Katrín segir aðgerðir koma barnafólki á lægstu launum vel Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2019 20:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. Forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar gengu fyrst á fund oddvita stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra í forsætisráðuneytinu í morgun þar sem þeim voru kynntar tillögur ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga, áður en fulltrúar samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga starfsmanna ríkis og sveitarfélaga fengu sams konar kynningu. Forsætisráðherra segir tillögur stjórnvalda umfangsmiklar, bætt verði töluvert í framlög til uppbyggingar félagslegs húsnæðis í samræmi við nýlegar tillögur nefndar, samið verði við borgina um uppbyggingu á landi ríkisins í Keldnaholti og fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði. „Sem er risastórt umbótamál. Ekki síst fyrir ungt fjölskyldufólk í landinu. Við erum að tala um breytingar á skatta- og bótakerfum. Innleiða nýtt þriggja þrepa skattkerfi og tryggja þannig að þær skattalækkanir sem við ákváðum og boðuðum í fjármálaáætlun komi þeim tekjulægri best eins og við höfum boðað hingað,“ segir Katrín. Framlög til almennra íbúða verði aukin um minnst sex milljarða þróna. „þannig að allt í allt þegar fæðingarorlofið er tekið með er þetta kannski þrjátíu milljarða umfang. En það er kannski ekki stóra málið í mínum huga, heldur að við erum að sjá hér með þessum tillögum félagslegar umbætur sem munu skipta mjög miklu máli fyrir vinnandi fólk í þessu landi,“ segir forsætisráðherra. Síðan eigi eftir að ræða aðra þætti frekar eins og vaxtastig, verðtryggingu og stuðning við fyrstu íbúðarkaup. „Við höfum auðvitað þegar hækkað barnabætur. Þannig að til að mynda ef þú tekur saman lækkun á tekjuskatti og aukningu barnabóta getur það numið kjarabótum um allt að tvö hundruð þúsund krónum á ári fyrir tekjulágt barnafólk,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Fjölskyldumál Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. Forseti Alþýðusambandsins og varaforsetar gengu fyrst á fund oddvita stjórnarflokkanna og félagsmálaráðherra í forsætisráðuneytinu í morgun þar sem þeim voru kynntar tillögur ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga, áður en fulltrúar samtaka atvinnulífsins og stéttarfélaga starfsmanna ríkis og sveitarfélaga fengu sams konar kynningu. Forsætisráðherra segir tillögur stjórnvalda umfangsmiklar, bætt verði töluvert í framlög til uppbyggingar félagslegs húsnæðis í samræmi við nýlegar tillögur nefndar, samið verði við borgina um uppbyggingu á landi ríkisins í Keldnaholti og fæðingarorlof verði lengt í tólf mánuði. „Sem er risastórt umbótamál. Ekki síst fyrir ungt fjölskyldufólk í landinu. Við erum að tala um breytingar á skatta- og bótakerfum. Innleiða nýtt þriggja þrepa skattkerfi og tryggja þannig að þær skattalækkanir sem við ákváðum og boðuðum í fjármálaáætlun komi þeim tekjulægri best eins og við höfum boðað hingað,“ segir Katrín. Framlög til almennra íbúða verði aukin um minnst sex milljarða þróna. „þannig að allt í allt þegar fæðingarorlofið er tekið með er þetta kannski þrjátíu milljarða umfang. En það er kannski ekki stóra málið í mínum huga, heldur að við erum að sjá hér með þessum tillögum félagslegar umbætur sem munu skipta mjög miklu máli fyrir vinnandi fólk í þessu landi,“ segir forsætisráðherra. Síðan eigi eftir að ræða aðra þætti frekar eins og vaxtastig, verðtryggingu og stuðning við fyrstu íbúðarkaup. „Við höfum auðvitað þegar hækkað barnabætur. Þannig að til að mynda ef þú tekur saman lækkun á tekjuskatti og aukningu barnabóta getur það numið kjarabótum um allt að tvö hundruð þúsund krónum á ári fyrir tekjulágt barnafólk,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Fjölskyldumál Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira