seltjarnarnesbær 15% auk þess sem að Seltjarnarnesbær greiðir fyrir aðstöðu undir dagdvölina. Með stolti og gleði afhendir Seltjarnarnesbær húsnæðið nú í byrjun febrúar 2019, fullfrágengið til rekstraraðila heimilisins. Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Vigdísarholti ehf., einkahlutafélagi í eigu ríkisins að annast rekstur hjúkrunarheimilisins. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist í húsinu á allra næstu vikum en það verður tekið í notkun smám saman og vonast er til að það verði komið í fullan rekstur á næstu þremur mánuðum.“ Heilbrigðismál Seltjarnarnes Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Nýtt hjúkrunarheimili verður vígt á Seltjarnarnesi á morgun að viðstöddum bæjarstjóra og heilbrigðisráðherra. Nafn hjúkrunarheimilisins og merki verður ennfremur opinberað við sama tækifæri en haldin var hugmyndasamkeppni um nafn á hjúkrunarheimilið. Hjúkrunarheimilið samanstendur af fjórum tíu herbergja heimilum, alls 40 hjúkrunarrými ásamt miðlægum kjarna fyrir dagdvöl, sjúkraþjálfun, iðju og þjónustu fyrir allt að 25 manns.Esjan í bakgrunni.„Ákvörðun um byggingu hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi hefur markað tímamót í byggingarsögu stofnana fyrir aldraða hér á Nesinu. Þetta heimili hefur verið skipulagt og hannað frá grunni með það fyrir augum að vera raunverulegt heimili fólks sem heilsu sinnar vegna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum, þrátt fyrir margvíslegan stuðning. Markmiðið með hönnun heimilisins, staðsetningu húss og lóðar fyrir heimilið á Seltjarnarnesi var unnin í samræmi við stefnu stjórnvalda í öldrunarmálum og verður rekið eftir nýrri hugmyndafræði í öldrunarþjónustu. Hún felur í sér sameiningu á bestu kostum sjálfstæðrar búsetu og þess öryggis sem hjúkrunarheimili hefur upp á að bjóða. Þessi hugmyndafræði byggir á þátttöku íbúanna sjálfra og aðstandenda þeirra í hinu daglega lífi á heimilinu þar sem að starfsfólk og íbúar vinna saman að því að skapa virkt og hlýlegt samfélag. Öll hönnun hússins tekur mið af þessari hugmyndafræði,“ segir í tilkynningu frá bænum.Allir eru velkomnir á opnunina frá 13 til 15 laugardaginn 2. febrúar.„Fyrsta skóflustungan að hjúkrunarheimili á Seltjarnarnesi var tekin í júní 2014 í framhaldi af því að Seltjarnarnesbær úthlutaði ríkinu lóð á einum fegursta útsýnisstað Seltjarnarness, Safnatröð 1, með það í huga að opna þar heimili fyrir aldraða. Velferðarráðuneytið og Seltjarnarnesbær hafa byggt hjúkrunarheimilið þar sem að ríkið greiðir 85% af heildarkostnaði húsnæðisins og Seltjarnarnesbær 15% auk þess sem að Seltjarnarnesbær greiðir fyrir aðstöðu undir dagdvölina. Með stolti og gleði afhendir Seltjarnarnesbær húsnæðið nú í byrjun febrúar 2019, fullfrágengið til rekstraraðila heimilisins. Heilbrigðisráðuneytið hefur falið Vigdísarholti ehf., einkahlutafélagi í eigu ríkisins að annast rekstur hjúkrunarheimilisins. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist í húsinu á allra næstu vikum en það verður tekið í notkun smám saman og vonast er til að það verði komið í fullan rekstur á næstu þremur mánuðum.“
Heilbrigðismál Seltjarnarnes Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira