Kæra birtingu lánasögu einstaklinga til Persónuverndar Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 17. febrúar 2019 20:48 Bankarnir og Creditinfo halda fólki sem orðið hefur gjaldþrota í hengingaról að sögn lögmanns. Dæmi eru um að fólki sé neitað um kreditkort vegna lánasögu sem hann segir Creditinfo nýlega farið að birta. Þetta sé ólöglegt og verður málið kært til Persónuverndar. Vanskilaskráning hjá Creditinfo hefur verið í svokallaðari vog en á grundvelli persónuverndarlaga er Creditinfo með sérstakt leyfi frá Persónuvernd fyrir vinnslu slíkra fjárhagsupplýsinga um einstaklinga og þarf að lúta ströngum skilyrðum. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir að upp á síðkastið hafi hann tekið eftir því að Creditinfo sé farið að birta upplýsingar um lánasögu einstaklinga á annarri gátt. Dæmi séu um að fólki séu hafnað um fyrirgreiðslur og greiðslukort byggt á upplýsingum um lánasögu en ekki upplýsingum úr vanskilaskránni. „Við erum að undirbúa kvörtun til Persónuverndar vegna þessa máls. Það er verið að miðla upplýsingum um skuldastöðu eða vanskil einstaklings sem í raun og veru er ekki rétt.“ Í tilfelli skjólstæðings Sævars var hann búinn að ganga í gegnum gjaldþrotaskipti og kröfurnar fyrndar en samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti fyrnast þær á tveimur árum frá skiptalokum og eiga ekki að vera á vanskilaskrá. „Þá hafa bankarnir farið þá leið að vera með miðlæga skráningu í gegnum Creditinfo um hans skuldastöðu eða þær kröfur sem hafa verið afskrifaðar inn á miðlægan grunn hjá Creditinfo,“ segir Sævar. Þannig er lánasagan komin í staðinn fyrir vanskilaskránna þrátt fyrir að vinnsla slíkra upplýsinga sé bönnuð nema með sérstöku leyfi Persónuverndar. Hann segir að með þessu sé verið að fara í kringum lögin. Sævar segir að þau svör hafi fengist hjá Creditinfo að um sé að ræða upplýsingar frá viðkomandi banka sem fyrirtækið beri ekki ábyrgð á. „Það er verið að halda mönnum í ákveðinni hengingaról. Mér finnst þetta mjög óeðlilegt vegna þess að einstaklingar sem hafa farið í gegnum gjaldþrotaferli eiga að geta byrjað upp á nýtt.“ Íslenskir bankar Persónuvernd Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Bankarnir og Creditinfo halda fólki sem orðið hefur gjaldþrota í hengingaról að sögn lögmanns. Dæmi eru um að fólki sé neitað um kreditkort vegna lánasögu sem hann segir Creditinfo nýlega farið að birta. Þetta sé ólöglegt og verður málið kært til Persónuverndar. Vanskilaskráning hjá Creditinfo hefur verið í svokallaðari vog en á grundvelli persónuverndarlaga er Creditinfo með sérstakt leyfi frá Persónuvernd fyrir vinnslu slíkra fjárhagsupplýsinga um einstaklinga og þarf að lúta ströngum skilyrðum. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir að upp á síðkastið hafi hann tekið eftir því að Creditinfo sé farið að birta upplýsingar um lánasögu einstaklinga á annarri gátt. Dæmi séu um að fólki séu hafnað um fyrirgreiðslur og greiðslukort byggt á upplýsingum um lánasögu en ekki upplýsingum úr vanskilaskránni. „Við erum að undirbúa kvörtun til Persónuverndar vegna þessa máls. Það er verið að miðla upplýsingum um skuldastöðu eða vanskil einstaklings sem í raun og veru er ekki rétt.“ Í tilfelli skjólstæðings Sævars var hann búinn að ganga í gegnum gjaldþrotaskipti og kröfurnar fyrndar en samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti fyrnast þær á tveimur árum frá skiptalokum og eiga ekki að vera á vanskilaskrá. „Þá hafa bankarnir farið þá leið að vera með miðlæga skráningu í gegnum Creditinfo um hans skuldastöðu eða þær kröfur sem hafa verið afskrifaðar inn á miðlægan grunn hjá Creditinfo,“ segir Sævar. Þannig er lánasagan komin í staðinn fyrir vanskilaskránna þrátt fyrir að vinnsla slíkra upplýsinga sé bönnuð nema með sérstöku leyfi Persónuverndar. Hann segir að með þessu sé verið að fara í kringum lögin. Sævar segir að þau svör hafi fengist hjá Creditinfo að um sé að ræða upplýsingar frá viðkomandi banka sem fyrirtækið beri ekki ábyrgð á. „Það er verið að halda mönnum í ákveðinni hengingaról. Mér finnst þetta mjög óeðlilegt vegna þess að einstaklingar sem hafa farið í gegnum gjaldþrotaferli eiga að geta byrjað upp á nýtt.“
Íslenskir bankar Persónuvernd Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira